Covid-tengdum útköllum fækkaði um helgina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. apríl 2020 22:55 Bætt hefur verið í flota sjúkrabíla til að missa ekki fullbúna sjúkrabíla vegna Covid-tengdra flutninga. Vísir Kórónuveirutengdum útköllum hefur fækkað nú um helgina miðað við það sem var fyrr í vikunni. Þrátt fyrir að svo virðist sem við séum komin yfir versta hjalla faraldursins mun ekki hægja á sjúkraflutningum tengdum veirunni fyrr en í lok mánaðar. Þetta segir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Hann segir að vel hafi gengið að nota sérstaka Covid-sjúkrabíla sem teknir voru í notkun þegar veiran kom upp. Í þeim eru venjuleg sjúkrarúm en minni búnaður en séu tilfellin alvarleg er annar fullbúinn sjúkrabíll sendur með í útkallið svo hægt sé að taka stök tæki úr honum en ekki menga allan búnaðinn. Þegar Covid-tengdum útköllum er lokið þarf að sótthreinsa bílana. Það tekur allt að klukkutíma að hreinsa bílana en byrjað er á því að strjúka yfir alla fleti sem sjúkraflutningamennirnir ná til áður en sérstök sótthreinsivél er sett inn í bílinn sem úðar sótthreinsandi efni yfir hann allan. Vélin er kölluð sprengjan en eftir að hún hefur spreyjað efninu yfir þarf að bíða í fjörutíu til fimmtíu mínútur áður en hægt er að nota bílinn á ný. Sjúkrabílar sem notaðir eru til þess að flytja Covid19-smitaða eru frábrugðnir öðrum sjúkrabílum sem við þekkjum. Þá er einn sjúkrabíll sérstaklega notaður til þess að flytja gjörgæslusjúklinga.Vísir/Jóhann K. Sigurjón segir að þrátt fyrir þetta hafi almennum útköllum ekki seinkað. Ef upp komi neyðartilvik sé næsti bíll sendur á staðinn. Útkallstími eigi því ekki að verða lengri nema vegna þess að sjúkraflutningamenn þurfi að klæða sig í viðeigandi hlífðarbúnað. Þó segir hann að komið hafi upp tilfelli þar sem Covid-sjúklingar hafi þurft að komast upp á sjúkrahús en þurft að bíða vegna sótthreinsunar á bílum. „Við höldum sambandi við fólk til að vita stöðuna á því og það viti stöðuna á okkur,“ segir Sigurjón. Hann segir að Covid-tengd útköll verði að öllum líkindum á bilinu átta til tólf á sólarhring næstu tvær vikurnar áður en fari að hægja á þess konar útköllum, að því gefnu að þróun fjölda Covid-smita hér á landi verði í takt við þróunina síðustu daga. Eftir það muni hins vegar taka við tímabil þar sem mikið verði um flutninga vegna uppsafnaðra biðlista fyrir til að mynda aðgerðir og aðra heilbrigðisþjónustu sem hefur þurft að bíða á meðan á faraldrinum hefur staðið. Sjúkraflutningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Covid-sjúkrabílar frábrugðnir hefðbundnum sjúkrabílum Mikið álag er á sjúkraflutningamenn vegna kórónuveirufaraldursins. Sjúkrabílum hefur verið fjölgað til þess að missa ekki úr þá sem fyrir voru vegna sótthreinsunar. 12. apríl 2020 21:00 Ætla að flytja þungt haldinn Covid-19 sjúkling með sjúkraflugi frá Ísafirði Sex hafa látist af völdum Covid-19 sjúkdómsins hér á landi og tæplega sextán hundruð verið greindir. Flytja á karlmann sem er þungt haldinn af Covid-19 með sjúkraflugi frá Ísafirði. 6. apríl 2020 19:45 Samþykktu kjarasamninginn með yfirburðum Nýr kjarasamningur Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna við Samband íslenskra sveitarfélaga var samþykktur með miklum yfirburðum í rafrænni kosningu sem lauk í dag. 6. apríl 2020 15:01 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Kórónuveirutengdum útköllum hefur fækkað nú um helgina miðað við það sem var fyrr í vikunni. Þrátt fyrir að svo virðist sem við séum komin yfir versta hjalla faraldursins mun ekki hægja á sjúkraflutningum tengdum veirunni fyrr en í lok mánaðar. Þetta segir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Hann segir að vel hafi gengið að nota sérstaka Covid-sjúkrabíla sem teknir voru í notkun þegar veiran kom upp. Í þeim eru venjuleg sjúkrarúm en minni búnaður en séu tilfellin alvarleg er annar fullbúinn sjúkrabíll sendur með í útkallið svo hægt sé að taka stök tæki úr honum en ekki menga allan búnaðinn. Þegar Covid-tengdum útköllum er lokið þarf að sótthreinsa bílana. Það tekur allt að klukkutíma að hreinsa bílana en byrjað er á því að strjúka yfir alla fleti sem sjúkraflutningamennirnir ná til áður en sérstök sótthreinsivél er sett inn í bílinn sem úðar sótthreinsandi efni yfir hann allan. Vélin er kölluð sprengjan en eftir að hún hefur spreyjað efninu yfir þarf að bíða í fjörutíu til fimmtíu mínútur áður en hægt er að nota bílinn á ný. Sjúkrabílar sem notaðir eru til þess að flytja Covid19-smitaða eru frábrugðnir öðrum sjúkrabílum sem við þekkjum. Þá er einn sjúkrabíll sérstaklega notaður til þess að flytja gjörgæslusjúklinga.Vísir/Jóhann K. Sigurjón segir að þrátt fyrir þetta hafi almennum útköllum ekki seinkað. Ef upp komi neyðartilvik sé næsti bíll sendur á staðinn. Útkallstími eigi því ekki að verða lengri nema vegna þess að sjúkraflutningamenn þurfi að klæða sig í viðeigandi hlífðarbúnað. Þó segir hann að komið hafi upp tilfelli þar sem Covid-sjúklingar hafi þurft að komast upp á sjúkrahús en þurft að bíða vegna sótthreinsunar á bílum. „Við höldum sambandi við fólk til að vita stöðuna á því og það viti stöðuna á okkur,“ segir Sigurjón. Hann segir að Covid-tengd útköll verði að öllum líkindum á bilinu átta til tólf á sólarhring næstu tvær vikurnar áður en fari að hægja á þess konar útköllum, að því gefnu að þróun fjölda Covid-smita hér á landi verði í takt við þróunina síðustu daga. Eftir það muni hins vegar taka við tímabil þar sem mikið verði um flutninga vegna uppsafnaðra biðlista fyrir til að mynda aðgerðir og aðra heilbrigðisþjónustu sem hefur þurft að bíða á meðan á faraldrinum hefur staðið.
Sjúkraflutningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Covid-sjúkrabílar frábrugðnir hefðbundnum sjúkrabílum Mikið álag er á sjúkraflutningamenn vegna kórónuveirufaraldursins. Sjúkrabílum hefur verið fjölgað til þess að missa ekki úr þá sem fyrir voru vegna sótthreinsunar. 12. apríl 2020 21:00 Ætla að flytja þungt haldinn Covid-19 sjúkling með sjúkraflugi frá Ísafirði Sex hafa látist af völdum Covid-19 sjúkdómsins hér á landi og tæplega sextán hundruð verið greindir. Flytja á karlmann sem er þungt haldinn af Covid-19 með sjúkraflugi frá Ísafirði. 6. apríl 2020 19:45 Samþykktu kjarasamninginn með yfirburðum Nýr kjarasamningur Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna við Samband íslenskra sveitarfélaga var samþykktur með miklum yfirburðum í rafrænni kosningu sem lauk í dag. 6. apríl 2020 15:01 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Covid-sjúkrabílar frábrugðnir hefðbundnum sjúkrabílum Mikið álag er á sjúkraflutningamenn vegna kórónuveirufaraldursins. Sjúkrabílum hefur verið fjölgað til þess að missa ekki úr þá sem fyrir voru vegna sótthreinsunar. 12. apríl 2020 21:00
Ætla að flytja þungt haldinn Covid-19 sjúkling með sjúkraflugi frá Ísafirði Sex hafa látist af völdum Covid-19 sjúkdómsins hér á landi og tæplega sextán hundruð verið greindir. Flytja á karlmann sem er þungt haldinn af Covid-19 með sjúkraflugi frá Ísafirði. 6. apríl 2020 19:45
Samþykktu kjarasamninginn með yfirburðum Nýr kjarasamningur Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna við Samband íslenskra sveitarfélaga var samþykktur með miklum yfirburðum í rafrænni kosningu sem lauk í dag. 6. apríl 2020 15:01
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels