Covid-tengdum útköllum fækkaði um helgina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. apríl 2020 22:55 Bætt hefur verið í flota sjúkrabíla til að missa ekki fullbúna sjúkrabíla vegna Covid-tengdra flutninga. Vísir Kórónuveirutengdum útköllum hefur fækkað nú um helgina miðað við það sem var fyrr í vikunni. Þrátt fyrir að svo virðist sem við séum komin yfir versta hjalla faraldursins mun ekki hægja á sjúkraflutningum tengdum veirunni fyrr en í lok mánaðar. Þetta segir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Hann segir að vel hafi gengið að nota sérstaka Covid-sjúkrabíla sem teknir voru í notkun þegar veiran kom upp. Í þeim eru venjuleg sjúkrarúm en minni búnaður en séu tilfellin alvarleg er annar fullbúinn sjúkrabíll sendur með í útkallið svo hægt sé að taka stök tæki úr honum en ekki menga allan búnaðinn. Þegar Covid-tengdum útköllum er lokið þarf að sótthreinsa bílana. Það tekur allt að klukkutíma að hreinsa bílana en byrjað er á því að strjúka yfir alla fleti sem sjúkraflutningamennirnir ná til áður en sérstök sótthreinsivél er sett inn í bílinn sem úðar sótthreinsandi efni yfir hann allan. Vélin er kölluð sprengjan en eftir að hún hefur spreyjað efninu yfir þarf að bíða í fjörutíu til fimmtíu mínútur áður en hægt er að nota bílinn á ný. Sjúkrabílar sem notaðir eru til þess að flytja Covid19-smitaða eru frábrugðnir öðrum sjúkrabílum sem við þekkjum. Þá er einn sjúkrabíll sérstaklega notaður til þess að flytja gjörgæslusjúklinga.Vísir/Jóhann K. Sigurjón segir að þrátt fyrir þetta hafi almennum útköllum ekki seinkað. Ef upp komi neyðartilvik sé næsti bíll sendur á staðinn. Útkallstími eigi því ekki að verða lengri nema vegna þess að sjúkraflutningamenn þurfi að klæða sig í viðeigandi hlífðarbúnað. Þó segir hann að komið hafi upp tilfelli þar sem Covid-sjúklingar hafi þurft að komast upp á sjúkrahús en þurft að bíða vegna sótthreinsunar á bílum. „Við höldum sambandi við fólk til að vita stöðuna á því og það viti stöðuna á okkur,“ segir Sigurjón. Hann segir að Covid-tengd útköll verði að öllum líkindum á bilinu átta til tólf á sólarhring næstu tvær vikurnar áður en fari að hægja á þess konar útköllum, að því gefnu að þróun fjölda Covid-smita hér á landi verði í takt við þróunina síðustu daga. Eftir það muni hins vegar taka við tímabil þar sem mikið verði um flutninga vegna uppsafnaðra biðlista fyrir til að mynda aðgerðir og aðra heilbrigðisþjónustu sem hefur þurft að bíða á meðan á faraldrinum hefur staðið. Sjúkraflutningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Covid-sjúkrabílar frábrugðnir hefðbundnum sjúkrabílum Mikið álag er á sjúkraflutningamenn vegna kórónuveirufaraldursins. Sjúkrabílum hefur verið fjölgað til þess að missa ekki úr þá sem fyrir voru vegna sótthreinsunar. 12. apríl 2020 21:00 Ætla að flytja þungt haldinn Covid-19 sjúkling með sjúkraflugi frá Ísafirði Sex hafa látist af völdum Covid-19 sjúkdómsins hér á landi og tæplega sextán hundruð verið greindir. Flytja á karlmann sem er þungt haldinn af Covid-19 með sjúkraflugi frá Ísafirði. 6. apríl 2020 19:45 Samþykktu kjarasamninginn með yfirburðum Nýr kjarasamningur Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna við Samband íslenskra sveitarfélaga var samþykktur með miklum yfirburðum í rafrænni kosningu sem lauk í dag. 6. apríl 2020 15:01 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta tík vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Kórónuveirutengdum útköllum hefur fækkað nú um helgina miðað við það sem var fyrr í vikunni. Þrátt fyrir að svo virðist sem við séum komin yfir versta hjalla faraldursins mun ekki hægja á sjúkraflutningum tengdum veirunni fyrr en í lok mánaðar. Þetta segir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Hann segir að vel hafi gengið að nota sérstaka Covid-sjúkrabíla sem teknir voru í notkun þegar veiran kom upp. Í þeim eru venjuleg sjúkrarúm en minni búnaður en séu tilfellin alvarleg er annar fullbúinn sjúkrabíll sendur með í útkallið svo hægt sé að taka stök tæki úr honum en ekki menga allan búnaðinn. Þegar Covid-tengdum útköllum er lokið þarf að sótthreinsa bílana. Það tekur allt að klukkutíma að hreinsa bílana en byrjað er á því að strjúka yfir alla fleti sem sjúkraflutningamennirnir ná til áður en sérstök sótthreinsivél er sett inn í bílinn sem úðar sótthreinsandi efni yfir hann allan. Vélin er kölluð sprengjan en eftir að hún hefur spreyjað efninu yfir þarf að bíða í fjörutíu til fimmtíu mínútur áður en hægt er að nota bílinn á ný. Sjúkrabílar sem notaðir eru til þess að flytja Covid19-smitaða eru frábrugðnir öðrum sjúkrabílum sem við þekkjum. Þá er einn sjúkrabíll sérstaklega notaður til þess að flytja gjörgæslusjúklinga.Vísir/Jóhann K. Sigurjón segir að þrátt fyrir þetta hafi almennum útköllum ekki seinkað. Ef upp komi neyðartilvik sé næsti bíll sendur á staðinn. Útkallstími eigi því ekki að verða lengri nema vegna þess að sjúkraflutningamenn þurfi að klæða sig í viðeigandi hlífðarbúnað. Þó segir hann að komið hafi upp tilfelli þar sem Covid-sjúklingar hafi þurft að komast upp á sjúkrahús en þurft að bíða vegna sótthreinsunar á bílum. „Við höldum sambandi við fólk til að vita stöðuna á því og það viti stöðuna á okkur,“ segir Sigurjón. Hann segir að Covid-tengd útköll verði að öllum líkindum á bilinu átta til tólf á sólarhring næstu tvær vikurnar áður en fari að hægja á þess konar útköllum, að því gefnu að þróun fjölda Covid-smita hér á landi verði í takt við þróunina síðustu daga. Eftir það muni hins vegar taka við tímabil þar sem mikið verði um flutninga vegna uppsafnaðra biðlista fyrir til að mynda aðgerðir og aðra heilbrigðisþjónustu sem hefur þurft að bíða á meðan á faraldrinum hefur staðið.
Sjúkraflutningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Covid-sjúkrabílar frábrugðnir hefðbundnum sjúkrabílum Mikið álag er á sjúkraflutningamenn vegna kórónuveirufaraldursins. Sjúkrabílum hefur verið fjölgað til þess að missa ekki úr þá sem fyrir voru vegna sótthreinsunar. 12. apríl 2020 21:00 Ætla að flytja þungt haldinn Covid-19 sjúkling með sjúkraflugi frá Ísafirði Sex hafa látist af völdum Covid-19 sjúkdómsins hér á landi og tæplega sextán hundruð verið greindir. Flytja á karlmann sem er þungt haldinn af Covid-19 með sjúkraflugi frá Ísafirði. 6. apríl 2020 19:45 Samþykktu kjarasamninginn með yfirburðum Nýr kjarasamningur Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna við Samband íslenskra sveitarfélaga var samþykktur með miklum yfirburðum í rafrænni kosningu sem lauk í dag. 6. apríl 2020 15:01 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta tík vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Covid-sjúkrabílar frábrugðnir hefðbundnum sjúkrabílum Mikið álag er á sjúkraflutningamenn vegna kórónuveirufaraldursins. Sjúkrabílum hefur verið fjölgað til þess að missa ekki úr þá sem fyrir voru vegna sótthreinsunar. 12. apríl 2020 21:00
Ætla að flytja þungt haldinn Covid-19 sjúkling með sjúkraflugi frá Ísafirði Sex hafa látist af völdum Covid-19 sjúkdómsins hér á landi og tæplega sextán hundruð verið greindir. Flytja á karlmann sem er þungt haldinn af Covid-19 með sjúkraflugi frá Ísafirði. 6. apríl 2020 19:45
Samþykktu kjarasamninginn með yfirburðum Nýr kjarasamningur Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna við Samband íslenskra sveitarfélaga var samþykktur með miklum yfirburðum í rafrænni kosningu sem lauk í dag. 6. apríl 2020 15:01