Lífið

Bresk fjölskylda flytur lag úr Les Misérables í sóttkvínni og það með nýjum texta

Stefán Árni Pálsson skrifar
Virkilega vel gert hjá þessari músíkölsku fjölskyldu.
Virkilega vel gert hjá þessari músíkölsku fjölskyldu.

Samkomubann er í Bretlandi um þessar mundir og er mælst til þess að fólk fari alls ekki út að óþörfu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum.

Ben Marsh hefur vakið mikla athygli fyrir myndbönd sín á Facebook og í einu af hans nýjasta má sjá fjölskylduna alla taka þekkt lag úr söngleiknum Les Misérables, en núna með uppfærðum nýjum texta.

Um er að ræða flutning sem hjónin Ben og Danielle Marsh stýra og börn þeirra taka vel undir.

The Guardian birtir myndbandið á YouTube-síðu sinni í dag og má sjá flutninginn hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.