Fótbolti

Rakitic: Er ekki kartöflupoki sem er hægt að gera hvað sem er við

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ivan Rakitic er ekki að hugsa sér til hreyfings.
Ivan Rakitic er ekki að hugsa sér til hreyfings. vísir/epa

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar hefur verið mikið orðaður við endurkomu til Barcelona en hann fór frá spænska félaginu til PSG sumarið 2017. Í því samhengi hefur verið nefnt að Ivan Rakitic fari sem hluti af kaupverðinu til franska liðsins en Króatinn vandar Barcelona ekki kveðjurnar í nýju viðtali.

Rakitic hefur unnið þrettán titla á tíma sínum hjá Barcelona og hann segir í nýju viðtali við Mundo Deportivo að það sé ekki hægt að gera hvað sem er við þennan 32 ára króatíska landsliðsmann.

„Ég skil stöðuna en ég er ekki kartöflupoki sem þú getur gert hvað sem er við. Ég vil vera þar sem mér finnst ég vera hluti af einhverju, borið virðing fyrir mér og liðið þarfnast mín. Ég verð sá eini sem tek þessa ákvörðun, enginn annar,“ sagði Króatinn.

Rakitic var fastamaður hjá Barca fyrir þessa leiktíð en með tilkomu Hollendingsins Frenkie de Jong hefur Rakitic einungis byrjað tíu leiki hjá Börsungum á þessari leiktíð en samningur hans rennur út sumarið 2021.

„Síðasta ár var það besta af þeim sex sem ég hef verið hér og ég var ósáttur hvernig var farið með mig. Ég var hissa á því og skil það ekki. Úrslitin hafa ekki verið upp á sitt besta og ég hef ekki spilað mikið. Þess vegna var ég vonsvikinn. Þetta var skrýtinn fyrri helmingur á tímabilinu og var óþægilegur fyrir mig. Ég vonandi get klárað samninginn sinn.“

Börsungar voru á toppi spænsku deildarinnar áður en allt var sett á ís vegna kórónuveirunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×