Bygging snjóflóðavarnagarða tefst vegna fornleifafundar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. maí 2020 19:35 Bygging snjóflóðavarnargarða fyrir ofan Seyðisfjörð mun tefjast vegna fornleifafundar. Vísir/Vilhelm Meira en 60 fornminjar fundust á svæði þar sem áætlað er að reisa snjóflóðavarnagarða fyrir ofan Seyðisfjörð. Ekki verður hægt að hefja vinnu við þá fyrr en Minjastofnun gefur út að það sé óhætt. Minjar sem fundust á svæðinu má rekja allt til landnámsaldar og verður skoðað hvort hægt sé að breyta hönnun varnargarðanna til að hlífa minjunum og flýta fyrir framkvæmdum eins og kemur fram í frétt Austurfrétta. Áform eru um að byggja þrjá varnargarða og með þeim verða öll íbúðarhús sem í dag eru á mestu hættusvæði færast yfir á lægsta hættusvæði. Meðal þeirra minja sem Byggðasafn Skagfirðinga hefur skráð er fjöldi rústa húsa sem urðu undir snjóflóði sem féll á bæinn árið 1885. Flóðið var það mannskæðasta sem skráð hefur verið en 24 fórust í flóðinu. Minjarnar eru í heildina 61 og 10 þeirra má rekja til hernáms á Seyðisfirði eða sögu 20. aldarinnar og njóta þær því ekki sérstakrar verndar. Merkustu minjarnar á svæðinu eru á bæjarstæði bæjarins Fjarðar. Talið er að Bjólfur, sem nam land í Seyðisfirði hafi búið þar en könnunarskurður sem tekin var við hólinn árið 1998 sýndi leifar mannvirkja og mannvistar allt frá 10. öld til upphafs 20. aldar. Minjastofnun, í samræmi við ráðleggingar fornleifafræðinga Byggðasafns Skagfirðinga, bað um í áliti sínu um umhverfismatið að teknir verði ríflega 20 könnunarskurðir sem kunni að leiða til að farið verði fram á frekari rannsóknir á minjunum. Ekki verður hægt að hefja framkvæmdir við garðana fyrr en Minjastofnun hefur gefið grænt ljós með tilliti til fornleifa. Stefnt er á að hefja skráningu minjanna í sumar en óljóst er hve langan tíma það mun taka. Áætlaður framkvæmdatími við garðana sjálfa eru 4-6 ár en fer það eftir fjárveitingum. Óljóst er hvort fjármálaáætlanir ríkisins munu standast eftir kórónuveirufaraldurinn sem myndar óvissu. Seyðisfjörður Fornminjar Almannavarnir Tengdar fréttir Kostnaður Ísafjarðarbæjar vegna snjóflóðanna um 39 milljónir Af þessum 39 milljónum krónum hafa þegar 13 milljónir þegar verið greiddar. 13. maí 2020 08:15 Áætlanir til um innviðauppbyggingu upp á tæpa þúsund milljarða Ríkisstjórnin ætlar að setja tæpa þrjátíu milljarða króna til uppbyggingar innviða þar sem ýmsir veikleikar komu í ljós í óveðrum í desember. 28. febrúar 2020 20:14 „Umfram allt þá þarf og verður að tryggja öryggi íbúanna til frambúðar“ Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir mikilvægt að öryggi íbúa í byggðarlögum þar sem hætta er á snjóflóðum verði tryggt sem fyrst. Hann segir að þörf sé á nýju hættumati og að ráðast þurfi hratt og örugglega í að reisa snjóflóðavarnir þar sem þörf er á. 16. janúar 2020 19:30 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira
Meira en 60 fornminjar fundust á svæði þar sem áætlað er að reisa snjóflóðavarnagarða fyrir ofan Seyðisfjörð. Ekki verður hægt að hefja vinnu við þá fyrr en Minjastofnun gefur út að það sé óhætt. Minjar sem fundust á svæðinu má rekja allt til landnámsaldar og verður skoðað hvort hægt sé að breyta hönnun varnargarðanna til að hlífa minjunum og flýta fyrir framkvæmdum eins og kemur fram í frétt Austurfrétta. Áform eru um að byggja þrjá varnargarða og með þeim verða öll íbúðarhús sem í dag eru á mestu hættusvæði færast yfir á lægsta hættusvæði. Meðal þeirra minja sem Byggðasafn Skagfirðinga hefur skráð er fjöldi rústa húsa sem urðu undir snjóflóði sem féll á bæinn árið 1885. Flóðið var það mannskæðasta sem skráð hefur verið en 24 fórust í flóðinu. Minjarnar eru í heildina 61 og 10 þeirra má rekja til hernáms á Seyðisfirði eða sögu 20. aldarinnar og njóta þær því ekki sérstakrar verndar. Merkustu minjarnar á svæðinu eru á bæjarstæði bæjarins Fjarðar. Talið er að Bjólfur, sem nam land í Seyðisfirði hafi búið þar en könnunarskurður sem tekin var við hólinn árið 1998 sýndi leifar mannvirkja og mannvistar allt frá 10. öld til upphafs 20. aldar. Minjastofnun, í samræmi við ráðleggingar fornleifafræðinga Byggðasafns Skagfirðinga, bað um í áliti sínu um umhverfismatið að teknir verði ríflega 20 könnunarskurðir sem kunni að leiða til að farið verði fram á frekari rannsóknir á minjunum. Ekki verður hægt að hefja framkvæmdir við garðana fyrr en Minjastofnun hefur gefið grænt ljós með tilliti til fornleifa. Stefnt er á að hefja skráningu minjanna í sumar en óljóst er hve langan tíma það mun taka. Áætlaður framkvæmdatími við garðana sjálfa eru 4-6 ár en fer það eftir fjárveitingum. Óljóst er hvort fjármálaáætlanir ríkisins munu standast eftir kórónuveirufaraldurinn sem myndar óvissu.
Seyðisfjörður Fornminjar Almannavarnir Tengdar fréttir Kostnaður Ísafjarðarbæjar vegna snjóflóðanna um 39 milljónir Af þessum 39 milljónum krónum hafa þegar 13 milljónir þegar verið greiddar. 13. maí 2020 08:15 Áætlanir til um innviðauppbyggingu upp á tæpa þúsund milljarða Ríkisstjórnin ætlar að setja tæpa þrjátíu milljarða króna til uppbyggingar innviða þar sem ýmsir veikleikar komu í ljós í óveðrum í desember. 28. febrúar 2020 20:14 „Umfram allt þá þarf og verður að tryggja öryggi íbúanna til frambúðar“ Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir mikilvægt að öryggi íbúa í byggðarlögum þar sem hætta er á snjóflóðum verði tryggt sem fyrst. Hann segir að þörf sé á nýju hættumati og að ráðast þurfi hratt og örugglega í að reisa snjóflóðavarnir þar sem þörf er á. 16. janúar 2020 19:30 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira
Kostnaður Ísafjarðarbæjar vegna snjóflóðanna um 39 milljónir Af þessum 39 milljónum krónum hafa þegar 13 milljónir þegar verið greiddar. 13. maí 2020 08:15
Áætlanir til um innviðauppbyggingu upp á tæpa þúsund milljarða Ríkisstjórnin ætlar að setja tæpa þrjátíu milljarða króna til uppbyggingar innviða þar sem ýmsir veikleikar komu í ljós í óveðrum í desember. 28. febrúar 2020 20:14
„Umfram allt þá þarf og verður að tryggja öryggi íbúanna til frambúðar“ Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir mikilvægt að öryggi íbúa í byggðarlögum þar sem hætta er á snjóflóðum verði tryggt sem fyrst. Hann segir að þörf sé á nýju hættumati og að ráðast þurfi hratt og örugglega í að reisa snjóflóðavarnir þar sem þörf er á. 16. janúar 2020 19:30