Nokkrar konur sem beittar eru heimilisofbeldi telja sig fastar á heimilinu með börnin Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. apríl 2020 19:00 Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Nokkur dæmi eru um að konur, sem orðið hafa fyrir heimilisofbeldi og leitað til Bjarkarhlíðar, telji sig fastar á heimilinu ásamt börnum sínum vegna covid-faraldursins. Þeim þyki ekki eiga við sig að fara í Kvennaathvarfið. Rannsóknir og reynsla þeirra sem starfa með þolendum heimilisofbeldis sýna að í tíð eins og nú er sé hætta á að heimilisofbeldi verði tíðara og hættulegra. Mikið að gera hjá Bjarkarhlíð Hjá Bjarkarhlíð, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, hefur starfsfólks vart undan við að svara símtölum þessa dagana. Verkefnastýra hefur miklar áhyggjur af ástandinu. Engin starfsemi er í húsinu en starfsmenn veita ráðgjöf í gegn um síma. „Konur hafa þurft að koma sér út úr húsi, búa til ástæðu til að fara að heiman og fara út í bíl eða búð eða út að ganga með hundinn, til að geta tekið þessi símtöl til að geta fengið stuðninginn,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar. Hún segir nú talsvert um að fólk, sem áður hefur reynt að fara úr ofbeldissambandi en hefur farið aftur til baka, hafi samband. „Þetta eru svona sambönd sem að svona ástand eykur spennuna í og gerir í raun og veru aðstæðurnar hættulegri,“ segir Ragna. Svara neyðarsíma allan sólarhringinn Tveir eru nú í gæsluvarðahaldi í tveimur aðskildum málum: Karlamaður á sextugsaldri grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana á heimili þeirra í Sandgerði á dögunum og karlmaður um þrítugt sem er grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana á heimili hennar í Hafnarfirði aðfaranótt mánudags. „Fyrir okkur sem störfum í þessum málaflokki er það náttúrulega gríðarlegt áfall að það hafi komið upp þessi aðstaða þegar sem fólk deyr af völdum heimilisofbeldis. Þetta er þó raunveruleiki sem við vinnum alltaf með,“ segir Ragna. Til að bregðast við ástandinu hefur verið ákveðið að hafa opið fyrir símsvörun allan sólarhringinn hjá Bjarkarhlíð um páskana. Meira verið að ögra, ógna og hóta Ragna segir að þeir sem hafi hringt inn síðustu daga hafi áhyggjur af ástandinu sem skapast hefur á heimilinu. „Það eru meiri spenna, það er meira verið að ögra, ógna eða hóta,“ segir Ragna. „Þetta er olía á eldinn, þetta ástand.“ Sumir myndu vilja koma sér úr aðstæðunum en telja sig ekki hafa stað til að fara vegna faraldursins að sögn Rögnu. Kvennaathvarfið sé alltaf opið en það sé stórt skref að stíga fyrir sumar konur. „Við höfum fengið meira en þrjú mál þar sem konur eru fastar heima út af heimilisofbeldi, þær eru með börn og í flóknum aðstæðum og treysta sér ekki í Kvennaathvarfið,“ segir Ragna. Samkvæmt upplýsingum frá Kvennaathvarfinu er nú öll áhersla lögð á að reyna finna lausnir fyrir allar konur sem þangað leita vegna ofbeldis á þessum sérstöku tímum. Neyðarsími Bjarkarhlíðar um páskahelgina er 664-8321 og verður svarað í hann allan sólarhringinn. Einnig má senda tölvupóst á bjarkarhlid@bjarkarhlid.is. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Lamdi konuna sína úti á götu Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi. 7. apríl 2020 11:30 Grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana Karlmaður um þrítugt var í gærkvöldi útskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa orðið móður sinni að bana. Banameinið er talið vera hnífstunga. 7. apríl 2020 10:07 Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:29 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Nokkur dæmi eru um að konur, sem orðið hafa fyrir heimilisofbeldi og leitað til Bjarkarhlíðar, telji sig fastar á heimilinu ásamt börnum sínum vegna covid-faraldursins. Þeim þyki ekki eiga við sig að fara í Kvennaathvarfið. Rannsóknir og reynsla þeirra sem starfa með þolendum heimilisofbeldis sýna að í tíð eins og nú er sé hætta á að heimilisofbeldi verði tíðara og hættulegra. Mikið að gera hjá Bjarkarhlíð Hjá Bjarkarhlíð, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, hefur starfsfólks vart undan við að svara símtölum þessa dagana. Verkefnastýra hefur miklar áhyggjur af ástandinu. Engin starfsemi er í húsinu en starfsmenn veita ráðgjöf í gegn um síma. „Konur hafa þurft að koma sér út úr húsi, búa til ástæðu til að fara að heiman og fara út í bíl eða búð eða út að ganga með hundinn, til að geta tekið þessi símtöl til að geta fengið stuðninginn,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar. Hún segir nú talsvert um að fólk, sem áður hefur reynt að fara úr ofbeldissambandi en hefur farið aftur til baka, hafi samband. „Þetta eru svona sambönd sem að svona ástand eykur spennuna í og gerir í raun og veru aðstæðurnar hættulegri,“ segir Ragna. Svara neyðarsíma allan sólarhringinn Tveir eru nú í gæsluvarðahaldi í tveimur aðskildum málum: Karlamaður á sextugsaldri grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana á heimili þeirra í Sandgerði á dögunum og karlmaður um þrítugt sem er grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana á heimili hennar í Hafnarfirði aðfaranótt mánudags. „Fyrir okkur sem störfum í þessum málaflokki er það náttúrulega gríðarlegt áfall að það hafi komið upp þessi aðstaða þegar sem fólk deyr af völdum heimilisofbeldis. Þetta er þó raunveruleiki sem við vinnum alltaf með,“ segir Ragna. Til að bregðast við ástandinu hefur verið ákveðið að hafa opið fyrir símsvörun allan sólarhringinn hjá Bjarkarhlíð um páskana. Meira verið að ögra, ógna og hóta Ragna segir að þeir sem hafi hringt inn síðustu daga hafi áhyggjur af ástandinu sem skapast hefur á heimilinu. „Það eru meiri spenna, það er meira verið að ögra, ógna eða hóta,“ segir Ragna. „Þetta er olía á eldinn, þetta ástand.“ Sumir myndu vilja koma sér úr aðstæðunum en telja sig ekki hafa stað til að fara vegna faraldursins að sögn Rögnu. Kvennaathvarfið sé alltaf opið en það sé stórt skref að stíga fyrir sumar konur. „Við höfum fengið meira en þrjú mál þar sem konur eru fastar heima út af heimilisofbeldi, þær eru með börn og í flóknum aðstæðum og treysta sér ekki í Kvennaathvarfið,“ segir Ragna. Samkvæmt upplýsingum frá Kvennaathvarfinu er nú öll áhersla lögð á að reyna finna lausnir fyrir allar konur sem þangað leita vegna ofbeldis á þessum sérstöku tímum. Neyðarsími Bjarkarhlíðar um páskahelgina er 664-8321 og verður svarað í hann allan sólarhringinn. Einnig má senda tölvupóst á bjarkarhlid@bjarkarhlid.is.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Lamdi konuna sína úti á götu Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi. 7. apríl 2020 11:30 Grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana Karlmaður um þrítugt var í gærkvöldi útskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa orðið móður sinni að bana. Banameinið er talið vera hnífstunga. 7. apríl 2020 10:07 Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:29 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Lamdi konuna sína úti á götu Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi. 7. apríl 2020 11:30
Grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana Karlmaður um þrítugt var í gærkvöldi útskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa orðið móður sinni að bana. Banameinið er talið vera hnífstunga. 7. apríl 2020 10:07
Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:29