Innlent

Fá að hittast á fundi Ríkis­sátta­semjara með leyfi sótt­varna­læknis

Birgir Olgeirsson skrifar
Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari.
Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari.

Fjarfundi samninganefnda Félags hjúkrunarfræðinga og íslenska ríkisins lauk rétt fyrir hádegi í dag. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir fundinn hafa verið góðan og annar fundur hafi verið boðaður í húsakynnum sáttasemjara á morgun klukkan 13. Þar munu samninganefndir hittast í persónu, þrír frá félagi hjúkrunarfræðinga, þrír frá íslenska ríkinu og tveir frá sáttasemjara.

Er það gert með leyfi sóttvarnalæknis en átta í heildina munu sitja þennan fund.

Aðalsteinn segir að mikill árangur hafi náðst í að finna lausnir í styttingu vinnuvikunnar og vinnutilhögun í vaktavinnu. Þá hefur einnig náðst sór áfangi í því sem við kemur endurmenntun og orlofsmál.

Það sem eftir stendur er launaliðurinn.

Aðalsteinn segir í samtali við Vísi að allir finni til mikillar ábyrgðar í þessum viðræðum að leysa þessa kjaradeilu. Hann segir einlægan vilja hjá báðum samninganefndum að finna lausnir á þessari þungu og flóknu deilu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.