Telja vændiskonur hér á landi gerðar út af aðilum frá Austur-Evrópu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. júlí 2019 18:44 Grunur leikur á að vændiskonur frá Austur-Evrópu sem hafa selt vændi hér á landi að undanförnu séu þolendur mansals. Þeim sé stýrt af mönnum erlendis frá. Af samtali blaðamanns við lögregluna að dæma er óhætt að segja að starfsemin sé umfangsmikil. Konurnar virðast alltaf koma aftur og aftur til landsins og er því að minnsta kosti um skipulagða brotastarfsemi að ræða. Frá áramótum hefur verið lögð gríðarleg áhersla á þessi mál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en það sem af er ári hefur lögreglan yfirheyrt 48 meinta vændiskaupendur. Allt árið í fyrra voru þeir hins vegar aðeins níu talsins. Grunur leikur á að um mansal sé að ræða í einhverjum þessara mála.Lögreglan beinir sjónum sínum í auknum mæli að vændismálum Frá áramótum hefur verið lögð gríðarleg áhersla á vændismál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Flest málanna hafi verið upplýst með frumkvæðisrannsókn en grannt hefur verið fylgst með vefsíðum þar sem vændi er auglýst. Erla Dögg Guðmundsdóttir, lögreglufulltrúi hjá mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir markverða aukningu í sölu vændis hér á landi. „Þegar við byrjuðum markvisst að fylgjast með þá vorum við að sjá um það bil 30 vændiskonur starfandi á hverjum tíma. Það hefur orðið aukning á síðastliðnum mánuðum.“ Næstum allir fjörutíu og átta kaupendurnir sem lögregla hefur yfirheyrt á árinu eru íslenskir karlmenn. Erla segir þá vera af öllum stigum samfélagsins. Fyrstu brot í þessum málaflokki varða sektum sem geta náð upp í allt að tvö hundruð þúsund krónur. Sektin sé þó ekki það sem mennirnir hafi áhyggjur af. „Það vakir kannski helst fyrir þeim er að þetta spyrjist ekki út og ekki inn á heimilin,“ segir Erla.Upplifa sig ekki sem fórnarlömb mansals Vændiskonurnar eru í flestum tilfellanna frá Austur-Evrópu. Erla segir að í nokkrum tilfellanna leiki grunur á að það séu aðilar erlendis sem hagnist á starfsemi kvennanna og að um mansal sé að ræða. Málin séu þó flókin þar sem konurnar líti ekki á sig sem þolendur mansals, jafnvel þó lögreglu gruni sterklega að konunum sé stýrt af mönnum erlendis frá. Aðilarnir, sem einnig koma frá Austur Evrópu, hafi greitt fyrir flug þeirra til landsins sem og íbúðina þar sem vændið fer fram. Rannsókn sé enn í fullum gangi. „Fyrst að þeir eru alltaf staddir erlendis höfum við unnið málin í samstarfi við Europol,“ segir Erla og bætir við að áfram verði lögð mikil áhersla á vændismálin. „Ég myndi nú bara sega það að það er orðin töluverð áhætta fyrir menn að kaupa sér vændisþjónustu á Íslandi í dag,“ segir Erla að lokum. Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan með allar klær úti í vændis- og mansalsmálum Í nýrri afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram kynferðisbrotamálum hafi fjölgað töluvert í maímánuði. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar segir allar klær vera úti í vændis- og mansalsmálum sem útskýri fjölgunina. 27. júní 2019 19:45 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Grunur leikur á að vændiskonur frá Austur-Evrópu sem hafa selt vændi hér á landi að undanförnu séu þolendur mansals. Þeim sé stýrt af mönnum erlendis frá. Af samtali blaðamanns við lögregluna að dæma er óhætt að segja að starfsemin sé umfangsmikil. Konurnar virðast alltaf koma aftur og aftur til landsins og er því að minnsta kosti um skipulagða brotastarfsemi að ræða. Frá áramótum hefur verið lögð gríðarleg áhersla á þessi mál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en það sem af er ári hefur lögreglan yfirheyrt 48 meinta vændiskaupendur. Allt árið í fyrra voru þeir hins vegar aðeins níu talsins. Grunur leikur á að um mansal sé að ræða í einhverjum þessara mála.Lögreglan beinir sjónum sínum í auknum mæli að vændismálum Frá áramótum hefur verið lögð gríðarleg áhersla á vændismál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Flest málanna hafi verið upplýst með frumkvæðisrannsókn en grannt hefur verið fylgst með vefsíðum þar sem vændi er auglýst. Erla Dögg Guðmundsdóttir, lögreglufulltrúi hjá mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir markverða aukningu í sölu vændis hér á landi. „Þegar við byrjuðum markvisst að fylgjast með þá vorum við að sjá um það bil 30 vændiskonur starfandi á hverjum tíma. Það hefur orðið aukning á síðastliðnum mánuðum.“ Næstum allir fjörutíu og átta kaupendurnir sem lögregla hefur yfirheyrt á árinu eru íslenskir karlmenn. Erla segir þá vera af öllum stigum samfélagsins. Fyrstu brot í þessum málaflokki varða sektum sem geta náð upp í allt að tvö hundruð þúsund krónur. Sektin sé þó ekki það sem mennirnir hafi áhyggjur af. „Það vakir kannski helst fyrir þeim er að þetta spyrjist ekki út og ekki inn á heimilin,“ segir Erla.Upplifa sig ekki sem fórnarlömb mansals Vændiskonurnar eru í flestum tilfellanna frá Austur-Evrópu. Erla segir að í nokkrum tilfellanna leiki grunur á að það séu aðilar erlendis sem hagnist á starfsemi kvennanna og að um mansal sé að ræða. Málin séu þó flókin þar sem konurnar líti ekki á sig sem þolendur mansals, jafnvel þó lögreglu gruni sterklega að konunum sé stýrt af mönnum erlendis frá. Aðilarnir, sem einnig koma frá Austur Evrópu, hafi greitt fyrir flug þeirra til landsins sem og íbúðina þar sem vændið fer fram. Rannsókn sé enn í fullum gangi. „Fyrst að þeir eru alltaf staddir erlendis höfum við unnið málin í samstarfi við Europol,“ segir Erla og bætir við að áfram verði lögð mikil áhersla á vændismálin. „Ég myndi nú bara sega það að það er orðin töluverð áhætta fyrir menn að kaupa sér vændisþjónustu á Íslandi í dag,“ segir Erla að lokum.
Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan með allar klær úti í vændis- og mansalsmálum Í nýrri afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram kynferðisbrotamálum hafi fjölgað töluvert í maímánuði. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar segir allar klær vera úti í vændis- og mansalsmálum sem útskýri fjölgunina. 27. júní 2019 19:45 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Lögreglan með allar klær úti í vændis- og mansalsmálum Í nýrri afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram kynferðisbrotamálum hafi fjölgað töluvert í maímánuði. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar segir allar klær vera úti í vændis- og mansalsmálum sem útskýri fjölgunina. 27. júní 2019 19:45