Innlent

Slökkvilið kallað út að Grundar­tanga

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Slökkvilið var að athafna sig á svæðinu nú á fjórða tímanum.
Slökkvilið var að athafna sig á svæðinu nú á fjórða tímanum. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið Akraness var kallað út vegna hugsanlegs elds í járnblendiverksmiðju hjá Elkem á Grundartanga á fjórða tímanum. Enginn opinn eldur tók þó á móti slökkviliði þegar það kom á staðinn, að sögn Jens Heiðars Ragnarssonar slökkviliðsstjóra, en reykur var í húsnæðinu.

Jens segir búið að tryggja vettvang og slökkvilið sé enn að störfum. Þá sé ekki um meiriháttar atvik að ræða. Ekki fengust upplýsingar um upptök reyksins.

Fréttin var uppfærð klukkan 15:50.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×