„Við eigum allavega að grípa til þess sem virðist virka“ Birgir Olgeirsson skrifar 12. apríl 2020 12:00 Róbert Wessman, forstjóri Alvogen. Forstjóri Alvogen segir malaríulyfið sem fyrirtækið gaf Landspítalanum hafa komið vel út í baráttunni við kórónuveiruna. Deilt hefur verið um virkni lyfsins við veirunni en forstjórinn segir það góðan kost á meðan beðið er eftir bóluefni. Malaríulyfið nefnist Chloroquine og hefur forseti Bandaríkjanna talað ákaft fyrir notkun þess í baráttunni við þennan heimsfaraldur. Fjölmiðlar vestanhafs segja lækna hafa ávísað lyfinu til sjúklinga með það að markmiði að hefta útbreiðslu veirunnar í líkama fólks. Það sé gert án þess að virkni lyfsins gegn veirunni hafi verið rannsökuð í þaula. Rannsóknir gefa tiltölulega góða vísbendingu Alvogen gaf Landspítalanum fimmtíu þúsund skammta af þessu lyfi fyrir skemmstu sem er nú notað víðast hvar í Bandaríkjunum og Evrópu. Lyfið er framleitt á Indlandi sem lagði á útflutningsbann á lyfið því það er notað sem fyrirbyggjandi meðferð. Lyfið er víðast hvar uppselt og tók það Alvogen tvær vikur að útvega þetta lyf frá Indlandi með aðstoð ráðuneyta og sendiráða. „Það er búið að gera sirka ellefu rannsóknir sem hafa flestar komið nokkuð vel út. Allar þessar rannsóknir eru frekar litlar en gefa tiltölulega góða vísbendingu um að lyfið virki. Ástæðan er einfaldlega sú að það tekur langan tíma að klára formlega rannsóknir sem eru stærri. Það gildir með að þróa ný lyf, það tekur upp undir tíu ár,“ segir Róbert Wessman, forstjóri Alvogen. Býst ekki við bóluefni fyrr en í fyrsta lagi eftir ár Hann vonar að bóluefni komist á markað sem fyrst, en býst ekki við því fyrr en í fyrsta lagi eftir ár, líkt og sóttvarnalæknir hefur sjálfur sagt. Í lyfjaþróun sé ekki hægt að sleppa framhjá tímanum. „Vandamálið við lyfjaþróun, það eina sem er mjög erfitt að sleppa og komast fram hjá er tíminn. Það þarf að gera ráðstafanir og rannsóknir. Bóluefni sem er ekki búið að sýna að geymist undir ákveðnum kringumstæðum vel, hafi ekki ákveðnar aukaverkanir og fleira. Það er mjög varhugavert að fara að nota það í einstaklingum án þess að vera búinn að klára allar þær rannsóknir. Það einfaldlega tekur tíma. Þess vegna eins og með klórókínið, það eru allar aukaverkanir þekktar, ef þetta er meðhöndlað þannig og gefið réttum aðilum undir læknishendi, þá á áhættan að vera lítil sem engin. Við eigum allavega að grípa til þess sem virðist virka. Á meðan vonum við auðvitað að bóluefnið komi sem fyrst,“ segir Róbert. Gott fyrir Íslendinga að eiga þennan lager Þess vegna sé gott að eiga birgðir af malaríulyfinu á Íslandi. „Þetta lyf er búið að vera á markaði í áratugi. Læknar ávísa lyfinu, það eru aukaverkanir í sirka hálft prósent tilvika og það er yfirleitt fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Þannig að við treystum læknum til að fara vel með þetta. En það er alveg klárt að það er mjög gott fyrir Ísland og Íslendinga að eiga þennan lager og geta gengið að honum,“ segir Róbert. Lyfið þarf að nota snemma í veikindunum Rannsóknir benda til að byrja þurfi að nota lyfið snemma eftir að sýkingu verður vart. „Einfaldlega vegna þess að lyfið kemur í veg fyrir að veiran nái að dreifa sér um líkamann. Ef það er byrjað of seint að taka þetta inn er möguleiki að þetta virki verr. Með því að hafa veglegan lager á Íslandi er hægt að meðhöndla mun fleiri og vonandi fyrr. Við lögðum mikið á okkur að koma þessu til landsins og reyna að kaupa þetta af framleiðendum, þetta er orðið uppselt víðast hvar, bara til að tryggja að minnsta kosti að þetta væri til á Íslandi og menn gætu gripið til þess ef menn vildu,“ segir Róbert. Landspítalinn hafði notað sambærilegt lyf í baráttunni við kórónuveirusýkingar. „Staðan er þannig í dag að Landspítalinn er að nota sambærilegt lyf og sennileg þá meira í tilvikum sem eru mjög alvarleg vegna þess að Landspítalinn hefur ekki haft aðgang að svona stórum lager eins og staðan er í dag,“ segir Róbert. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Forstjóri Alvogen segir malaríulyfið sem fyrirtækið gaf Landspítalanum hafa komið vel út í baráttunni við kórónuveiruna. Deilt hefur verið um virkni lyfsins við veirunni en forstjórinn segir það góðan kost á meðan beðið er eftir bóluefni. Malaríulyfið nefnist Chloroquine og hefur forseti Bandaríkjanna talað ákaft fyrir notkun þess í baráttunni við þennan heimsfaraldur. Fjölmiðlar vestanhafs segja lækna hafa ávísað lyfinu til sjúklinga með það að markmiði að hefta útbreiðslu veirunnar í líkama fólks. Það sé gert án þess að virkni lyfsins gegn veirunni hafi verið rannsökuð í þaula. Rannsóknir gefa tiltölulega góða vísbendingu Alvogen gaf Landspítalanum fimmtíu þúsund skammta af þessu lyfi fyrir skemmstu sem er nú notað víðast hvar í Bandaríkjunum og Evrópu. Lyfið er framleitt á Indlandi sem lagði á útflutningsbann á lyfið því það er notað sem fyrirbyggjandi meðferð. Lyfið er víðast hvar uppselt og tók það Alvogen tvær vikur að útvega þetta lyf frá Indlandi með aðstoð ráðuneyta og sendiráða. „Það er búið að gera sirka ellefu rannsóknir sem hafa flestar komið nokkuð vel út. Allar þessar rannsóknir eru frekar litlar en gefa tiltölulega góða vísbendingu um að lyfið virki. Ástæðan er einfaldlega sú að það tekur langan tíma að klára formlega rannsóknir sem eru stærri. Það gildir með að þróa ný lyf, það tekur upp undir tíu ár,“ segir Róbert Wessman, forstjóri Alvogen. Býst ekki við bóluefni fyrr en í fyrsta lagi eftir ár Hann vonar að bóluefni komist á markað sem fyrst, en býst ekki við því fyrr en í fyrsta lagi eftir ár, líkt og sóttvarnalæknir hefur sjálfur sagt. Í lyfjaþróun sé ekki hægt að sleppa framhjá tímanum. „Vandamálið við lyfjaþróun, það eina sem er mjög erfitt að sleppa og komast fram hjá er tíminn. Það þarf að gera ráðstafanir og rannsóknir. Bóluefni sem er ekki búið að sýna að geymist undir ákveðnum kringumstæðum vel, hafi ekki ákveðnar aukaverkanir og fleira. Það er mjög varhugavert að fara að nota það í einstaklingum án þess að vera búinn að klára allar þær rannsóknir. Það einfaldlega tekur tíma. Þess vegna eins og með klórókínið, það eru allar aukaverkanir þekktar, ef þetta er meðhöndlað þannig og gefið réttum aðilum undir læknishendi, þá á áhættan að vera lítil sem engin. Við eigum allavega að grípa til þess sem virðist virka. Á meðan vonum við auðvitað að bóluefnið komi sem fyrst,“ segir Róbert. Gott fyrir Íslendinga að eiga þennan lager Þess vegna sé gott að eiga birgðir af malaríulyfinu á Íslandi. „Þetta lyf er búið að vera á markaði í áratugi. Læknar ávísa lyfinu, það eru aukaverkanir í sirka hálft prósent tilvika og það er yfirleitt fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Þannig að við treystum læknum til að fara vel með þetta. En það er alveg klárt að það er mjög gott fyrir Ísland og Íslendinga að eiga þennan lager og geta gengið að honum,“ segir Róbert. Lyfið þarf að nota snemma í veikindunum Rannsóknir benda til að byrja þurfi að nota lyfið snemma eftir að sýkingu verður vart. „Einfaldlega vegna þess að lyfið kemur í veg fyrir að veiran nái að dreifa sér um líkamann. Ef það er byrjað of seint að taka þetta inn er möguleiki að þetta virki verr. Með því að hafa veglegan lager á Íslandi er hægt að meðhöndla mun fleiri og vonandi fyrr. Við lögðum mikið á okkur að koma þessu til landsins og reyna að kaupa þetta af framleiðendum, þetta er orðið uppselt víðast hvar, bara til að tryggja að minnsta kosti að þetta væri til á Íslandi og menn gætu gripið til þess ef menn vildu,“ segir Róbert. Landspítalinn hafði notað sambærilegt lyf í baráttunni við kórónuveirusýkingar. „Staðan er þannig í dag að Landspítalinn er að nota sambærilegt lyf og sennileg þá meira í tilvikum sem eru mjög alvarleg vegna þess að Landspítalinn hefur ekki haft aðgang að svona stórum lager eins og staðan er í dag,“ segir Róbert.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira