Innlent

Tveir í haldi eftir að kona fannst látin á heimili í Hafnar­firði

Atli Ísleifsson skrifar
Rannsókn málsins beinist m.a. að því hvort mennirnir hafi átt þátt í andláti konunnar
Rannsókn málsins beinist m.a. að því hvort mennirnir hafi átt þátt í andláti konunnar vísir/vilhelm

Kona um sextugt fannst látin í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt, en tilkynning um málið barst lögreglu um hálf tvö. 

Í tilkynningu frá lögreglu segir að haldið hafi verið á vettvang um leið og tilkynning barst, en konan var látin þegar að var komið. 

„Tveir karlar, annar um þrítugt og hinn á sextugsaldri, voru sömuleiðis á heimilinu og voru þeir báðir handteknir í þágu rannsóknarinnar. Rannsókn málsins er á frumstigi, en hún beinist m.a. að því hvort mennirnir hafi átt þátt í andláti konunnar.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.