Byrja að breikka þjóðveginn undir Ingólfsfjalli eftir páska Kristján Már Unnarsson skrifar 8. apríl 2020 21:44 Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss fer á fullt strax eftir páska. Skrifað var undir fimm milljarða króna verksamninga í dag, sem eru einhverjir þeir stærstu í sögu vegagerðar hérlendis. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Undirskriftin fór fram undir berum himni í porti Vegagerðarinnar en vegamálastjóri og forstjóri Íslenskra aðalverktaka innsigluðu svo samninginn með því að láta olnbogana snertast. Fimm milljarða króna verksamningur innsiglaður í porti Vegagerðarinnar í Borgartúni í dag. Forstjóri Íslenskra aðalverktaka og vegamálastjóri létu olnbogana snertast.Stöð 2/Bjarni Einarsson. „Þetta er stór dagur. Þetta er ein stærsta framkvæmd sem við höfum boðið út, fyrir utan bara jarðgangaframkvæmdir. Þannig að við erum mjög kát að koma þessu verki út,“ sagði Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Verksamningurin við lægstbjóðanda hljóðar upp á 5.069 milljónir króna og felst í því að klára þá sjö kílómetra sem enn eru eftir í breikkun hringvegarins milli tveggja stærstu bæja Suðurlands. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.Stöð 2/Bjarni Einarsson. „Þetta hefur verið einn hættulegasti vegarkafli landsins. Þannig að það er mikið þjóðþrifamál fyrir okkur Íslendinga alla að fá vegaúrbætur á þessum kafla,“ sagði Sigurður Ragnarsson, forstjóri Íslenskra aðalverktaka. „Það ert mjög brýn þörf á úrbótum á Suðurlandsveginum. Það vita allir sem um hann hafa farið. Hann hefur gefið eftir og umferðaraukningin náttúrlega verið gríðarleg á undanförnum árum,“ sagði vegamálastjóri. Íslenskir aðalverktakar unnu einnig fyrsta áfangann, austan Hveragerðis, sem lauk í fyrra, og eru klárir að hefjast handa á ný. Sigurður Ragnarsson, forstjóri ÍAV.Stöð 2/Bjarni Einarsson. „Þannig að við byrjum bara strax eftir páska. Við byrjum undir Ingólfsfjalli, byrjum þar að keyra út fergingarlag á vegarkaflann. Þannig að þetta fer allt í fullan gang strax eftir páska,“ sagði forstjóri ÍAV. Verkið mun vinnast frá austri til vesturs og áætlað að næsti áfangi verði opnaður á næsta ári en verkinu á svo öllu að vera lokið haustið 2023. Verkinu var lýst nánar í þessari frétt Stöðvar 2 í janúar: Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Árborg Hveragerði Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss fer á fullt strax eftir páska. Skrifað var undir fimm milljarða króna verksamninga í dag, sem eru einhverjir þeir stærstu í sögu vegagerðar hérlendis. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Undirskriftin fór fram undir berum himni í porti Vegagerðarinnar en vegamálastjóri og forstjóri Íslenskra aðalverktaka innsigluðu svo samninginn með því að láta olnbogana snertast. Fimm milljarða króna verksamningur innsiglaður í porti Vegagerðarinnar í Borgartúni í dag. Forstjóri Íslenskra aðalverktaka og vegamálastjóri létu olnbogana snertast.Stöð 2/Bjarni Einarsson. „Þetta er stór dagur. Þetta er ein stærsta framkvæmd sem við höfum boðið út, fyrir utan bara jarðgangaframkvæmdir. Þannig að við erum mjög kát að koma þessu verki út,“ sagði Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Verksamningurin við lægstbjóðanda hljóðar upp á 5.069 milljónir króna og felst í því að klára þá sjö kílómetra sem enn eru eftir í breikkun hringvegarins milli tveggja stærstu bæja Suðurlands. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.Stöð 2/Bjarni Einarsson. „Þetta hefur verið einn hættulegasti vegarkafli landsins. Þannig að það er mikið þjóðþrifamál fyrir okkur Íslendinga alla að fá vegaúrbætur á þessum kafla,“ sagði Sigurður Ragnarsson, forstjóri Íslenskra aðalverktaka. „Það ert mjög brýn þörf á úrbótum á Suðurlandsveginum. Það vita allir sem um hann hafa farið. Hann hefur gefið eftir og umferðaraukningin náttúrlega verið gríðarleg á undanförnum árum,“ sagði vegamálastjóri. Íslenskir aðalverktakar unnu einnig fyrsta áfangann, austan Hveragerðis, sem lauk í fyrra, og eru klárir að hefjast handa á ný. Sigurður Ragnarsson, forstjóri ÍAV.Stöð 2/Bjarni Einarsson. „Þannig að við byrjum bara strax eftir páska. Við byrjum undir Ingólfsfjalli, byrjum þar að keyra út fergingarlag á vegarkaflann. Þannig að þetta fer allt í fullan gang strax eftir páska,“ sagði forstjóri ÍAV. Verkið mun vinnast frá austri til vesturs og áætlað að næsti áfangi verði opnaður á næsta ári en verkinu á svo öllu að vera lokið haustið 2023. Verkinu var lýst nánar í þessari frétt Stöðvar 2 í janúar:
Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Árborg Hveragerði Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira