Fótbolti

Fim­­­leika­­­fé­lagið: Fær­eyskt met í lyftingum, sungið um Sveppa og stærð­­­fræðingurinn Atli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Björn Daníel Sverrisson verður seint talinn söngvari góður.
Björn Daníel Sverrisson verður seint talinn söngvari góður. vísir/skjáskot

Þriðja sería af Fimleikafélaginu er byrjuð að rúlla en í fyrsta þættinum á dögunum þá var liðinu fylgt eftir í æfingaferð sinni í Flórída. Í öðrum þættinum er haldið uppteknum hætti.

FH var eitt af þeim fáum liðum sem komust í æfingaferð áður en faraldurinn skall á. Myndatökumenn voru með í för og fylgdu leikmönnum og þjálfurum hvert fótmál.

Halda á lofti keppni, fylgst með mönnum í lyftingarsalnum, kíkt inn í nokkur hús og margt, margt fleira má sjá í þættinum en þar má einnig sjá Brynjar Ásgeir Guðmundsson reikna vegalengd úr mílum í kílómetra. Það gekk ekki sem skildi og kalla þurfti til stærðfræðinginn Atla Guðnason.

Annar þáttinn í seríu þrjú má sjá hér að neðan.

Klippa: Fimleikafélagið: 2. þáttur


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.