Lífið

Kalli mætti og tók Kára Stefáns: „Veit ekki einu sinni hvort ég hafi verið að tala eða hann“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stórkostlegt viðtal við þessa tvo herramenn.
Stórkostlegt viðtal við þessa tvo herramenn.

Tónlistarmaðurinn og eftirherman Karl Örvarsson mætti í Bítið á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni í morgun en hann er mjög þekktur fyrir að herma eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar.

Kári Stefánsson mætti sjálfur í þáttinn og grínuðust þeir saman með hæfileika Kalla Örvars.

„Ég veit ekki einu sinni hvort ég hafi verið að tala eða hann,“ sagði Kári sjálfur meðal annars í viðtalinu.

Karl nær Kára í raun lygilega vel eins og sjá má hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.