Innlent

Höfuðborgarbúar hlýða Víði

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Höfuðborgarbúar nutu veðurblíðunnar á Ægissíðunni og öðrum útivistarsvæðum borgarinnar.
Höfuðborgarbúar nutu veðurblíðunnar á Ægissíðunni og öðrum útivistarsvæðum borgarinnar. vísir/sigurjón

Höfuðborgarbúar virðast að mestu hlýða Víði þessa páskana og ferðast innanhúss. Eins og sést á myndskeiðinu við fréttina eru þó margir sem fengu sér ferskt loft og nutu útiverunnar í dag, enda er það í góðu lagi. 

Sigurjón Ólason myndatökumaður fréttastofu myndaði í dag fólk víða á útivistarsvæðum, í Nauthólsvík að hreyfa sig og leika, í göngutúrum og fjöruferðum á Ægissíðunni og börn að leik á leikvöllum.

Lét hann fylgja með myndunum að fólk hafi passað sig vel, hafi verið í litlum hópum og virt tveggja metra regluna.

Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er töluvert minni umferð út úr höfuðborginni en hefur verið undanfarin ár um páskana. Víðir Reynisson segist ánægður með viðtökur almennings.

„Ég get ekki annað sagt en að ég sé mjög þakklátur öllum þeim sem hlustuðu á okkar tilmæli og tóku þátt í þessu verkefni að skapa sérstaka páska. Auðvitað þurfa einhverjir að vera á ferðinni út af vinnu sinni eða öðru og bara eðlilegt að það sé einhver umferð.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.