Framleiddu íslenska hönnun á einangrunarhjúp á fjórum dögum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. apríl 2020 21:30 Ferða- og einangrunarhjúpurinn kemur í veg fyrir að Covid19 smitaður einstaklingur smiti út frá sér þegar hann er fluttur á milli staða. Vísir/Einar Á. Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur framleitt fyrir Landspítalann fimm ferða- og einangrunarhjúpa vegna kórónuveirufaraldursins. Hjúpurinn kemur í veg fyrir smit þegar fólk er flutt á milli staða. Vöruhönnuður segir tækið þegar hafa sannað sig. Fyrir tæpum tveimur vikum fékk stoðtækjafyrirtækið Össur beiðni um hvort fyrirtækið gæti komið að framleiðslu á ferða- og einangrunarhjúpum sem notaðir eru við flutning á Covid19-smituðum án þess smithætta sé til staðar. Fáir slíkir hjúpar eru til hér á landi og hafði Landspítalinn pantað fleiri frá birgja erlendis en afhendingartími var óljós. Því var leitað annarra ráða en Össur hafði áður komið til hjálpar með að útvega pinna sem notaðir eru við sýnatöku vegna veirunnar. Ferða- og einangrunarhjúpur sem stoðtækjafyrirtækið Össur framleiddi.Vísir/Einar Á. Vel tekið í beiðni Landspítalans „Það fór bara allt af stað. Það stukku allir til. Við erum hérna lítið teymi sem að keyrum á þetta að fullu og fáum aðstoð í öllu húsinu,“ segir Lárus Gunnsteinsson, vöruhönnuður hjá Össuri. Tveimur dögum síðar hafi fyrsti hjúpurinn verið afhentur og síðan þá fleiri verið framleiddir. Eðli málsins samkvæmt þurfum lækninga- og hjúkrunarvörur að fara í gegnum margra mánaða samþykktarferli. Það hafi ekki þurft í þessu tilfelli. „Lögfræðingar beggja fyrirtækjanna, Össurar og Landspítalans þeir sömu um það og gæðaeftirlit okkar fór í gegnum það. Núna erum við að bjarga mannslífum en hins vegar, og til þess að árétta það, að þá kunnum við þetta. Það eru hlutir í þessu sem við erum með hér er betra heldur en það sem fæst og er framleitt sem lækningatæki,“ segir Lárus. Þrátt fyrir mikla eftirspurn eftir vöru sem þessari í heiminum hefur ekki verið tekin ákvörðun um frekari framleiðslu. „Ég veit það ekki. Það er kannski annarra að ákveða það. Þetta er kannski ekki það sem við höfum verið í, en maður veit aldrei sína ævi,“ segir Lárus og bætir við að þótt fáir dagar séu liðnir sé þegar komin góð reynsla á hjúpnum hjá Landspítalanum. „Þessi fyrst sem við gerðum, það tók okkur fjóra daga að teikna og búa hann til og á honum byggjum við hina. Við fórum með hann á Landspítalann fyrir viku. Tókum hann svo til baka á laugardaginn. Hann leit úr fyrir að vera mikið notaður. Við erum að endurbæta hann, þannig að þetta er greinilega mikið notað,“ segir Lárus. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur framleitt fyrir Landspítalann fimm ferða- og einangrunarhjúpa vegna kórónuveirufaraldursins. Hjúpurinn kemur í veg fyrir smit þegar fólk er flutt á milli staða. Vöruhönnuður segir tækið þegar hafa sannað sig. Fyrir tæpum tveimur vikum fékk stoðtækjafyrirtækið Össur beiðni um hvort fyrirtækið gæti komið að framleiðslu á ferða- og einangrunarhjúpum sem notaðir eru við flutning á Covid19-smituðum án þess smithætta sé til staðar. Fáir slíkir hjúpar eru til hér á landi og hafði Landspítalinn pantað fleiri frá birgja erlendis en afhendingartími var óljós. Því var leitað annarra ráða en Össur hafði áður komið til hjálpar með að útvega pinna sem notaðir eru við sýnatöku vegna veirunnar. Ferða- og einangrunarhjúpur sem stoðtækjafyrirtækið Össur framleiddi.Vísir/Einar Á. Vel tekið í beiðni Landspítalans „Það fór bara allt af stað. Það stukku allir til. Við erum hérna lítið teymi sem að keyrum á þetta að fullu og fáum aðstoð í öllu húsinu,“ segir Lárus Gunnsteinsson, vöruhönnuður hjá Össuri. Tveimur dögum síðar hafi fyrsti hjúpurinn verið afhentur og síðan þá fleiri verið framleiddir. Eðli málsins samkvæmt þurfum lækninga- og hjúkrunarvörur að fara í gegnum margra mánaða samþykktarferli. Það hafi ekki þurft í þessu tilfelli. „Lögfræðingar beggja fyrirtækjanna, Össurar og Landspítalans þeir sömu um það og gæðaeftirlit okkar fór í gegnum það. Núna erum við að bjarga mannslífum en hins vegar, og til þess að árétta það, að þá kunnum við þetta. Það eru hlutir í þessu sem við erum með hér er betra heldur en það sem fæst og er framleitt sem lækningatæki,“ segir Lárus. Þrátt fyrir mikla eftirspurn eftir vöru sem þessari í heiminum hefur ekki verið tekin ákvörðun um frekari framleiðslu. „Ég veit það ekki. Það er kannski annarra að ákveða það. Þetta er kannski ekki það sem við höfum verið í, en maður veit aldrei sína ævi,“ segir Lárus og bætir við að þótt fáir dagar séu liðnir sé þegar komin góð reynsla á hjúpnum hjá Landspítalanum. „Þessi fyrst sem við gerðum, það tók okkur fjóra daga að teikna og búa hann til og á honum byggjum við hina. Við fórum með hann á Landspítalann fyrir viku. Tókum hann svo til baka á laugardaginn. Hann leit úr fyrir að vera mikið notaður. Við erum að endurbæta hann, þannig að þetta er greinilega mikið notað,“ segir Lárus.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira