Stjörnufans og Þríeykið syngja saman Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. apríl 2020 20:20 Nei, þetta er ekki vetrarbrautin. Bara heill haugur af stjörnum. skjáskot Óhætt er að segja að stórskotalið íslensk tónlistarfólks hafi tekið höndum saman við gerð meðfylgjandi myndbands við lagið „Ferðumst innanhúss.“ Lagið er betur þekkt sem „Góða ferð“ en er núna flutt við nýjan texta eftir Leif Geir Hafsteinsson. Leifur Geir samdi textann helgina 28. til 29. mars og segir hann að í kjölfarið hafi kviknað sú hugmynd að gera myndband við lagið í anda „We are the world.“ Safna saman stórpoppurum Íslands og þríeykinu svokallaða, fá þau til að taka höndum saman við að hamra heim skilaboðin: „Hlýðum Víði“ og „Ferðumst innanhúss“ núna fyrir páskana. Afraksturinn má sjá hér að neðan. Þátttakendur hittust aldrei á meðan ferlinu stóð, voru heima hjá sér við tökur og þannig voru allar reglur um nánd, samkomubann og það að halda sig heima virtar við vinnslu lagsins. Fyrir neðan spilarann má jafnframt nálgast ná textann við lagið, auk upptalningar á öllum þeim sem birtast í myndbandinu. Aðstandendur myndbandsins í stafrófsröð Nafn Hlutverk Birgitta Haukdal Söngur Friðrik Dór Söngur Glowie Söngur Greta Salóme Strengir, Söngur Halldór Gunnar Pálsson, Fjallabróðir Tónlistarstjórn, hljóðfæraleikur, söngur, framkvæmd Helgi Björnsson Söngur Hildur Vala Einarsdóttir Söngur Ingó Veðurguð Söngur Jóhanna Guðrún Jónsdóttir Söngur Jón Gunnar Geirdal Markaðssetning og almannatengsl Jón Jónsson Söngur Jón Ólafsson Píanó, Söngur Kristinn Óli Haraldsson - Króli Söngur Kristján Steinn Leifsson Söngur, Trompet Leifur Geir Hafsteinsson Texti, hugmynd, framkvæmd Þórólfur Guðnason Söngur Alma Möller Söngur Víðir Reynisson Söngur Ragnhildur Gísladóttir Söngur Saga Júlía Benediktsdóttir Dúlla – óskar góðrar ferðar í lokin Salka Sól Söngur Sighvatur Jónsson Myndband, klapp Sverrir Bergmann Söngur Texti lagsins Ferðumst innanhúss 1. Þú veist það eru viðsjárverðir tímar með landamæri lokuð víðast hvar En sútum ekki örlög, heldur húkkum okkur far Í ferðalag og freistum gæfunnar Góða ferð, góða ferð, góða ferð þetta‘er tækifæri‘af allra bestu gerð Já tínum til vort trúss og ferðumst innanhúss Góða ferð, verum sæl með góða ferð 2. Í tveggja metra fjarlægð kæri vinur og ekki fleiri‘ en nítján á sama stað Í takmörkunum lífsins þá líst mér best á það að bregða mér í ilmolíu-bað Góða ferð, góða ferð, góða ferð þetta‘er heima-SPA af allra bestu gerð Oh við elskum svona stúss, að dúllast innanhúss Góða ferð, verum sæl með góða ferð 3. Ef leiðigjörn er orðin blessuð stofan og eldhúsið svo hversdagslegt og grátt Þá ævintýrin bíða, það toppar enda fátt góða bílskúrsútilegu, yfir nátt Góða ferð, góða ferð, góða ferð þetta‘er útilega af allra bestu gerð Já tínum til vort trúss og kúrum innanhúss Góða ferð, verum sæl með góða ferð 4. Nú þurfa allir þétt að standa saman og koma COVID-stríðinu á skrið Ef efla viljum lýðheilsu og finna sálarfrið Við hlýðum Víði og ferðumst heima við! Góða ferð, góða ferð, góða ferð þetta‘er upplifun af sérstökustu gerð Já, fáum úr því rúss, að ferðast innanhúss Góða ferð, verum sæl með góða innanhúsferð Góða ferð, verum sæl með góða ferð Samkomubann á Íslandi Tónlist Grín og gaman Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Lífið samstarf Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
Óhætt er að segja að stórskotalið íslensk tónlistarfólks hafi tekið höndum saman við gerð meðfylgjandi myndbands við lagið „Ferðumst innanhúss.“ Lagið er betur þekkt sem „Góða ferð“ en er núna flutt við nýjan texta eftir Leif Geir Hafsteinsson. Leifur Geir samdi textann helgina 28. til 29. mars og segir hann að í kjölfarið hafi kviknað sú hugmynd að gera myndband við lagið í anda „We are the world.“ Safna saman stórpoppurum Íslands og þríeykinu svokallaða, fá þau til að taka höndum saman við að hamra heim skilaboðin: „Hlýðum Víði“ og „Ferðumst innanhúss“ núna fyrir páskana. Afraksturinn má sjá hér að neðan. Þátttakendur hittust aldrei á meðan ferlinu stóð, voru heima hjá sér við tökur og þannig voru allar reglur um nánd, samkomubann og það að halda sig heima virtar við vinnslu lagsins. Fyrir neðan spilarann má jafnframt nálgast ná textann við lagið, auk upptalningar á öllum þeim sem birtast í myndbandinu. Aðstandendur myndbandsins í stafrófsröð Nafn Hlutverk Birgitta Haukdal Söngur Friðrik Dór Söngur Glowie Söngur Greta Salóme Strengir, Söngur Halldór Gunnar Pálsson, Fjallabróðir Tónlistarstjórn, hljóðfæraleikur, söngur, framkvæmd Helgi Björnsson Söngur Hildur Vala Einarsdóttir Söngur Ingó Veðurguð Söngur Jóhanna Guðrún Jónsdóttir Söngur Jón Gunnar Geirdal Markaðssetning og almannatengsl Jón Jónsson Söngur Jón Ólafsson Píanó, Söngur Kristinn Óli Haraldsson - Króli Söngur Kristján Steinn Leifsson Söngur, Trompet Leifur Geir Hafsteinsson Texti, hugmynd, framkvæmd Þórólfur Guðnason Söngur Alma Möller Söngur Víðir Reynisson Söngur Ragnhildur Gísladóttir Söngur Saga Júlía Benediktsdóttir Dúlla – óskar góðrar ferðar í lokin Salka Sól Söngur Sighvatur Jónsson Myndband, klapp Sverrir Bergmann Söngur Texti lagsins Ferðumst innanhúss 1. Þú veist það eru viðsjárverðir tímar með landamæri lokuð víðast hvar En sútum ekki örlög, heldur húkkum okkur far Í ferðalag og freistum gæfunnar Góða ferð, góða ferð, góða ferð þetta‘er tækifæri‘af allra bestu gerð Já tínum til vort trúss og ferðumst innanhúss Góða ferð, verum sæl með góða ferð 2. Í tveggja metra fjarlægð kæri vinur og ekki fleiri‘ en nítján á sama stað Í takmörkunum lífsins þá líst mér best á það að bregða mér í ilmolíu-bað Góða ferð, góða ferð, góða ferð þetta‘er heima-SPA af allra bestu gerð Oh við elskum svona stúss, að dúllast innanhúss Góða ferð, verum sæl með góða ferð 3. Ef leiðigjörn er orðin blessuð stofan og eldhúsið svo hversdagslegt og grátt Þá ævintýrin bíða, það toppar enda fátt góða bílskúrsútilegu, yfir nátt Góða ferð, góða ferð, góða ferð þetta‘er útilega af allra bestu gerð Já tínum til vort trúss og kúrum innanhúss Góða ferð, verum sæl með góða ferð 4. Nú þurfa allir þétt að standa saman og koma COVID-stríðinu á skrið Ef efla viljum lýðheilsu og finna sálarfrið Við hlýðum Víði og ferðumst heima við! Góða ferð, góða ferð, góða ferð þetta‘er upplifun af sérstökustu gerð Já, fáum úr því rúss, að ferðast innanhúss Góða ferð, verum sæl með góða innanhúsferð Góða ferð, verum sæl með góða ferð
Samkomubann á Íslandi Tónlist Grín og gaman Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Lífið samstarf Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira