Skammar Colin Kaepernick um leið og hann hrósar Megan Rapinoe Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2019 13:30 Megan Rapinoe hefur verið frábær á HM. Getty/Maddie Meyer Bandaríski fjölmiðlamaðurinn Jason Whitlock er hrifinn af því sem bandaríska knattspyrnukonan Megan Rapinoe er að gera bæði innan sem utan vallar. Megan Rapinoe hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína inn á vellinum á HM kvenna í fótbolta en hún fær ekki síður athyglina fyrir það sem hún segir í viðtölum við fjölmiðla. Megan Rapinoe var ein af þeim íþróttamönnum í Bandaríkjunum sem mótmæltu misrétti í Bandaríkjunum með því að neita að standa á meðan bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður. Hún er óhrædd að tjá skoðun sína og er stoltur fulltrúi samkynhneigðra í Bandaríkjunum sem oftar en ekki eiga erfitt uppdráttar í landinu. NFL-leikmaðurinn Colin Kaepernick varð heimsfrægur fyrir að mótmæla á meðan þjóðsöngurinn var spilaður og úr varð stórmál í bandarísku þjóðfélagi þar sem Bandaríkjaforseti Donald Trump blandaði sér í málið. Megan Rapinoe hefur ekki verið hrædd við að tjá opinberlega óánægju sína með Donald Trump og segir það sem dæmdi ekki koma til greina að heimsækja hann í Hvíta húsið verði bandaríska liðið heimsmeistari í Frakklandi. Donald Trump skaut þá á hana og bað hana um að tala minna og ná árangri inn á vellinum. Rapinoe svaraði með því að skora bæði mörkin í sigri á Frökkum í átta liða úrslitunum. En aftur að Jason Whitlock og hrósi hans. Whitlock gagnrýndi Colin Kaepernick harðlega á sínum tíma en hann hrósar aftur á móti Megan Rapinoe. Hann segir Kaepernick ekki hafa innistæðu fyrir sinni gagnrýni og að hann hafi aðeins verið tækifærissinna. Whitlock hefur aftur á móti allt aðra skoðun á Megan Rapinoe sem er trú sinni sannfæringu og óhrædd að berjast fyrir sínum málstað. Það er hægt að hlusta á athyglisverðan pistil Whitlock um ástæðurnar fyrir ólíku mati hans á aðgerðasinnanum Colin Kaepernick og aðgerðasinnanum Megan Rapinoe hér fyrir neðan. Það er nefnilega nauðsynlegt fyrir aðgerðasinna að „þekkja muninn á Angelu Davis og Angelu Lansbury“ eins og Jason Whitlock kemst svo skemmtilega að orði hér fyrir neðan.Today’s Before We Go: Megan Rapinoe’s authenticity is what separates her from Colin Kaepernick. @WhitlockJasonpic.twitter.com/Sx17QgideB — Speak For Yourself (@SFY) July 1, 2019 Bandaríkin HM 2019 í Frakklandi Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Sjá meira
Bandaríski fjölmiðlamaðurinn Jason Whitlock er hrifinn af því sem bandaríska knattspyrnukonan Megan Rapinoe er að gera bæði innan sem utan vallar. Megan Rapinoe hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína inn á vellinum á HM kvenna í fótbolta en hún fær ekki síður athyglina fyrir það sem hún segir í viðtölum við fjölmiðla. Megan Rapinoe var ein af þeim íþróttamönnum í Bandaríkjunum sem mótmæltu misrétti í Bandaríkjunum með því að neita að standa á meðan bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður. Hún er óhrædd að tjá skoðun sína og er stoltur fulltrúi samkynhneigðra í Bandaríkjunum sem oftar en ekki eiga erfitt uppdráttar í landinu. NFL-leikmaðurinn Colin Kaepernick varð heimsfrægur fyrir að mótmæla á meðan þjóðsöngurinn var spilaður og úr varð stórmál í bandarísku þjóðfélagi þar sem Bandaríkjaforseti Donald Trump blandaði sér í málið. Megan Rapinoe hefur ekki verið hrædd við að tjá opinberlega óánægju sína með Donald Trump og segir það sem dæmdi ekki koma til greina að heimsækja hann í Hvíta húsið verði bandaríska liðið heimsmeistari í Frakklandi. Donald Trump skaut þá á hana og bað hana um að tala minna og ná árangri inn á vellinum. Rapinoe svaraði með því að skora bæði mörkin í sigri á Frökkum í átta liða úrslitunum. En aftur að Jason Whitlock og hrósi hans. Whitlock gagnrýndi Colin Kaepernick harðlega á sínum tíma en hann hrósar aftur á móti Megan Rapinoe. Hann segir Kaepernick ekki hafa innistæðu fyrir sinni gagnrýni og að hann hafi aðeins verið tækifærissinna. Whitlock hefur aftur á móti allt aðra skoðun á Megan Rapinoe sem er trú sinni sannfæringu og óhrædd að berjast fyrir sínum málstað. Það er hægt að hlusta á athyglisverðan pistil Whitlock um ástæðurnar fyrir ólíku mati hans á aðgerðasinnanum Colin Kaepernick og aðgerðasinnanum Megan Rapinoe hér fyrir neðan. Það er nefnilega nauðsynlegt fyrir aðgerðasinna að „þekkja muninn á Angelu Davis og Angelu Lansbury“ eins og Jason Whitlock kemst svo skemmtilega að orði hér fyrir neðan.Today’s Before We Go: Megan Rapinoe’s authenticity is what separates her from Colin Kaepernick. @WhitlockJasonpic.twitter.com/Sx17QgideB — Speak For Yourself (@SFY) July 1, 2019
Bandaríkin HM 2019 í Frakklandi Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Sjá meira