Lífið

Orðin sem Íslendingar leita eftir á Google í miðjum faraldri

Stefán Árni Pálsson skrifar
Davíð Lúther Sigurðarson er framkvæmdarstjóri Sahara. 
Davíð Lúther Sigurðarson er framkvæmdarstjóri Sahara.  Viktor Richardsson / SAHARA

Davíð Lúther Sigurðarson hjá Sahara var á línunni hjá Gulla og Heimi í Bítinu í morgun og fór yfir það hvað Íslendingar hafa leita að í leitarvél Google á árinu.

„Við vorum að skoða þetta í lok síðasta mánaðar og fyrir páskafrí og okkar sérfræðingar fengu nokkuð skrýtnar niðurstöður og þetta var spennandi að sjá,“ segir Davíð.

„Þar má meðal annars sjá að fólk var að gúggla Kára Stefánsson áður en þetta ástand fór í gang eða um þúsund sinnum á mánuði. Svo þegar kemur að marsmánuði fer hann upp í sirka 5700 sinnum á mánuði.“

Davíð segir að áður en fjölmiðlar fóru að fjalla um kórónuvírusinn í Kína í janúar hafi fólk leitað eftir því orði um tíu sinnum í mánuði.

„Í janúar fer þetta upp í 27 þúsund sinnum, í febrúar í 33 þúsund sinnum og svo í mars 74 þúsund sinnum leita að kórónuvírus. Svona rannsókn sýnir hvernig hegðun okkar er og við erum greinilega mjög forvitin og erum greinilega að fylgjast mjög vel með.“

Orð eins og ketilbjöllur urðu vinsæl.

„Í svona normal ástandi voru við Íslendingar að leita eftir því orði svona 150-200 sinnum á mánuði en svo allt í einu fer þetta upp í 5400 í mars.“

Hann segir að í mars í fyrra hafi Íslendingar leitað eftir orðinu Vinnumálastofnun 12 þúsund sinnum en í mars á þessu ári 60 þúsund sinnum. Hér má sjá nánari greiningu frá auglýsingarstofunni Sahara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×