Aukinn áhugi á samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð sem verður lögð niður Heimir Már Pétursson skrifar 16. maí 2020 19:30 Um áttatíu manns vinna nú hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem verður lögð niður um áramótin. Vísir/Vilhelm Áhugi á samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur aukist eftir að kórónuveirufaraldurinn kom upp en leggja á stofnunina niður um áramótin. Forstjóri stofnunarinnar telur að hægt verði að finna öllum þessum verkefnum farveg. Um áttatíu manns vinna hjá Nýsköpunarmiðstöðinni sem varð til árið 2007 með sameiningu Iðntæknistofnunar og Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins. Nýsköpunarráðherra tilkynnti fyrir nokkrum mánuðum að Nýsköpunarmiðstöð Íslands verði lögð niður um áramót. Frumvarp þar að lútandi er þó ekki komið fram en kemur væntanlega fram á haustþingi. Þar er unnið að fjölbreyttum og mjög mörgum verkefnum sem nú er verið að reyna að finna farveg. Sigríður Ingvarsdóttir segir unnið að því þessa dagana að finna miklum fjölda verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands farveg á nýjum stöðum eftir að stofnunin verður lögð niður um næstu áramót.Stöð 2/Frikki Sigríður Ingvarsdóttir forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands segir áhuga á samstarfi við miðstöðina hafa farið vaxandi eftir að kórónuveiru faraldurinn hófst eins og alltaf þegar þrengi að að í þjóðfélaginu. „Við höfum gríðarlega marga snertifleti, miðstöðin, við marga. Hingað hafa verið að leita háskólar, einstaklingar, frumkvöðlar, fyrirtæki og svo framvegis. Við höfum fundið fyrir mikilli ásókn,“ segir Sigríður. Verkefnin geti verið stutt en sum séu áætluð til allt að fimm ára. „Við erum að vinna að rannsóknum fyrir byggingaiðnaðinn, við erum að vinna að veg- og jarðtækni. Við erum að vinna við efnagreiningar og umhverfisvöktun. Við erum að vinna með frumkvölum og fyrirtækjum. Svo erum við að vinna mjög stór rannsóknarverkefni á sviði efnis-, líf- og orkutækni. Þannig að þetta er ofboðslega breið flóra verkefna sem við erum að sinna hérna,“ segir forstjórinn. Nú sé stýrihópur á vegum nýsköpunarráðuneytisins að störfum að skoða nokkrar sviðsmyndir um framhaldið. Meðal annars sé rætt um að háskólarnir taki við hluta verkefnanna. Hvað verður um starfsfólk sem nú er í eins konar limbói hérna? „Það er auðvitað óvissutími núna. En það er verið að finna verkefnum farveg og það mun mikið af starfsfólki halda áfram að vinna við þessi verkefni. En undir hvaða formi nákvæmlega get ég ekki sagt á þessari stundu og það er eiginlega stjórnvalda að svara því,“ segir Sigríður. Nýsköpun Tengdar fréttir Nýsköpun á krossgötum? Hafandi starfað á vettvangi "nýsköpunar“ yfir 20 ár þá tek ég undir með ráðherra málaflokksins að það var kominn tími til að hrista upp í stoðkerfi nýsköpunar, sem jafnvel starfsmenn stoðkerfisins sjálfs hafa sagt að væri of flókið til að þeir rati um. 28. febrúar 2020 14:30 Lokun Nýsköpunarmiðstöðar er framfaraskref Í vikunni tilkynnti Þórdís Kolbrún Reykfjörð, ráðherra nýsköpunarmála, um að Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ) yrði lokað um næstu áramót. 28. febrúar 2020 10:00 Segir ekki verið að skera niður stuðning við nýsköpun Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, segir að stór ákvörðun á borð við þá að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands sé erfið. Slíka ákvörðun þurfi að undirbyggja vel þegar áhrifin eru augljós á jafnmargt starfsfólk og raun ber vitni. 25. febrúar 2020 17:23 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Sjá meira
Áhugi á samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur aukist eftir að kórónuveirufaraldurinn kom upp en leggja á stofnunina niður um áramótin. Forstjóri stofnunarinnar telur að hægt verði að finna öllum þessum verkefnum farveg. Um áttatíu manns vinna hjá Nýsköpunarmiðstöðinni sem varð til árið 2007 með sameiningu Iðntæknistofnunar og Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins. Nýsköpunarráðherra tilkynnti fyrir nokkrum mánuðum að Nýsköpunarmiðstöð Íslands verði lögð niður um áramót. Frumvarp þar að lútandi er þó ekki komið fram en kemur væntanlega fram á haustþingi. Þar er unnið að fjölbreyttum og mjög mörgum verkefnum sem nú er verið að reyna að finna farveg. Sigríður Ingvarsdóttir segir unnið að því þessa dagana að finna miklum fjölda verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands farveg á nýjum stöðum eftir að stofnunin verður lögð niður um næstu áramót.Stöð 2/Frikki Sigríður Ingvarsdóttir forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands segir áhuga á samstarfi við miðstöðina hafa farið vaxandi eftir að kórónuveiru faraldurinn hófst eins og alltaf þegar þrengi að að í þjóðfélaginu. „Við höfum gríðarlega marga snertifleti, miðstöðin, við marga. Hingað hafa verið að leita háskólar, einstaklingar, frumkvöðlar, fyrirtæki og svo framvegis. Við höfum fundið fyrir mikilli ásókn,“ segir Sigríður. Verkefnin geti verið stutt en sum séu áætluð til allt að fimm ára. „Við erum að vinna að rannsóknum fyrir byggingaiðnaðinn, við erum að vinna að veg- og jarðtækni. Við erum að vinna við efnagreiningar og umhverfisvöktun. Við erum að vinna með frumkvölum og fyrirtækjum. Svo erum við að vinna mjög stór rannsóknarverkefni á sviði efnis-, líf- og orkutækni. Þannig að þetta er ofboðslega breið flóra verkefna sem við erum að sinna hérna,“ segir forstjórinn. Nú sé stýrihópur á vegum nýsköpunarráðuneytisins að störfum að skoða nokkrar sviðsmyndir um framhaldið. Meðal annars sé rætt um að háskólarnir taki við hluta verkefnanna. Hvað verður um starfsfólk sem nú er í eins konar limbói hérna? „Það er auðvitað óvissutími núna. En það er verið að finna verkefnum farveg og það mun mikið af starfsfólki halda áfram að vinna við þessi verkefni. En undir hvaða formi nákvæmlega get ég ekki sagt á þessari stundu og það er eiginlega stjórnvalda að svara því,“ segir Sigríður.
Nýsköpun Tengdar fréttir Nýsköpun á krossgötum? Hafandi starfað á vettvangi "nýsköpunar“ yfir 20 ár þá tek ég undir með ráðherra málaflokksins að það var kominn tími til að hrista upp í stoðkerfi nýsköpunar, sem jafnvel starfsmenn stoðkerfisins sjálfs hafa sagt að væri of flókið til að þeir rati um. 28. febrúar 2020 14:30 Lokun Nýsköpunarmiðstöðar er framfaraskref Í vikunni tilkynnti Þórdís Kolbrún Reykfjörð, ráðherra nýsköpunarmála, um að Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ) yrði lokað um næstu áramót. 28. febrúar 2020 10:00 Segir ekki verið að skera niður stuðning við nýsköpun Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, segir að stór ákvörðun á borð við þá að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands sé erfið. Slíka ákvörðun þurfi að undirbyggja vel þegar áhrifin eru augljós á jafnmargt starfsfólk og raun ber vitni. 25. febrúar 2020 17:23 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Sjá meira
Nýsköpun á krossgötum? Hafandi starfað á vettvangi "nýsköpunar“ yfir 20 ár þá tek ég undir með ráðherra málaflokksins að það var kominn tími til að hrista upp í stoðkerfi nýsköpunar, sem jafnvel starfsmenn stoðkerfisins sjálfs hafa sagt að væri of flókið til að þeir rati um. 28. febrúar 2020 14:30
Lokun Nýsköpunarmiðstöðar er framfaraskref Í vikunni tilkynnti Þórdís Kolbrún Reykfjörð, ráðherra nýsköpunarmála, um að Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ) yrði lokað um næstu áramót. 28. febrúar 2020 10:00
Segir ekki verið að skera niður stuðning við nýsköpun Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, segir að stór ákvörðun á borð við þá að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands sé erfið. Slíka ákvörðun þurfi að undirbyggja vel þegar áhrifin eru augljós á jafnmargt starfsfólk og raun ber vitni. 25. febrúar 2020 17:23
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent