Innlent

Tveir í haldi eftir að kona fannst látin á heimili í Hafnar­firði

Atli Ísleifsson skrifar
Rannsókn málsins beinist m.a. að því hvort mennirnir hafi átt þátt í andláti konunnar
Rannsókn málsins beinist m.a. að því hvort mennirnir hafi átt þátt í andláti konunnar vísir/vilhelm

Kona um sextugt fannst látin í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt, en tilkynning um málið barst lögreglu um hálf tvö. 

Í tilkynningu frá lögreglu segir að haldið hafi verið á vettvang um leið og tilkynning barst, en konan var látin þegar að var komið. 

„Tveir karlar, annar um þrítugt og hinn á sextugsaldri, voru sömuleiðis á heimilinu og voru þeir báðir handteknir í þágu rannsóknarinnar. Rannsókn málsins er á frumstigi, en hún beinist m.a. að því hvort mennirnir hafi átt þátt í andláti konunnar.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.