Setja fjóra milljarða í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli Eiður Þór Árnason skrifar 7. apríl 2020 15:49 Óvenju fáir eru á ferli þessa dagana í Leifsstöð vegna faraldurs kórónuveirunnar. Vísir/vilhelm Ríkisstjórnin hyggst auka hlutafé Isavia um fjóra milljarða með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári. Er um að ræða hluta af aðgerðum stjórnvalda sem fela í sér að auknar fjárfestingar til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu og auka eftirspurn eftir vinnuafli, er fram kemur í frétt á vef stjórnarráðsins. „Annars vegar er um að ræða verkefni sem fyrirhuguð voru á yfirstandandi ári en hefði þurft að fresta vegna þess tekjufalls sem félagið hefur orðið fyrir og hins vegar flýtingu á öðrum mannaflafrekum framkvæmdum sem fyrirhugaðar voru á árunum eftir 2023.“ Suðurnes hafa farið einna verst út úr þeirri niðursveiflu sem nú ríður yfir landið vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og hafa íbúar þar kallað eftir sértækum ríkisaðgerðum. 50 til 125 ný störf fyrir hvern mánuð fram á mitt næsta ár Áætlað er að fjöldi nýrra starfa sem verði til við þessar framkvæmdir nemi 50 til 125 störfum fyrir hvern mánuð fram á mitt ár 2021. Þá er einnig gert ráð fyrir því að til verði fjöldi afleiddra verkefna á Suðurnesjunum sem tengist þessum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. Í morgunþættinum Bítinu í gær talaði Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta, til að mynda fyrir því að stjórnvöld myndu ráðast í mannfrekar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli. Atvinnuleysi á svæðinu er komið í sautján prósent og er þar það hæsta á landinu. Heildarumfang fjárfestinga gæti numið ríflega sjö milljörðum „Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að styðja við félagið gerir okkur kleift að fara í verkefni sem við hefðum annars ekki haft svigrúm til á þessari stundu,“ er haft eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia, í frétt stjórnarráðsins. „Hún býr ekki eingöngu til ný störf í framkvæmdunum sjálfum heldur getum við vegna hennar staðið vörð um fjölda starfa innan Isavia.“ Þessi aðgerð er sögð opna fyrir möguleika á frekari framkvæmdum á flugvellinum upp á ríflega þrjá milljarða króna. Heildarumfang fjárfestinga sem tengist þessari hlutafjáraukningu ríkisins í Isavia geti því numið ríflega sjö milljörðum króna yfir tveggja ára tímabil Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fréttir af flugi Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ríkisstjórnin hyggst auka hlutafé Isavia um fjóra milljarða með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári. Er um að ræða hluta af aðgerðum stjórnvalda sem fela í sér að auknar fjárfestingar til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu og auka eftirspurn eftir vinnuafli, er fram kemur í frétt á vef stjórnarráðsins. „Annars vegar er um að ræða verkefni sem fyrirhuguð voru á yfirstandandi ári en hefði þurft að fresta vegna þess tekjufalls sem félagið hefur orðið fyrir og hins vegar flýtingu á öðrum mannaflafrekum framkvæmdum sem fyrirhugaðar voru á árunum eftir 2023.“ Suðurnes hafa farið einna verst út úr þeirri niðursveiflu sem nú ríður yfir landið vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og hafa íbúar þar kallað eftir sértækum ríkisaðgerðum. 50 til 125 ný störf fyrir hvern mánuð fram á mitt næsta ár Áætlað er að fjöldi nýrra starfa sem verði til við þessar framkvæmdir nemi 50 til 125 störfum fyrir hvern mánuð fram á mitt ár 2021. Þá er einnig gert ráð fyrir því að til verði fjöldi afleiddra verkefna á Suðurnesjunum sem tengist þessum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. Í morgunþættinum Bítinu í gær talaði Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta, til að mynda fyrir því að stjórnvöld myndu ráðast í mannfrekar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli. Atvinnuleysi á svæðinu er komið í sautján prósent og er þar það hæsta á landinu. Heildarumfang fjárfestinga gæti numið ríflega sjö milljörðum „Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að styðja við félagið gerir okkur kleift að fara í verkefni sem við hefðum annars ekki haft svigrúm til á þessari stundu,“ er haft eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia, í frétt stjórnarráðsins. „Hún býr ekki eingöngu til ný störf í framkvæmdunum sjálfum heldur getum við vegna hennar staðið vörð um fjölda starfa innan Isavia.“ Þessi aðgerð er sögð opna fyrir möguleika á frekari framkvæmdum á flugvellinum upp á ríflega þrjá milljarða króna. Heildarumfang fjárfestinga sem tengist þessari hlutafjáraukningu ríkisins í Isavia geti því numið ríflega sjö milljörðum króna yfir tveggja ára tímabil
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fréttir af flugi Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels