Búið að opna fyrir umferð um Hellisheiði á ný Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. janúar 2020 14:16 Veður var mjög slæmt á vettvangi við afleggjarann að Hellisheiðarvirkjun. Vísir/baldur Búið er að opna fyrir umferð um Hellisheiði á ný eftir að veginum var lokað þegar tvær rútur lentu út af á níunda tímanum í morgun. Veður var mjög slæmt á vettvangi, líkt og víðar á landinu í dag. Í tilkynningu frá Vegagerðinni frá því um rétt fyrir klukkan eitt kemur fram að Hellisheiði hafi aftur verið opnuð. Vegfarendum hafði verið bent um að fara hjáleið um Þrengsli á meðan viðbragðsaðilar athöfnuðu sig á vettvangi. Alls voru 38 ferðamenn í rútunum tveimur. Engan sakaði í óhappinu, hvers tildrög hafa enn ekki verið staðfest. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Selfossi sagði þó í samtali við fréttastofu í morgun að veðurfar hafi „örugglega spilað þarna inn í“. Hvasst var á vettvangi og mikið kóf, að sögn Odds. Færð er víða slæm annars staðar á landinu. Á Vesturlandi er vetrarfærð en víðast hvasst og búist við að skyggni versni töluvert á Holtavörðuheiði þegar líða tekur á daginn. Á Vestfjörðum hefur veginum um Þröskulda verið lokað vegna veðurs og verður það líklega til morguns. Bent er á hjáleið um Innstrandaveg. Vegurinn um Steingrímsfjarðarheiði er einnig lokaður. Þá er vegurinn um Klettsháls ófær. Á Norðurlandi hefur Siglufjarðarvegi um Almenninga verið lokað og stórhríð er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum. Fyrir austan er ófært um Vatnsskarð. Þá er þæfingsfærð á Sólheimavegi og Þingvallavegi austan Þingvallavatns, auk þess sem töluvert hvasst er austan Hafnar. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar bendir á að kuldaskil gangi yfir landið í dag frá suðri til norðurs, með snjókomu, skafrenningi og lélegu skyggni á fjallvegum. Þá verður einnig mjög hvasst, 19-23 m/s, á heiðum á norðvestanverðu landinu. Lægir og styttir upp í kvöld og nótt, fyrst syðst. Samgöngur Samgönguslys Veður Tengdar fréttir Hlúðu að ferðamönnunum í Hellisheiðarvirkjun Tvær rútur með 38 ferðamenn voru á austurleið þegar þær höfnuðu út af Suðurlandsvegi á Hellisheiði í morgun. 25. janúar 2020 11:18 Tvær rútur með á fjórða tug ferðamanna fuku út af veginum á Hellisheiði Ekki er talið að neinn sé alvarlega slasaður og viðbragð í samræmi við það. 25. janúar 2020 08:57 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Búið er að opna fyrir umferð um Hellisheiði á ný eftir að veginum var lokað þegar tvær rútur lentu út af á níunda tímanum í morgun. Veður var mjög slæmt á vettvangi, líkt og víðar á landinu í dag. Í tilkynningu frá Vegagerðinni frá því um rétt fyrir klukkan eitt kemur fram að Hellisheiði hafi aftur verið opnuð. Vegfarendum hafði verið bent um að fara hjáleið um Þrengsli á meðan viðbragðsaðilar athöfnuðu sig á vettvangi. Alls voru 38 ferðamenn í rútunum tveimur. Engan sakaði í óhappinu, hvers tildrög hafa enn ekki verið staðfest. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Selfossi sagði þó í samtali við fréttastofu í morgun að veðurfar hafi „örugglega spilað þarna inn í“. Hvasst var á vettvangi og mikið kóf, að sögn Odds. Færð er víða slæm annars staðar á landinu. Á Vesturlandi er vetrarfærð en víðast hvasst og búist við að skyggni versni töluvert á Holtavörðuheiði þegar líða tekur á daginn. Á Vestfjörðum hefur veginum um Þröskulda verið lokað vegna veðurs og verður það líklega til morguns. Bent er á hjáleið um Innstrandaveg. Vegurinn um Steingrímsfjarðarheiði er einnig lokaður. Þá er vegurinn um Klettsháls ófær. Á Norðurlandi hefur Siglufjarðarvegi um Almenninga verið lokað og stórhríð er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum. Fyrir austan er ófært um Vatnsskarð. Þá er þæfingsfærð á Sólheimavegi og Þingvallavegi austan Þingvallavatns, auk þess sem töluvert hvasst er austan Hafnar. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar bendir á að kuldaskil gangi yfir landið í dag frá suðri til norðurs, með snjókomu, skafrenningi og lélegu skyggni á fjallvegum. Þá verður einnig mjög hvasst, 19-23 m/s, á heiðum á norðvestanverðu landinu. Lægir og styttir upp í kvöld og nótt, fyrst syðst.
Samgöngur Samgönguslys Veður Tengdar fréttir Hlúðu að ferðamönnunum í Hellisheiðarvirkjun Tvær rútur með 38 ferðamenn voru á austurleið þegar þær höfnuðu út af Suðurlandsvegi á Hellisheiði í morgun. 25. janúar 2020 11:18 Tvær rútur með á fjórða tug ferðamanna fuku út af veginum á Hellisheiði Ekki er talið að neinn sé alvarlega slasaður og viðbragð í samræmi við það. 25. janúar 2020 08:57 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Hlúðu að ferðamönnunum í Hellisheiðarvirkjun Tvær rútur með 38 ferðamenn voru á austurleið þegar þær höfnuðu út af Suðurlandsvegi á Hellisheiði í morgun. 25. janúar 2020 11:18
Tvær rútur með á fjórða tug ferðamanna fuku út af veginum á Hellisheiði Ekki er talið að neinn sé alvarlega slasaður og viðbragð í samræmi við það. 25. janúar 2020 08:57