Lokun Nýsköpunarmiðstöðar er framfaraskref Einar Gunnar Guðmundsson skrifar 28. febrúar 2020 10:00 Í vikunni tilkynnti Þórdís Kolbrún Reykfjörð, ráðherra nýsköpunarmála, um að Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ) yrði lokað um næstu áramót. Þetta er mikilvægt skref í átt að sterkara og heildstæðara umhverfi fyrir íslenska nýsköpun, sem á í harðri samkeppni við sambærileg umhverfi í nágrannalöndunum. Einhverjum kann að þykja fyrirsögnin þversögn. Hvernig getur lokun stofnunar sem hefur það markmið að styðja við nýsköpun verið framfaraskref? Nokkuð góð sátt virðist ríkja um það að aukin verðmætasköpun með tilstilli nýsköpunar sé mikilvæg fyrir þjóðarhag. Hér má telja til nokkur atriði. Samþjöppun þekkingar á háskólasvæðinu í Vatnsmýri Þekkt er í öllum löndum að sterk háskólasvæði og háskólar hafa mikið aðdráttarafl og hafa mikilvægu hlutverki að gegna í samfélögum. Skapandi, klárt, og ungt fólk er uppistaðan í slíku umhverfi. Fyrirtæki, ung og gömul, sækja í þekkingu sem þar er verið að skapa, ýmiskonar stoðeiningar verða til, s.s. ráðgjöf, þekkingarfærsla (e. knowledge and tech transfer), lögfræðiþjónusta, funda- og ráðstefnuhald og viðskiptahraðlar, auk náms og rannsókna. Í slíkum suðupotti er einfaldara að mynda tengsl milli fólks sem annars hefði ekki hist, hugmyndir verða til milli ólíkra þekkingarsviða, félagslíf verður fjölbreyttara, m.ö.o. að virkni í nærsamfélaginu verður meiri. Í mörgum borgum hefur mikilvægi háskóla hefur gegnt lykilhlutverki í að móta nýsköpunarstyrkleika svæðanna og þar með samkeppnishæfni, t.d. í Boston (líftækni), Stokkhólm (tækni og verkfræði) og Santa Cruz/San Franciso (hugbúnaður). Reykjavík hefur alla burði til að komast á svipaðan stað og þessar borgir þegar kemur að auka nýsköpun í samstarfi við háskóla. Slík framtíðarsýn kemur einmitt fram í nýlegri tilkynningu ráðuneytisins um lokun Nýsköpunarmiðstöðvar: „Komið verði á samstarfi ráðuneytisins, háskólasamfélagsins og atvinnulífs um rekstur nýsköpunargarða fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki. Þeir yrðu eins konar sjálfstætt framhald af hluta þeirrar starfsemi sem nú fer fram undir merkjum NMÍ, en rekstrarform yrði með öðrum hætti. Stefnt er að því að starfsemi nýsköpunargarða verði staðsett í Vatnsmýrinni.“ NMÍ er staðsett í jaðri borgarlandsins í Keldnaholti, fjarri ys og þys þekkingarsköpunar og þar sem flestir borgarbúar starfa. Það er einfaldlega óheppilegt út frá ofangreindu. Breyttir tímar frá því NMÍ var stofnuð NMÍ var stofnuð 2007 eftir sameiningu Iðntæknistofnunar og Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Stofnunin byggir því á grunni sem nær lengra aftur en 2007. Síðan þá hefur umhverfi nýsköpunar og frumkvöðla breyst óheyrilega mikið. Mun meiri stuðningur er í boði, fjöldi funda og viðburða ósambærilegur, nýsköpun hefur orðið aðgengilegri almenningi, fjölmiðlar fjalla meira um nýsköpun og frumkvöðla og hagsmunasamtök, fyrirtæki og stjórnvöld orðin ekki bara upplýst um mikilvægið, heldur hafa sett sér skýra stefnu um hvernig nýsköpun skuli best hagað með framþróun að leiðarljósi. Sem betur fer. Við erum í þessu saman. Það er því mikilvægt að verkefnin sem NMÍ sinnir fái nýjan farveg í nýjum búningi. Breyttir tímar kalla á nýja nálgun. Þannig verður forgangsraðað hvaða verkefnum skuli haldið áfram og fjármagni veitt í þau verkefni, en einhver lögð niður. Eða eins og segir í tilkynningu ráðuneytisins: „Unnið er að því að fara í gegnum alla samninga og skuldbindingar stofnunarinnar og tímaramma þeirra. Staðið verður við þá samninga og þær skuldbindingar sem að stofnuninni snúa. Skoðað verður hvernig verkefnin falla að nýjum áherslum í stuðningi við nýsköpun og í kjölfarið verður tekin ákvörðun um framhald þeirra.“ Stuðningur á landsbyggðinni efldur Innan NMÍ í dag eru fimm starfsgildi á landsbyggðinni. Markmið breytinganna er að efla stuðning við nýsköpun í góðu samráði við landshlutasamtök, atvinnuþróunarfélög, Byggðastofnun og atvinnulífið. Fjöldi stafrænna smiðja (FabLabs), sem hafa gefið gríðarlega góða raun, verður aukinn. Þetta er mikilvægt, því nýsköpun getur engan veginn verið bundin við höfuðborgarsvæðið. Aftur, við erum í þessu saman. NMÍ hefur ekki þjónustað alla nýsköpun Síðastliðin 10 ár hef ég starfað með hátt í 100 frumkvöðlafyrirtækjum af ólíkum gerðum, allt frá flóknum vélbúnaði til hugbúnaðar, framleiðslu til neytendavarnings og allt þar á milli. Allflest þessara fyrirtækja hafa reitt sig á þann ólíka stuðning sem í boði er á Íslandi, sjá meðfylgjandi mynd. Það er staðreynd að NMÍ hefur reynst ákveðnum geirum afar vel í sinni þjónustu. Á það einkum við um fyrirtæki sem tengjast iðnaði og flóknum tæknibúnaði sem jafnvel þurfa viðamiklar grunnrannsóknir. Þetta er eðlilegt út frá bakgrunni stofnunarinnar. Einnig hafa fyrirtæki á neytendamarkaði notið góðs af NMÍ. Þegar hins vegar kemur að hugbúnaði og tengdum greinum, stundum nefnt Hugvit, Nýsköpun og tækni (HNT), hefur þekking NMÍ og stuðningur við slík fyrirtæki verið takmarkaður. Þau hafa einfaldlega leitað annað. Ég þekki ótal dæmi þessa. Skipulag og starfsmannafjöldi NMÍ endurspeglar líka þessar áherslur, en eitt svið NMÍ af fimm sinnir frumkvöðlum og fyrirtækjum, eða um 15 stöðugildi af 73. Nýsköpunarumhverfið stendur frammi fyrir áskorunum Líkt og áður var nefnt hefur nýsköpunar- og frumkvöðlaumhverfið tekið stakkaskiptum, til hins betra, á síðustu 10 árum. Þó eru áskoranir framundan sem þarf að taka alvarlega. Ég er því þeirrar skoðunar að þetta skref um að leggja niður NMÍ í núverandi mynd og finna verkefnum hennar nýjan farveg sé mikið heillaskref í rétta átt. Þau sem starfa við og nálægt málaflokknum efast ekki um vilja og getu ráðherra nýsköpunarmála til að efla nýsköpun á Íslandi, gildir þá einu hvar þau standa í pólitík. Jafn stór breyting og um ræðir krefst hugrekkis. Þannig gerast framfarir, með áræðni, einbeittum vilja og sterkri framtíðarsýn. Höfundur hefur starfað við stuðning og fjárfestingar í nýsköpun sl. 10 ár Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Í vikunni tilkynnti Þórdís Kolbrún Reykfjörð, ráðherra nýsköpunarmála, um að Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ) yrði lokað um næstu áramót. Þetta er mikilvægt skref í átt að sterkara og heildstæðara umhverfi fyrir íslenska nýsköpun, sem á í harðri samkeppni við sambærileg umhverfi í nágrannalöndunum. Einhverjum kann að þykja fyrirsögnin þversögn. Hvernig getur lokun stofnunar sem hefur það markmið að styðja við nýsköpun verið framfaraskref? Nokkuð góð sátt virðist ríkja um það að aukin verðmætasköpun með tilstilli nýsköpunar sé mikilvæg fyrir þjóðarhag. Hér má telja til nokkur atriði. Samþjöppun þekkingar á háskólasvæðinu í Vatnsmýri Þekkt er í öllum löndum að sterk háskólasvæði og háskólar hafa mikið aðdráttarafl og hafa mikilvægu hlutverki að gegna í samfélögum. Skapandi, klárt, og ungt fólk er uppistaðan í slíku umhverfi. Fyrirtæki, ung og gömul, sækja í þekkingu sem þar er verið að skapa, ýmiskonar stoðeiningar verða til, s.s. ráðgjöf, þekkingarfærsla (e. knowledge and tech transfer), lögfræðiþjónusta, funda- og ráðstefnuhald og viðskiptahraðlar, auk náms og rannsókna. Í slíkum suðupotti er einfaldara að mynda tengsl milli fólks sem annars hefði ekki hist, hugmyndir verða til milli ólíkra þekkingarsviða, félagslíf verður fjölbreyttara, m.ö.o. að virkni í nærsamfélaginu verður meiri. Í mörgum borgum hefur mikilvægi háskóla hefur gegnt lykilhlutverki í að móta nýsköpunarstyrkleika svæðanna og þar með samkeppnishæfni, t.d. í Boston (líftækni), Stokkhólm (tækni og verkfræði) og Santa Cruz/San Franciso (hugbúnaður). Reykjavík hefur alla burði til að komast á svipaðan stað og þessar borgir þegar kemur að auka nýsköpun í samstarfi við háskóla. Slík framtíðarsýn kemur einmitt fram í nýlegri tilkynningu ráðuneytisins um lokun Nýsköpunarmiðstöðvar: „Komið verði á samstarfi ráðuneytisins, háskólasamfélagsins og atvinnulífs um rekstur nýsköpunargarða fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki. Þeir yrðu eins konar sjálfstætt framhald af hluta þeirrar starfsemi sem nú fer fram undir merkjum NMÍ, en rekstrarform yrði með öðrum hætti. Stefnt er að því að starfsemi nýsköpunargarða verði staðsett í Vatnsmýrinni.“ NMÍ er staðsett í jaðri borgarlandsins í Keldnaholti, fjarri ys og þys þekkingarsköpunar og þar sem flestir borgarbúar starfa. Það er einfaldlega óheppilegt út frá ofangreindu. Breyttir tímar frá því NMÍ var stofnuð NMÍ var stofnuð 2007 eftir sameiningu Iðntæknistofnunar og Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Stofnunin byggir því á grunni sem nær lengra aftur en 2007. Síðan þá hefur umhverfi nýsköpunar og frumkvöðla breyst óheyrilega mikið. Mun meiri stuðningur er í boði, fjöldi funda og viðburða ósambærilegur, nýsköpun hefur orðið aðgengilegri almenningi, fjölmiðlar fjalla meira um nýsköpun og frumkvöðla og hagsmunasamtök, fyrirtæki og stjórnvöld orðin ekki bara upplýst um mikilvægið, heldur hafa sett sér skýra stefnu um hvernig nýsköpun skuli best hagað með framþróun að leiðarljósi. Sem betur fer. Við erum í þessu saman. Það er því mikilvægt að verkefnin sem NMÍ sinnir fái nýjan farveg í nýjum búningi. Breyttir tímar kalla á nýja nálgun. Þannig verður forgangsraðað hvaða verkefnum skuli haldið áfram og fjármagni veitt í þau verkefni, en einhver lögð niður. Eða eins og segir í tilkynningu ráðuneytisins: „Unnið er að því að fara í gegnum alla samninga og skuldbindingar stofnunarinnar og tímaramma þeirra. Staðið verður við þá samninga og þær skuldbindingar sem að stofnuninni snúa. Skoðað verður hvernig verkefnin falla að nýjum áherslum í stuðningi við nýsköpun og í kjölfarið verður tekin ákvörðun um framhald þeirra.“ Stuðningur á landsbyggðinni efldur Innan NMÍ í dag eru fimm starfsgildi á landsbyggðinni. Markmið breytinganna er að efla stuðning við nýsköpun í góðu samráði við landshlutasamtök, atvinnuþróunarfélög, Byggðastofnun og atvinnulífið. Fjöldi stafrænna smiðja (FabLabs), sem hafa gefið gríðarlega góða raun, verður aukinn. Þetta er mikilvægt, því nýsköpun getur engan veginn verið bundin við höfuðborgarsvæðið. Aftur, við erum í þessu saman. NMÍ hefur ekki þjónustað alla nýsköpun Síðastliðin 10 ár hef ég starfað með hátt í 100 frumkvöðlafyrirtækjum af ólíkum gerðum, allt frá flóknum vélbúnaði til hugbúnaðar, framleiðslu til neytendavarnings og allt þar á milli. Allflest þessara fyrirtækja hafa reitt sig á þann ólíka stuðning sem í boði er á Íslandi, sjá meðfylgjandi mynd. Það er staðreynd að NMÍ hefur reynst ákveðnum geirum afar vel í sinni þjónustu. Á það einkum við um fyrirtæki sem tengjast iðnaði og flóknum tæknibúnaði sem jafnvel þurfa viðamiklar grunnrannsóknir. Þetta er eðlilegt út frá bakgrunni stofnunarinnar. Einnig hafa fyrirtæki á neytendamarkaði notið góðs af NMÍ. Þegar hins vegar kemur að hugbúnaði og tengdum greinum, stundum nefnt Hugvit, Nýsköpun og tækni (HNT), hefur þekking NMÍ og stuðningur við slík fyrirtæki verið takmarkaður. Þau hafa einfaldlega leitað annað. Ég þekki ótal dæmi þessa. Skipulag og starfsmannafjöldi NMÍ endurspeglar líka þessar áherslur, en eitt svið NMÍ af fimm sinnir frumkvöðlum og fyrirtækjum, eða um 15 stöðugildi af 73. Nýsköpunarumhverfið stendur frammi fyrir áskorunum Líkt og áður var nefnt hefur nýsköpunar- og frumkvöðlaumhverfið tekið stakkaskiptum, til hins betra, á síðustu 10 árum. Þó eru áskoranir framundan sem þarf að taka alvarlega. Ég er því þeirrar skoðunar að þetta skref um að leggja niður NMÍ í núverandi mynd og finna verkefnum hennar nýjan farveg sé mikið heillaskref í rétta átt. Þau sem starfa við og nálægt málaflokknum efast ekki um vilja og getu ráðherra nýsköpunarmála til að efla nýsköpun á Íslandi, gildir þá einu hvar þau standa í pólitík. Jafn stór breyting og um ræðir krefst hugrekkis. Þannig gerast framfarir, með áræðni, einbeittum vilja og sterkri framtíðarsýn. Höfundur hefur starfað við stuðning og fjárfestingar í nýsköpun sl. 10 ár
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun