Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Sóttvarnalæknir segir ljóst að til þess að vernda okkur gegn kórónuveirunni til lengri tíma þurfi einhvers konar takmarkanir á ferðalög, bæði erlendra ferðamanna og Íslendinga. Ef við leyfum óheftan ferðamannastraum tökum við áhættu á að veiran blossi upp aftur enda séum við enn berskjölduð þrátt fyrir að okkur gangi vel að bæla niður sjúkdóminn.

 Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við heyrum einnig í Vestfirðingum en þar hefur staðan verið erfið síðustu daga, 54 eru smitaðir af Covid-19 og 321 er í sóttkví. Sérstaklega er ástandið erfitt á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík þar sem fjórir íbúar eru smitaðir.

Í fréttatímanum hittum við líka ellefu ára gamlar vinkonur í Biskupstungum sem deyja ekki ráðalausar á tímum kórónuveirunnar og fara saman á hestbak í gegnum síma.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi kl. 18:30.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.