Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu og fyrrum samherji Sigursteins Gíslasonar hjá ÍA og KR, hefur sett saman myndband í minningu Sigursteins.
Sigursteinn lést þann 16. janúar síðastliðinn eftir baráttu við krabbamein, aðeins 43 ára gamall. Hann varð níu sinnum Íslandsmeistari á ferlinum með ÍA og KR og starfaði síðast sem þjálfari Leiknis.
Hann verður jarðsunginn á morgun en þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarsjóð fyrir börn Sigursteins. Reikningur: 0552-14-408888, kt: 590112-0110.
Steini Gísla minning.
