Rannsaka sýni úr bakvarðasveitinni í kvöld Sylvía Hall skrifar 10. apríl 2020 22:38 Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Vísir Sýni sem tekin voru úr öðrum meðlimum bakvarðasveitarinnar á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík verða rannsökuð í kvöld. Konan sem var handtekin var send í veirupróf eftir handtökuna. Allir úr bakvarðasveitinni þurftu að fara á farsóttarheimili vegna konunnar. Konunni var sleppt úr haldi eftir yfirheyrslu í dag en hún lýtur reglum um sóttkví. Samkvæmt heimildum fréttastofu framvísaði konan erlendum gögnum um starfsréttindi en konan deildi vistarverum með öðrum úr bakvarðarsveitinni. Sjá einnig: Allir úr bakvarðasveitinni í Bolungarvík þurftu að fara á farsóttarheimili vegna konunnar sem var handtekin Á vef RÚV er haft eftir Gylfa Ólafssyni, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, að aðrir starfsmenn bakvarðasveitarinnar muni nú vinna eftir fyrirkomulagi sem kallast sóttkví B. Það fyrirkomulag var þróað á Landspítala og er viðhaft þegar lítil hætta er talin vera á smiti en þörf er á að grípa til varúðarráðstafana. Starfsfólk mun því fara til vinnu í fullum hlífðarbúnaði. Þá er sérstök vakt á veirufræðideildinni sem mun rannsaka sýnin um leið og þau koma til Reykjavíkur og því gæti niðurstaða legið fyrir í nótt. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Gylfi að verkferlar yrðu skoðaðir við val úr bakvarðasveit. „Í þessu tilviki verður að líta til þess að það var verið að safna saman í bakvarðarsveit með mjög skömmum fyrirvara við fordæmalausar aðstæður. Við höfum alltaf treyst á fólk og gerðum allt sem sneri að þessum starfsmanni í góðri trú,“ sagði Gylfi. „Jú, maður þarf alltaf að vera á varðbergi. En ég held að allir skilji hvernig aðstæðurnar voru í þessu tilviki.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Tengdar fréttir Allir úr bakvarðasveitinni í Bolungarvík þurftu að fara á farsóttarheimili vegna konunnar sem var handtekin Allir úr bakvarðarsveit sem starfa á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru vistaðir á farsóttarheimili eftir að ein úr sveitinni var handtekin grunuð um skjalafals og þjófnað. 10. apríl 2020 19:17 Kona úr bakvarðasveit handtekin vegna gruns um skjalafals og lyfjastuld Lögreglan handtók konu úr bakvarðasveit heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sem starfað hefur í vikunni á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. 10. apríl 2020 14:06 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fleiri fréttir Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Sjá meira
Sýni sem tekin voru úr öðrum meðlimum bakvarðasveitarinnar á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík verða rannsökuð í kvöld. Konan sem var handtekin var send í veirupróf eftir handtökuna. Allir úr bakvarðasveitinni þurftu að fara á farsóttarheimili vegna konunnar. Konunni var sleppt úr haldi eftir yfirheyrslu í dag en hún lýtur reglum um sóttkví. Samkvæmt heimildum fréttastofu framvísaði konan erlendum gögnum um starfsréttindi en konan deildi vistarverum með öðrum úr bakvarðarsveitinni. Sjá einnig: Allir úr bakvarðasveitinni í Bolungarvík þurftu að fara á farsóttarheimili vegna konunnar sem var handtekin Á vef RÚV er haft eftir Gylfa Ólafssyni, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, að aðrir starfsmenn bakvarðasveitarinnar muni nú vinna eftir fyrirkomulagi sem kallast sóttkví B. Það fyrirkomulag var þróað á Landspítala og er viðhaft þegar lítil hætta er talin vera á smiti en þörf er á að grípa til varúðarráðstafana. Starfsfólk mun því fara til vinnu í fullum hlífðarbúnaði. Þá er sérstök vakt á veirufræðideildinni sem mun rannsaka sýnin um leið og þau koma til Reykjavíkur og því gæti niðurstaða legið fyrir í nótt. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Gylfi að verkferlar yrðu skoðaðir við val úr bakvarðasveit. „Í þessu tilviki verður að líta til þess að það var verið að safna saman í bakvarðarsveit með mjög skömmum fyrirvara við fordæmalausar aðstæður. Við höfum alltaf treyst á fólk og gerðum allt sem sneri að þessum starfsmanni í góðri trú,“ sagði Gylfi. „Jú, maður þarf alltaf að vera á varðbergi. En ég held að allir skilji hvernig aðstæðurnar voru í þessu tilviki.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Tengdar fréttir Allir úr bakvarðasveitinni í Bolungarvík þurftu að fara á farsóttarheimili vegna konunnar sem var handtekin Allir úr bakvarðarsveit sem starfa á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru vistaðir á farsóttarheimili eftir að ein úr sveitinni var handtekin grunuð um skjalafals og þjófnað. 10. apríl 2020 19:17 Kona úr bakvarðasveit handtekin vegna gruns um skjalafals og lyfjastuld Lögreglan handtók konu úr bakvarðasveit heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sem starfað hefur í vikunni á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. 10. apríl 2020 14:06 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fleiri fréttir Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Sjá meira
Allir úr bakvarðasveitinni í Bolungarvík þurftu að fara á farsóttarheimili vegna konunnar sem var handtekin Allir úr bakvarðarsveit sem starfa á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru vistaðir á farsóttarheimili eftir að ein úr sveitinni var handtekin grunuð um skjalafals og þjófnað. 10. apríl 2020 19:17
Kona úr bakvarðasveit handtekin vegna gruns um skjalafals og lyfjastuld Lögreglan handtók konu úr bakvarðasveit heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sem starfað hefur í vikunni á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. 10. apríl 2020 14:06