Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Kjartan Kjartansson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 22. janúar 2020 18:07 Björn H. Halldórsson, framkvæmdarstjóri Sorpu. Stöð 2 Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi (GAJA) eru til skoðunar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn Sorpu vegna skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar, sem birt var í dag. Skýrslan var unnin að beiðni stjórnar Sorpu, en Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar var einnig falið að gera úttekt á stjórnarháttum félagsins. Stjórn Sorpu fékk skýrsluna í hendurnar þann 30. desember síðastliðinn. Þann sama dag fékk Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, eintak af skýrslunni í sínar hendur. Þann 6. janúar var honum í kjölfarið gefinn frestur til að koma andmælum sínum og athugasemdum á framfæri við stjórn félagsins.Sjá einnig: 1,4 milljarða króna viðbótarkostnaður hjá Sorpu Úttekt Innra eftirlits var tekin til efnislegrar meðferðar á fundi stjórnar í dag, og í kjölfarið birt á vef Sorpu. Á stjórnarfundinum í dag var samþykkt að „afþakka vinnuframlag framkvæmdastjóra félagsins á meðan mál hans er til meðferðar innan stjórnar.“ Í tilkynningunni sem stjórn Sorpu sendi frá sér kemur fram að stjórnin muni á næstu mánuðum rýna nánar í efni úttektarinnar og leita leiða til að efla yfirsýn stjórnarhætti og eftirlitsþætti félagsins í samráði við eigendur sína, en Sorpa er rekin sem byggðasamlag í eigu Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar, Seltjarnarnesbæjar, Kópavogsbæjar, Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Þá kemur einnig fram í tilkynningunni að forsvarsmenn félagsins muni ekki tjá sig um efni skýrslunnar eða frekari viðbrögð við henni fyrr en andmælafrestur Björns rennur út, og stjórninni hefur gefist tækifæri til að gaumgæfa viðbrögð hans. Frá stjórnarfundi Sorpu í dag.Vísir/Frikki Stjórnin ekki upplýst um nýja áætlun Innri endurskoðunin taldi að alvarlegur misbrestur hefði orðið á upplýsingagjöf framkvæmdastjóra til stjórnar SORPU þegar verkfræðistofan Mannvit lagði fram nýja áætlun aðeins mánuði eftir að fimm ára áætlun SORPU var samþykkt af stjórn í október árið 2018. Hún var hálfum milljarði hærri en stjórnin hafði ráðgert. Stjórnin var aldrei upplýst um nýju áætlunina og ekki var fjallað um hana í stjórninni. Taldi endurskoðunin að framkvæmdastjóranum hafi borið að leggja áætlunina fyrir stjórnina svo hún gæti ákveðið hvort þörf væri að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun. Kostnaðaráætlanir vegna GAJA reyndust vanmetnar og framsetning þeirra byggði ekki á viðurkenndum viðmiðum og verkferlum, að mati endurskoðunarinnar. Útreikningar endurskoðunarinnar benda til þess að frávik frá grunnáætlunum á ákvörðunarstigi verði yfir 50% þegar GAJA verður tekin í notkun. Innri endurskoðunin gagnrýnir jafnframt að framvinduskýrslur framkvæmdastjórans til stjórnar vegna framkvæmdarinnar hafi verið ómarkvissar og stundum með röngum upplýsingum. Stýrihópur eigendavettvangs og rýnihópur stjórnar SORPU hafi reynst lítt virkir og það hafi haft veruleg áhrif á möguleika þeirra til að sinna eftirlitshlutverki sínu. Telur innri endurskoðunin sérstaklega óheppilegt hversu ábótavant upplýsingagjöf framkvæmdastjórans var í ljósi reynsluleysi nýrra fulltrúa sem voru skipaðir í stjórn SORPU eftir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2018. Framkvæmdastjórinn sagði að hvorki stjórnarformaður né aðrir stjórnarmenn hefðu haft frumkvæði að því að afla upplýsinga um heildarkostnað á hverjum tíma til að bera saman við áætlanir. Birkir Jón Jónsson, stjórnarformaður Sorpu, segir tækifæri felast í innihaldi skýrslunnar, þrátt fyrir að hún sé vissulega áfellisdómur.Vísir Birkir Jón Jónsson, stjórnarformaður Sorpu, ítrekaði í viðtali við Stöð 2 í kvöld, að stjórn félagsins hygðist að svo stöddu ekki tjá sig efnislega um efni skýrslunnar. „Almennt má segja að það hafi verið mikil frávik í áætlanagerð og eftirliti og yfirsýn með framkvæmdinni og ég held að þessi skýrsla, þó að hún sé vissulega áfellisdómur, þá séu mikil tækifæri og ábendingar sem í henni felast,“ sagði Birkir. Hann vilji skoða málið í víðara samhengi, horfa til samlagsfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í heild sinni og skoða þannig hvort hægt sé að koma á fót skilvirkara fyrirkomulagi en nú er, á grundvelli skýrslunnar. „Hugsanlega með einhverskonar samlegðaráhrifum í áætlanagerð, bókhaldi og fleira mætti nefna.“ Reykjavík Sorpa Tengdar fréttir 1,4 milljarða króna viðbótarkostnaður hjá Sorpu Breytingar á fjárfestingaáætlun Sorpu til næstu fjögurra ára voru samþykktar á stjórnarfundi félagsins í dag. Viðbótarkostnaðurinn nemur í heildina um 1,4 milljörðum króna. 2. september 2019 16:00 Mistök í fjárfestingaráætlun Sorpu óskiljanleg og óheppileg að sögn framkvæmdastjóra Stjórnendur Sorpu láðist að færa 900 milljóna kostnað vegna tækjabúnaðar og verðbóta inn í fjárfestingaráætlun en alls hækkar viðbótarkostnaður til næstu fjögurra ára um tæplega 1,4 milljarða. Framkvæmdarstjórinn segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur. 3. september 2019 12:00 Fela innri endurskoðun að gera úttekt á starfsemi og stjórnarháttum Sorpu Stjórn Sorpu bs. hefur ákveðið að fela innri endurskoðun að gera úttekt á Sorpu bs. 1. október 2019 13:41 Borgarstjóri leggur blessun sína yfir 1,4 milljarð til Sorpu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavíkr, lagði tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna Sorpu fyrir árið 2019 á fundi borgarráðs í gær. Var ákveðið að vísa tillögunni áfram til borgarstjórnar. 13. september 2019 12:34 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi (GAJA) eru til skoðunar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn Sorpu vegna skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar, sem birt var í dag. Skýrslan var unnin að beiðni stjórnar Sorpu, en Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar var einnig falið að gera úttekt á stjórnarháttum félagsins. Stjórn Sorpu fékk skýrsluna í hendurnar þann 30. desember síðastliðinn. Þann sama dag fékk Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, eintak af skýrslunni í sínar hendur. Þann 6. janúar var honum í kjölfarið gefinn frestur til að koma andmælum sínum og athugasemdum á framfæri við stjórn félagsins.Sjá einnig: 1,4 milljarða króna viðbótarkostnaður hjá Sorpu Úttekt Innra eftirlits var tekin til efnislegrar meðferðar á fundi stjórnar í dag, og í kjölfarið birt á vef Sorpu. Á stjórnarfundinum í dag var samþykkt að „afþakka vinnuframlag framkvæmdastjóra félagsins á meðan mál hans er til meðferðar innan stjórnar.“ Í tilkynningunni sem stjórn Sorpu sendi frá sér kemur fram að stjórnin muni á næstu mánuðum rýna nánar í efni úttektarinnar og leita leiða til að efla yfirsýn stjórnarhætti og eftirlitsþætti félagsins í samráði við eigendur sína, en Sorpa er rekin sem byggðasamlag í eigu Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar, Seltjarnarnesbæjar, Kópavogsbæjar, Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Þá kemur einnig fram í tilkynningunni að forsvarsmenn félagsins muni ekki tjá sig um efni skýrslunnar eða frekari viðbrögð við henni fyrr en andmælafrestur Björns rennur út, og stjórninni hefur gefist tækifæri til að gaumgæfa viðbrögð hans. Frá stjórnarfundi Sorpu í dag.Vísir/Frikki Stjórnin ekki upplýst um nýja áætlun Innri endurskoðunin taldi að alvarlegur misbrestur hefði orðið á upplýsingagjöf framkvæmdastjóra til stjórnar SORPU þegar verkfræðistofan Mannvit lagði fram nýja áætlun aðeins mánuði eftir að fimm ára áætlun SORPU var samþykkt af stjórn í október árið 2018. Hún var hálfum milljarði hærri en stjórnin hafði ráðgert. Stjórnin var aldrei upplýst um nýju áætlunina og ekki var fjallað um hana í stjórninni. Taldi endurskoðunin að framkvæmdastjóranum hafi borið að leggja áætlunina fyrir stjórnina svo hún gæti ákveðið hvort þörf væri að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun. Kostnaðaráætlanir vegna GAJA reyndust vanmetnar og framsetning þeirra byggði ekki á viðurkenndum viðmiðum og verkferlum, að mati endurskoðunarinnar. Útreikningar endurskoðunarinnar benda til þess að frávik frá grunnáætlunum á ákvörðunarstigi verði yfir 50% þegar GAJA verður tekin í notkun. Innri endurskoðunin gagnrýnir jafnframt að framvinduskýrslur framkvæmdastjórans til stjórnar vegna framkvæmdarinnar hafi verið ómarkvissar og stundum með röngum upplýsingum. Stýrihópur eigendavettvangs og rýnihópur stjórnar SORPU hafi reynst lítt virkir og það hafi haft veruleg áhrif á möguleika þeirra til að sinna eftirlitshlutverki sínu. Telur innri endurskoðunin sérstaklega óheppilegt hversu ábótavant upplýsingagjöf framkvæmdastjórans var í ljósi reynsluleysi nýrra fulltrúa sem voru skipaðir í stjórn SORPU eftir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2018. Framkvæmdastjórinn sagði að hvorki stjórnarformaður né aðrir stjórnarmenn hefðu haft frumkvæði að því að afla upplýsinga um heildarkostnað á hverjum tíma til að bera saman við áætlanir. Birkir Jón Jónsson, stjórnarformaður Sorpu, segir tækifæri felast í innihaldi skýrslunnar, þrátt fyrir að hún sé vissulega áfellisdómur.Vísir Birkir Jón Jónsson, stjórnarformaður Sorpu, ítrekaði í viðtali við Stöð 2 í kvöld, að stjórn félagsins hygðist að svo stöddu ekki tjá sig efnislega um efni skýrslunnar. „Almennt má segja að það hafi verið mikil frávik í áætlanagerð og eftirliti og yfirsýn með framkvæmdinni og ég held að þessi skýrsla, þó að hún sé vissulega áfellisdómur, þá séu mikil tækifæri og ábendingar sem í henni felast,“ sagði Birkir. Hann vilji skoða málið í víðara samhengi, horfa til samlagsfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í heild sinni og skoða þannig hvort hægt sé að koma á fót skilvirkara fyrirkomulagi en nú er, á grundvelli skýrslunnar. „Hugsanlega með einhverskonar samlegðaráhrifum í áætlanagerð, bókhaldi og fleira mætti nefna.“
Reykjavík Sorpa Tengdar fréttir 1,4 milljarða króna viðbótarkostnaður hjá Sorpu Breytingar á fjárfestingaáætlun Sorpu til næstu fjögurra ára voru samþykktar á stjórnarfundi félagsins í dag. Viðbótarkostnaðurinn nemur í heildina um 1,4 milljörðum króna. 2. september 2019 16:00 Mistök í fjárfestingaráætlun Sorpu óskiljanleg og óheppileg að sögn framkvæmdastjóra Stjórnendur Sorpu láðist að færa 900 milljóna kostnað vegna tækjabúnaðar og verðbóta inn í fjárfestingaráætlun en alls hækkar viðbótarkostnaður til næstu fjögurra ára um tæplega 1,4 milljarða. Framkvæmdarstjórinn segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur. 3. september 2019 12:00 Fela innri endurskoðun að gera úttekt á starfsemi og stjórnarháttum Sorpu Stjórn Sorpu bs. hefur ákveðið að fela innri endurskoðun að gera úttekt á Sorpu bs. 1. október 2019 13:41 Borgarstjóri leggur blessun sína yfir 1,4 milljarð til Sorpu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavíkr, lagði tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna Sorpu fyrir árið 2019 á fundi borgarráðs í gær. Var ákveðið að vísa tillögunni áfram til borgarstjórnar. 13. september 2019 12:34 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
1,4 milljarða króna viðbótarkostnaður hjá Sorpu Breytingar á fjárfestingaáætlun Sorpu til næstu fjögurra ára voru samþykktar á stjórnarfundi félagsins í dag. Viðbótarkostnaðurinn nemur í heildina um 1,4 milljörðum króna. 2. september 2019 16:00
Mistök í fjárfestingaráætlun Sorpu óskiljanleg og óheppileg að sögn framkvæmdastjóra Stjórnendur Sorpu láðist að færa 900 milljóna kostnað vegna tækjabúnaðar og verðbóta inn í fjárfestingaráætlun en alls hækkar viðbótarkostnaður til næstu fjögurra ára um tæplega 1,4 milljarða. Framkvæmdarstjórinn segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur. 3. september 2019 12:00
Fela innri endurskoðun að gera úttekt á starfsemi og stjórnarháttum Sorpu Stjórn Sorpu bs. hefur ákveðið að fela innri endurskoðun að gera úttekt á Sorpu bs. 1. október 2019 13:41
Borgarstjóri leggur blessun sína yfir 1,4 milljarð til Sorpu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavíkr, lagði tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna Sorpu fyrir árið 2019 á fundi borgarráðs í gær. Var ákveðið að vísa tillögunni áfram til borgarstjórnar. 13. september 2019 12:34
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent