Innlent

Vinnumálastofnun víki frá aldursskilyrðum vegna atvinnuleysisbóta

Andri Eysteinsson skrifar
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm

Félags- og Barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, hefur óskað eftir því að Vinnumálastofnun víki frá aldursskilyrðum laga um atvinnuleysistryggingar þegar sótt er um atvinnuleysisbætur vegna minnkaðs starfshlutfalls. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Ákvæði laga nr. 54/2006 um atvinnuleysistryggingar kveða á um að launamaður sé á aldrinum 18 til 70 ára til þess að eiga rétt á atvinnuleysisbótum. Vegna ákvæðisins hefur fólk á vinnumarkaði sem er eldra en 70 ára ekki geta nýtt sér úrræði stjórnvalda vegna óvissuástands í tengslum við kórónuveirufaraldurinn.

„Markmiðið með frumvarpinu um rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli er einfalt, að stuðla að því að vinnuveitendur haldi ráðningarsamband við starfsmenn sína eins og frekast er unnt. Það eru mikil verðmæti fólgin í því fyrir allt samfélagið að sem flestir haldi virku ráðningarsambandi við vinnuveitanda á meðan faraldurinn gengur yfir. Því hef ég beint þeim tilmælum til Vinnumálastofnunar að hún víki frá aldursskilyrðum þegar sótt er um atvinnuleysisbætur samhliða minnkuðu starfshlutfalli,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.