Fyrirtækjalistinn verður birtur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. maí 2020 19:00 Listi yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda verður birtur. Unnið er að því að koma listanum í birtingarhæft form og er því ekki von á honum fyrr en líklega í næstu viku. Alls hafa ellefu þúsund afskráð sig úr hlutabótakerfinu frá því sem mest var. Ákall hefur verið um að birta fyritækjalistann og hefur kallið meðal annars komið frá ráðherrum. Vinnumálastofnun hefur nú tekið ákvörðun um birtingu. Enn á þó eftir að vinna listann og setja í birtingarhæfan búning og því verður hann ekki birtur fyrr en í næstu viku. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist þó stíga varlega til jarðar. „Ég er enn svolítið hugsi þrátt fyrir álit Persónuverndar og hef stuðning persónuverndarfulltrúa stofnunarinnar í því hvort það sé rétt að birta lista yfir fyrirtæki t.d. með fimm starfsmenn eða færri,“ sagði Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Hvaða áhyggjur hefur þú? „Ég hef bara áhyggjur af því að fólk geti fundið út hverjir það voru sem sóttu um greiðslur atvinnuleysisbóta í minnkuðu starfshlutfalli. Það eru einstaklingarnir sem sóttu um og það eru einstaklingarnir sem fengu greitt. Við komumst ekkert hjá því,“ sagði Unnur. Málið snúist því um traust. Ekki sé búið að ákveða hvort að fámenn fyrirtæki verði undanskilin listanum en Persónuvernd hefur sagt að slíkt verði til þess að tilgangurinn, sem er að tryggja almannahagsmuni og stuða að aðhaldi fyrir fyrirtæki, náist ekki fyllilega verði fyrirtæki með fáa starfsmenn undanskilin með öllu frá birtingu. Hluti af svari Persónuverndar til Vinnumálastofnunar vegna birtingar upplýsinga um nýtingu hlutabótaleiðar. Skjáskot úr frétt Atvinnuleysi jókst mjög í aprílmánuði þegar flestir þeirra sem skráðu sig í minnkað starfshlutfall í kjölfar kórónuveirufaraldursins komu af fullum þunga inn í atvinnuleysistölur. Heildaratvinnuleysi var 17,8%. Alls hafa ellefu þúsund afskráð sig úr hlutabótakerfinu frá því sem mest var. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Ellefu þúsund hætt á hlutabótum Atvinnuleysi í nýliðnum aprílmánuði var 17,8 prósent, samkvæmt útreikningum Vinnumálastofnunar. 15. maí 2020 14:14 Svona var 69. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 15. maí 2020 13:46 Persónuverndarlög stoppa ekki birtingu fyrirtækjalistans Þetta er mat Persónuverndar, sem þó undirstrikar að hún sker ekki úr um lögmæti birtingarinnar sem stofnunin telur að fari eftir upplýsingalögum. 13. maí 2020 11:40 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Listi yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda verður birtur. Unnið er að því að koma listanum í birtingarhæft form og er því ekki von á honum fyrr en líklega í næstu viku. Alls hafa ellefu þúsund afskráð sig úr hlutabótakerfinu frá því sem mest var. Ákall hefur verið um að birta fyritækjalistann og hefur kallið meðal annars komið frá ráðherrum. Vinnumálastofnun hefur nú tekið ákvörðun um birtingu. Enn á þó eftir að vinna listann og setja í birtingarhæfan búning og því verður hann ekki birtur fyrr en í næstu viku. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist þó stíga varlega til jarðar. „Ég er enn svolítið hugsi þrátt fyrir álit Persónuverndar og hef stuðning persónuverndarfulltrúa stofnunarinnar í því hvort það sé rétt að birta lista yfir fyrirtæki t.d. með fimm starfsmenn eða færri,“ sagði Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Hvaða áhyggjur hefur þú? „Ég hef bara áhyggjur af því að fólk geti fundið út hverjir það voru sem sóttu um greiðslur atvinnuleysisbóta í minnkuðu starfshlutfalli. Það eru einstaklingarnir sem sóttu um og það eru einstaklingarnir sem fengu greitt. Við komumst ekkert hjá því,“ sagði Unnur. Málið snúist því um traust. Ekki sé búið að ákveða hvort að fámenn fyrirtæki verði undanskilin listanum en Persónuvernd hefur sagt að slíkt verði til þess að tilgangurinn, sem er að tryggja almannahagsmuni og stuða að aðhaldi fyrir fyrirtæki, náist ekki fyllilega verði fyrirtæki með fáa starfsmenn undanskilin með öllu frá birtingu. Hluti af svari Persónuverndar til Vinnumálastofnunar vegna birtingar upplýsinga um nýtingu hlutabótaleiðar. Skjáskot úr frétt Atvinnuleysi jókst mjög í aprílmánuði þegar flestir þeirra sem skráðu sig í minnkað starfshlutfall í kjölfar kórónuveirufaraldursins komu af fullum þunga inn í atvinnuleysistölur. Heildaratvinnuleysi var 17,8%. Alls hafa ellefu þúsund afskráð sig úr hlutabótakerfinu frá því sem mest var.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Ellefu þúsund hætt á hlutabótum Atvinnuleysi í nýliðnum aprílmánuði var 17,8 prósent, samkvæmt útreikningum Vinnumálastofnunar. 15. maí 2020 14:14 Svona var 69. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 15. maí 2020 13:46 Persónuverndarlög stoppa ekki birtingu fyrirtækjalistans Þetta er mat Persónuverndar, sem þó undirstrikar að hún sker ekki úr um lögmæti birtingarinnar sem stofnunin telur að fari eftir upplýsingalögum. 13. maí 2020 11:40 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Ellefu þúsund hætt á hlutabótum Atvinnuleysi í nýliðnum aprílmánuði var 17,8 prósent, samkvæmt útreikningum Vinnumálastofnunar. 15. maí 2020 14:14
Svona var 69. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 15. maí 2020 13:46
Persónuverndarlög stoppa ekki birtingu fyrirtækjalistans Þetta er mat Persónuverndar, sem þó undirstrikar að hún sker ekki úr um lögmæti birtingarinnar sem stofnunin telur að fari eftir upplýsingalögum. 13. maí 2020 11:40