Innlent

Mikill fjöldi kvartana vegna hávaða í samkvæmum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Töluvert var um hávaðakvartanir til lögreglu í gærkvöldi og nótt.
Töluvert var um hávaðakvartanir til lögreglu í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gær og nótt afskipti af þó nokkrum samkvæmum vegna hávaðakvartana. Alls bárust lögreglu tíu tilkynningar um hávaða. Þar af voru níu í heimahúsum og eitt í utanhússamkvæmi, ef marka má dagbók lögreglu.

Lögregla hafði þá á öðrum tímanum í nótt afskipti af ökumanni vegna of hraðs akstur í Hafnarfirði. Viðkomandi mældist á 169 kílómetra hraða á klukkustund þar sem leyfilegur hámarkshraði er 80. Þannig var ökumaðurinn á meira en tvöföldum hámarkshraða. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða og haft var samband við foreldra hans, sökum ungs aldurs viðkomandi.

Þá barst lögreglu tilkynning um líkamsárás í Hlíðahverfi í Reykjavík um sjöleytið í gærkvöldi. Einn var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna málsins. Þolandi árásarinnar er ekki sagður mikið slasaður.

Eins hafði lögregla afskipti af einstaklingi á slysadeild sem neitaði að yfirgefa spítalann eftir að hafa fengið þjónustu.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×