Þakklát fyrir að muna eftir gleðistundum lífsins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. apríl 2020 19:27 Vígdís Finnbogadóttir segist á níræðisafmæli sínu vera þakklát fyrir að muna eftir hamingjustundum lífsins. Söngvar og ljóðlestur voru skipulagðir í garðinum hjá Vigdísi við Aragötu í dag, í hæfilegri fjarlægð frá afmælisbarninu, sökum þeirra takmarkana sem nú eru í gildi. Viðburðirnir áttu að koma Vigdísi á óvart en hana segist nú hafa grunað í hvað stefndi. „Þetta átti að vera óvænt en maður fréttir nú ýmislegt ef maður hefur opin eyrun og augun," sagði Vigdís glettin í dag. Ánægð var hún engu að síður. „Afmælisdagurinn hefur verið mjög skemmtilegur þar sem það er búið að syngja fyrir mig tvisvar í garðinum. Og hvað getur maður beðið um meira en fallegan söng? Því Íslendingar mega nú eiga það að þeir eiga góða kóra," segir Vigdís. Hópur stórsöngvara á borð við Diddú og Gissur Pál Gissurarson söfnuðst saman í garði Vigdísar í dag.vísir/Vilhelm Aðspurð hvað stendur upp úr á þessum tímamótum er svarið einfalt. „Níutíu ár. Ég er svo heppin að ég hef enn þá nokkuð gott minni. Ég man allar lukkulegu stundirnar, hamingjustundirnar í lífinu, mjög vel. Svo er maður góður að grafa eða láta þær til hliðar sem ekki hafa verið eins gleðilegar," segir Vigdís. Þar sem fólk gat ekki heilsað upp á Vigdísi með hefðbundnum hætti lögðu margir blómvendi við heimili hennar að Aragötu. Vigdís segir samstöðu þjóðarinnar nú vera mikilvæga sem aldrei fyrr. „Við eigum að gera það sem við höfum alltaf gert þegar á móti blæs. Að standa saman og skilja hvert annað. Ekki agnúast. Vera góð hvert við annað þó við megum ekki knúsast. Og ég veit að við erum að gera það öll sömul," segir Vigdís. „Ég dáist að þeim sem hafa verið að senda okkur skilaboðin á þessum tímum, þrenningunni góðu." Heillakveðjum hefur rignt yfir Vigdísi í tilefni dagsins. Forsætisráðherra lýsir Vigdísi sem framsýnni baráttukonu. „Hún hafði þann einstaka hæfileika eftir að hafa unnið forsetakjör 1980 að ná að sameina þjóðina alla að baki sér. Í raun og veru um leið og hún var kjörin þrátt fyrir að baráttan um embættið hafi verið hörð," segir Katrín Jakobsdóttir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.vísir/Arnar „Í forsetatíð sinni setti hún mál á dagskrá sem sannarlega hafa vaxið að mikilvægi í raun og veru allt frá hennar forsetatíð. Þá vil ég nefna jafnréttismál, umhverfismál og svo menningarlega fjölbreytni." Þá hafi hún verið fyrirmynd heillar kynslóðar. „Hún gegndi þessu embætti í sextán ár. Og mér er það alltaf minnisstætt þegar frænka mín spurði, þegar karlmaður var kjörinn forseti eftir að Vigdís lét af embætti: „En getur karl verið forseti?"," segir Katrín. Tímamót Vigdís Finnbogadóttir Eldri borgarar Reykjavík Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Sjá meira
Vígdís Finnbogadóttir segist á níræðisafmæli sínu vera þakklát fyrir að muna eftir hamingjustundum lífsins. Söngvar og ljóðlestur voru skipulagðir í garðinum hjá Vigdísi við Aragötu í dag, í hæfilegri fjarlægð frá afmælisbarninu, sökum þeirra takmarkana sem nú eru í gildi. Viðburðirnir áttu að koma Vigdísi á óvart en hana segist nú hafa grunað í hvað stefndi. „Þetta átti að vera óvænt en maður fréttir nú ýmislegt ef maður hefur opin eyrun og augun," sagði Vigdís glettin í dag. Ánægð var hún engu að síður. „Afmælisdagurinn hefur verið mjög skemmtilegur þar sem það er búið að syngja fyrir mig tvisvar í garðinum. Og hvað getur maður beðið um meira en fallegan söng? Því Íslendingar mega nú eiga það að þeir eiga góða kóra," segir Vigdís. Hópur stórsöngvara á borð við Diddú og Gissur Pál Gissurarson söfnuðst saman í garði Vigdísar í dag.vísir/Vilhelm Aðspurð hvað stendur upp úr á þessum tímamótum er svarið einfalt. „Níutíu ár. Ég er svo heppin að ég hef enn þá nokkuð gott minni. Ég man allar lukkulegu stundirnar, hamingjustundirnar í lífinu, mjög vel. Svo er maður góður að grafa eða láta þær til hliðar sem ekki hafa verið eins gleðilegar," segir Vigdís. Þar sem fólk gat ekki heilsað upp á Vigdísi með hefðbundnum hætti lögðu margir blómvendi við heimili hennar að Aragötu. Vigdís segir samstöðu þjóðarinnar nú vera mikilvæga sem aldrei fyrr. „Við eigum að gera það sem við höfum alltaf gert þegar á móti blæs. Að standa saman og skilja hvert annað. Ekki agnúast. Vera góð hvert við annað þó við megum ekki knúsast. Og ég veit að við erum að gera það öll sömul," segir Vigdís. „Ég dáist að þeim sem hafa verið að senda okkur skilaboðin á þessum tímum, þrenningunni góðu." Heillakveðjum hefur rignt yfir Vigdísi í tilefni dagsins. Forsætisráðherra lýsir Vigdísi sem framsýnni baráttukonu. „Hún hafði þann einstaka hæfileika eftir að hafa unnið forsetakjör 1980 að ná að sameina þjóðina alla að baki sér. Í raun og veru um leið og hún var kjörin þrátt fyrir að baráttan um embættið hafi verið hörð," segir Katrín Jakobsdóttir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.vísir/Arnar „Í forsetatíð sinni setti hún mál á dagskrá sem sannarlega hafa vaxið að mikilvægi í raun og veru allt frá hennar forsetatíð. Þá vil ég nefna jafnréttismál, umhverfismál og svo menningarlega fjölbreytni." Þá hafi hún verið fyrirmynd heillar kynslóðar. „Hún gegndi þessu embætti í sextán ár. Og mér er það alltaf minnisstætt þegar frænka mín spurði, þegar karlmaður var kjörinn forseti eftir að Vigdís lét af embætti: „En getur karl verið forseti?"," segir Katrín.
Tímamót Vigdís Finnbogadóttir Eldri borgarar Reykjavík Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Sjá meira