„Þetta er hugsað sem framlag til baráttu mannsins við þessa illskæðu veiru“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. apríl 2020 13:34 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/vilhelm Íslensk erfðagreining vonast nú eftir samstarfi við Íslendinga sem hafa jafnað sig af Covid-19 sjúkdómnum til að nota mótefni, sem hefur myndast í blóði þeirra gegn veirunni til að, vonandi, geta smíðað mótefni gegn veirunni. Verkefnið er unnið í samstarfi við Amgen, bandarískt móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar. Breska dagblaðið The Guardian fjallaði í dag um viðræður Bandaríkjaforseta við lyfjafyrirtæki um framleiðslu á nýjum lyfjum við sjúkdómnum. Amgen tilkynnti í síðustu viku að það hygðist hefja rannsóknir á mótefnum sem gætu virkað gegn veirunni og þar af leiðandi við lyfjaframleiðslu. Það var að frumkvæði Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, sem Amgen ákvað að ráðast í verkefnið. Kári lagði það til við Amgen að fyrirtækið skyldi reyna að búa til mótefni fyrir veirunni því Amgen hefur yfir að ráða verksmiðju þar sem mótefni eru búin til og notuð í lækningaskyni við hinum ýmsu sjúkdómum. Það var um svipað leyti og Kári bauðst til að hefja almenna skimun fyrir veirunni á Íslandi, í byrjun mars. Kári segir að Íslensk erfðagreining muni veita Amgen innsýn inn í þróun mála með því að skoða meðal annars erfðamengi Íslendinga og erfðamengi veirunnar. Kári vill þó halda því til haga að fyrirtækið muni ekki veita neinar upplýsingar sem ekki muni birtast í vísindatímaritum. „Við höfum aldrei nokkurn tíman veitt Amgen eða nokkrum öðrum aðgang að erfðamengi þátttakenda í rannsóknum fyrirtækisins eða aðrar upplýsingar um þátttakendur hjá okkur. Það eina sem við höfum gert er að veita fólki aðgang að niðurstöðum rannsókna sem eru undantekningarlaust líka birtar í vísindatímaritum,“ segir Kári. Brýnt að finna aðferð til að meðhöndla sjúkdóminn Kári segir að ríki heims standi misvel að vígi andspænis veirunni. Þriðja heims ríki búi til að mynda ekki yfir góðum innviðum. Því sé ekki annað raunhæft í baráttunni gegn sjúkdómnum en að finna mótefni. „Þar sem ástandið er núna þannig, sérstaklega í þriðja heiminum, að þó svo að þú færir út í þriðja heiminn og myndir skima af miklum krafti þá eru raunverulega engir innviðir í þeim samfélögum til að nota rakningu á smitum og setja fólk í sóttkví og svo framvegis, þannig að það eina sem þú getur gert í þeim hluta heimsins þar sem stendur illa á er að finna einhverja aðferð til að meðhöndla. Þar sem Amgen er með þessa verksmiðju sem getur búið til mótefni og við erum á bólakafi að búa til skilning á veirunni, þá fannst okkur þetta, að vissu leyti, vera dálítið sniðug samsetning. Ein af aðferðunum til að búa til mótefni í lækningaskyni er að byggja mótefni úr því mótefni sem myndast í blóði þeirra sem hafa jafnað sig á sjúkdómum. „Við vonumst til að geta myndað samvinnu við þá Íslendinga sem hafa veikst af Covid-19 og eru búnir að jafna sig til að hjálpa okkur við að búa til forsendur fyrir því að búa til mótefni í lækningaskyni,“ segir Kári og bætir við. „Þetta er ekki hugsað sem tilraun til að búa til vöru á markað. Þetta er hugsað sem framlag til baráttu mannsins við þessa illskæðu veiru.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Um helmingur greindra í skimun einkennalaus eða einkennalítill Um helmingur þeirra sem hefur greinst með kórónuveiruna í skimun Íslenskrar erfðagreiningar hefur verið einkennalaus eða einkennalítill að sögn sóttvarnalæknis. Þó vísbendingar séu um að þessir einstaklingar smiti síður felist í þessu áskorun fyrir heilbrigðisyfirvöld. 5. apríl 2020 18:29 Um hálft prósent slembiúrtaks ÍE smitað af kórónuveirunni Í dag komu niðurstöður úr 1.200 manna slembiúrtaki sem Íslensk erfðagreining gerði til að greina kórónuveirusmit í samfélaginu. Sex einstaklingar af þessum 1.200 reyndust smitaðir af kórónuveirunni. 3. apríl 2020 22:05 Slembiúrtak Íslenskrar erfðagreiningar sýnir 0,3 prósent smit úti í samfélaginu Íslensk erfðagreining hefur hafið skimun fyrir kórónuveirunni utan höfuðborgarsvæðisins og er von á sýnum í dag frá Vestmannaeyjum. Sýnatökur vegna veirunnar munu þá hefjast hjá Læknastofum Akureyrar næstkomandi mánudag og einnig verður skimað fyrir veirunni á Austurlandi og Vesturlandi á næstu misserum. 3. apríl 2020 18:27 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Íslensk erfðagreining vonast nú eftir samstarfi við Íslendinga sem hafa jafnað sig af Covid-19 sjúkdómnum til að nota mótefni, sem hefur myndast í blóði þeirra gegn veirunni til að, vonandi, geta smíðað mótefni gegn veirunni. Verkefnið er unnið í samstarfi við Amgen, bandarískt móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar. Breska dagblaðið The Guardian fjallaði í dag um viðræður Bandaríkjaforseta við lyfjafyrirtæki um framleiðslu á nýjum lyfjum við sjúkdómnum. Amgen tilkynnti í síðustu viku að það hygðist hefja rannsóknir á mótefnum sem gætu virkað gegn veirunni og þar af leiðandi við lyfjaframleiðslu. Það var að frumkvæði Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, sem Amgen ákvað að ráðast í verkefnið. Kári lagði það til við Amgen að fyrirtækið skyldi reyna að búa til mótefni fyrir veirunni því Amgen hefur yfir að ráða verksmiðju þar sem mótefni eru búin til og notuð í lækningaskyni við hinum ýmsu sjúkdómum. Það var um svipað leyti og Kári bauðst til að hefja almenna skimun fyrir veirunni á Íslandi, í byrjun mars. Kári segir að Íslensk erfðagreining muni veita Amgen innsýn inn í þróun mála með því að skoða meðal annars erfðamengi Íslendinga og erfðamengi veirunnar. Kári vill þó halda því til haga að fyrirtækið muni ekki veita neinar upplýsingar sem ekki muni birtast í vísindatímaritum. „Við höfum aldrei nokkurn tíman veitt Amgen eða nokkrum öðrum aðgang að erfðamengi þátttakenda í rannsóknum fyrirtækisins eða aðrar upplýsingar um þátttakendur hjá okkur. Það eina sem við höfum gert er að veita fólki aðgang að niðurstöðum rannsókna sem eru undantekningarlaust líka birtar í vísindatímaritum,“ segir Kári. Brýnt að finna aðferð til að meðhöndla sjúkdóminn Kári segir að ríki heims standi misvel að vígi andspænis veirunni. Þriðja heims ríki búi til að mynda ekki yfir góðum innviðum. Því sé ekki annað raunhæft í baráttunni gegn sjúkdómnum en að finna mótefni. „Þar sem ástandið er núna þannig, sérstaklega í þriðja heiminum, að þó svo að þú færir út í þriðja heiminn og myndir skima af miklum krafti þá eru raunverulega engir innviðir í þeim samfélögum til að nota rakningu á smitum og setja fólk í sóttkví og svo framvegis, þannig að það eina sem þú getur gert í þeim hluta heimsins þar sem stendur illa á er að finna einhverja aðferð til að meðhöndla. Þar sem Amgen er með þessa verksmiðju sem getur búið til mótefni og við erum á bólakafi að búa til skilning á veirunni, þá fannst okkur þetta, að vissu leyti, vera dálítið sniðug samsetning. Ein af aðferðunum til að búa til mótefni í lækningaskyni er að byggja mótefni úr því mótefni sem myndast í blóði þeirra sem hafa jafnað sig á sjúkdómum. „Við vonumst til að geta myndað samvinnu við þá Íslendinga sem hafa veikst af Covid-19 og eru búnir að jafna sig til að hjálpa okkur við að búa til forsendur fyrir því að búa til mótefni í lækningaskyni,“ segir Kári og bætir við. „Þetta er ekki hugsað sem tilraun til að búa til vöru á markað. Þetta er hugsað sem framlag til baráttu mannsins við þessa illskæðu veiru.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Um helmingur greindra í skimun einkennalaus eða einkennalítill Um helmingur þeirra sem hefur greinst með kórónuveiruna í skimun Íslenskrar erfðagreiningar hefur verið einkennalaus eða einkennalítill að sögn sóttvarnalæknis. Þó vísbendingar séu um að þessir einstaklingar smiti síður felist í þessu áskorun fyrir heilbrigðisyfirvöld. 5. apríl 2020 18:29 Um hálft prósent slembiúrtaks ÍE smitað af kórónuveirunni Í dag komu niðurstöður úr 1.200 manna slembiúrtaki sem Íslensk erfðagreining gerði til að greina kórónuveirusmit í samfélaginu. Sex einstaklingar af þessum 1.200 reyndust smitaðir af kórónuveirunni. 3. apríl 2020 22:05 Slembiúrtak Íslenskrar erfðagreiningar sýnir 0,3 prósent smit úti í samfélaginu Íslensk erfðagreining hefur hafið skimun fyrir kórónuveirunni utan höfuðborgarsvæðisins og er von á sýnum í dag frá Vestmannaeyjum. Sýnatökur vegna veirunnar munu þá hefjast hjá Læknastofum Akureyrar næstkomandi mánudag og einnig verður skimað fyrir veirunni á Austurlandi og Vesturlandi á næstu misserum. 3. apríl 2020 18:27 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Um helmingur greindra í skimun einkennalaus eða einkennalítill Um helmingur þeirra sem hefur greinst með kórónuveiruna í skimun Íslenskrar erfðagreiningar hefur verið einkennalaus eða einkennalítill að sögn sóttvarnalæknis. Þó vísbendingar séu um að þessir einstaklingar smiti síður felist í þessu áskorun fyrir heilbrigðisyfirvöld. 5. apríl 2020 18:29
Um hálft prósent slembiúrtaks ÍE smitað af kórónuveirunni Í dag komu niðurstöður úr 1.200 manna slembiúrtaki sem Íslensk erfðagreining gerði til að greina kórónuveirusmit í samfélaginu. Sex einstaklingar af þessum 1.200 reyndust smitaðir af kórónuveirunni. 3. apríl 2020 22:05
Slembiúrtak Íslenskrar erfðagreiningar sýnir 0,3 prósent smit úti í samfélaginu Íslensk erfðagreining hefur hafið skimun fyrir kórónuveirunni utan höfuðborgarsvæðisins og er von á sýnum í dag frá Vestmannaeyjum. Sýnatökur vegna veirunnar munu þá hefjast hjá Læknastofum Akureyrar næstkomandi mánudag og einnig verður skimað fyrir veirunni á Austurlandi og Vesturlandi á næstu misserum. 3. apríl 2020 18:27
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum