Innlent

Segir heilbrigðisyfirvöld vel undirbúin undir útbreiðslu kórónuveirunnar

Lillý Valgerður Pétursdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa

Heilbrigðisráðherra segir útbreiðslu kórónuveirunnar áhyggjuefni en heilbrigðisyfirvöld séu vel undirbúin útbreiðslu veirunnar á Íslandi.

„Við sjáum það líka á því að við erum að gera mjög vel í því að greina og halda öllu til haga. Við erum sennilega að prófa meira heldur en gerist og gengur í löndunum í kringum okkur og höfum því náð mjög utan um það hvað hér er að gerast,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.

Þá segir hún ljóst að allir séu að gera sitt besta. „Þetta er stórt mál, þetta er mjög stórt mál, en ég er hins vegar ofsalega ánægð með mitt fólk. Ég finn fyrir því hvað við erum með ofboðslega öflugt fagfólk í þessum embættum. Ég er að tala um landlækni, sóttvarnarlækni og forystu hér heilbrigðiskerfisins að öðru leyti,“ segir Svandís.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×