Innlent

Virk smit orðin færri en átta hundruð

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Alls hafa nú 1711 greinst með Covid-19 hér á landi.
Alls hafa nú 1711 greinst með Covid-19 hér á landi. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.711 hér á landi. Staðfestum smitum fjölgaði um tíu frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær en þá var greint frá 1701 nýju smiti. Af þeim tíu sem greindust síðastliðinn sólarhring voru níu í sóttkví við greiningu. Virk smit eru nú 770.

Þá eru 39 nú á sjúkrahúsi og níu á gjörgæslu vegna Covid-19, þar af fjórir í öndunarvél. Alls hefur 933 manns batnað af veikinni. Þá eru 2.711 manns í sóttkví og 770 veikir og því í einangrun. 15.978 manns hafa lokið sóttkví. Sýni hafa verið tekin úr 35.788 manns. Alls hafa átta látist af völdum sjúkdómsins hér á landi.

Klukkan tvö verður haldinn upplýsingafundur almannavarna og landlæknis þar sem farið verður yfir stöðu mála í sambandi við faraldurinn og farið yfir aðgerðir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, verða á staðnum til að upplýsa landsmenn um þróun mála með tilliti til kórónuveirunnar hér á landi. Þá munu Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, og Þorgrímur Þráinsson rithöfundur verða gestir fundarins, sem verður í beinni útsendingu hér á Vísi og Stöð 2 Vísi í kerfum Vodafone og Símans.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×