Skammar Colin Kaepernick um leið og hann hrósar Megan Rapinoe Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2019 13:30 Megan Rapinoe hefur verið frábær á HM. Getty/Maddie Meyer Bandaríski fjölmiðlamaðurinn Jason Whitlock er hrifinn af því sem bandaríska knattspyrnukonan Megan Rapinoe er að gera bæði innan sem utan vallar. Megan Rapinoe hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína inn á vellinum á HM kvenna í fótbolta en hún fær ekki síður athyglina fyrir það sem hún segir í viðtölum við fjölmiðla. Megan Rapinoe var ein af þeim íþróttamönnum í Bandaríkjunum sem mótmæltu misrétti í Bandaríkjunum með því að neita að standa á meðan bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður. Hún er óhrædd að tjá skoðun sína og er stoltur fulltrúi samkynhneigðra í Bandaríkjunum sem oftar en ekki eiga erfitt uppdráttar í landinu. NFL-leikmaðurinn Colin Kaepernick varð heimsfrægur fyrir að mótmæla á meðan þjóðsöngurinn var spilaður og úr varð stórmál í bandarísku þjóðfélagi þar sem Bandaríkjaforseti Donald Trump blandaði sér í málið. Megan Rapinoe hefur ekki verið hrædd við að tjá opinberlega óánægju sína með Donald Trump og segir það sem dæmdi ekki koma til greina að heimsækja hann í Hvíta húsið verði bandaríska liðið heimsmeistari í Frakklandi. Donald Trump skaut þá á hana og bað hana um að tala minna og ná árangri inn á vellinum. Rapinoe svaraði með því að skora bæði mörkin í sigri á Frökkum í átta liða úrslitunum. En aftur að Jason Whitlock og hrósi hans. Whitlock gagnrýndi Colin Kaepernick harðlega á sínum tíma en hann hrósar aftur á móti Megan Rapinoe. Hann segir Kaepernick ekki hafa innistæðu fyrir sinni gagnrýni og að hann hafi aðeins verið tækifærissinna. Whitlock hefur aftur á móti allt aðra skoðun á Megan Rapinoe sem er trú sinni sannfæringu og óhrædd að berjast fyrir sínum málstað. Það er hægt að hlusta á athyglisverðan pistil Whitlock um ástæðurnar fyrir ólíku mati hans á aðgerðasinnanum Colin Kaepernick og aðgerðasinnanum Megan Rapinoe hér fyrir neðan. Það er nefnilega nauðsynlegt fyrir aðgerðasinna að „þekkja muninn á Angelu Davis og Angelu Lansbury“ eins og Jason Whitlock kemst svo skemmtilega að orði hér fyrir neðan.Today’s Before We Go: Megan Rapinoe’s authenticity is what separates her from Colin Kaepernick. @WhitlockJasonpic.twitter.com/Sx17QgideB — Speak For Yourself (@SFY) July 1, 2019 Bandaríkin HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Sport Fleiri fréttir Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Sjá meira
Bandaríski fjölmiðlamaðurinn Jason Whitlock er hrifinn af því sem bandaríska knattspyrnukonan Megan Rapinoe er að gera bæði innan sem utan vallar. Megan Rapinoe hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína inn á vellinum á HM kvenna í fótbolta en hún fær ekki síður athyglina fyrir það sem hún segir í viðtölum við fjölmiðla. Megan Rapinoe var ein af þeim íþróttamönnum í Bandaríkjunum sem mótmæltu misrétti í Bandaríkjunum með því að neita að standa á meðan bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður. Hún er óhrædd að tjá skoðun sína og er stoltur fulltrúi samkynhneigðra í Bandaríkjunum sem oftar en ekki eiga erfitt uppdráttar í landinu. NFL-leikmaðurinn Colin Kaepernick varð heimsfrægur fyrir að mótmæla á meðan þjóðsöngurinn var spilaður og úr varð stórmál í bandarísku þjóðfélagi þar sem Bandaríkjaforseti Donald Trump blandaði sér í málið. Megan Rapinoe hefur ekki verið hrædd við að tjá opinberlega óánægju sína með Donald Trump og segir það sem dæmdi ekki koma til greina að heimsækja hann í Hvíta húsið verði bandaríska liðið heimsmeistari í Frakklandi. Donald Trump skaut þá á hana og bað hana um að tala minna og ná árangri inn á vellinum. Rapinoe svaraði með því að skora bæði mörkin í sigri á Frökkum í átta liða úrslitunum. En aftur að Jason Whitlock og hrósi hans. Whitlock gagnrýndi Colin Kaepernick harðlega á sínum tíma en hann hrósar aftur á móti Megan Rapinoe. Hann segir Kaepernick ekki hafa innistæðu fyrir sinni gagnrýni og að hann hafi aðeins verið tækifærissinna. Whitlock hefur aftur á móti allt aðra skoðun á Megan Rapinoe sem er trú sinni sannfæringu og óhrædd að berjast fyrir sínum málstað. Það er hægt að hlusta á athyglisverðan pistil Whitlock um ástæðurnar fyrir ólíku mati hans á aðgerðasinnanum Colin Kaepernick og aðgerðasinnanum Megan Rapinoe hér fyrir neðan. Það er nefnilega nauðsynlegt fyrir aðgerðasinna að „þekkja muninn á Angelu Davis og Angelu Lansbury“ eins og Jason Whitlock kemst svo skemmtilega að orði hér fyrir neðan.Today’s Before We Go: Megan Rapinoe’s authenticity is what separates her from Colin Kaepernick. @WhitlockJasonpic.twitter.com/Sx17QgideB — Speak For Yourself (@SFY) July 1, 2019
Bandaríkin HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Sport Fleiri fréttir Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Sjá meira