Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Kristján Már Unnarsson skrifar 5. apríl 2020 08:10 Poula Kristín Buch og dæturnar Andrea og Sylvía Sigurðardætur rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu eru meðal þeirra sem rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2 næstu tvö mánudagskvöld. Áratugur er liðinn um þessar mundir frá þessum náttúruhamförum sem komu nafni Íslands í heimsfréttirnar vikum saman þegar aska Eyjafjallajökuls setti flugumferð í Evrópu á annan endann. Frá eldgosinu í Eyjafjallajökli árið 2010Stöð 2/Skjáskot úr þættinum. Vísindamenn höfðu fylgst með kvikuinnstreymi í eldstöðina um átján ára skeið þegar það á endanum braut sér leið upp á yfirborð, fyrst á Fimmvörðuhálsi þann 20. mars 2010, með þriggja vikna eldgosi sem kallað var túristagos, og síðan í toppgíg Eyjafjallajökuls þann 14. apríl, með öskugosi sem lauk þann 23. maí sama ár. „Og þá var fjandinn laus,“ segir Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi undir Eyjafjöllum, um öskufallið sem olli margvíslegum búsifjum í nærsveitum og einnig löngu eftir að gosinu var lokið. Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi, í öskumistri um miðjan dag í apríl 2010.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Önundarhorn var sú bújörð sem varð fyrir mestu tjóni vegna eðjuflóða ofan í öskufall sem komu niður farveg Svaðbælisár og fylltu öll tún og skurði. Þar var ekki heyjað það sumar en eldgosið varð til þess að hjónin Poula Kristín Buch og Sigurður Þór Þórhallsson hættu búskap og fluttu á Hvolsvöll ásamt dætrum sínum. Á upphafsdögum gossins hitti fréttamaður Stöðvar 2 móðurina Poulu Kristínu í hjálparmiðstöðinni að Heimalandi. Hún hafði þá flúið svart öskumistrið ásamt dætrunum Andreu og Sylvíu, sem þá voru 9 og 7 ára, en eiginmaðurinn Sigurður snúið til baka til að sinna bústofninum á bænum. Tíu árum síðar rifja þær upp þessar vikur þegar öskusprengingar eldgígsins blöstu við þeim út um eldhúsgluggann á Öndunarhorni en þær þurftu að sofa níu nætur að heiman. Í viðtali fyrir tíu árum í hjálparmiðstöðinni undir Eyjafjöllum í apríl 2010. Poula Kristín og dæturnar Andrea og Sylvía, sem þá voru 9 ára og 7 ára.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég er fyrst núna að geta bara talað um þetta án þess að fara að gráta,“ segir Andrea og lýsir opinskátt þeirri erfiðu lífreynslu barnsins sem fylgdi gosinu og að þurfa að yfirgefa dýrin og sveitina sína. Fyrri þátturinn er á dagskrá mánudagskvöldið 6. apríl en sá síðari á annan í páskum. Hér má sjá sýnishorn: Eldgos og jarðhræringar Þættir á Stöð 2 Stöð 2 Rangárþing eystra Gos á Fimmvörðuhálsi Mýrdalshreppur Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu eru meðal þeirra sem rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2 næstu tvö mánudagskvöld. Áratugur er liðinn um þessar mundir frá þessum náttúruhamförum sem komu nafni Íslands í heimsfréttirnar vikum saman þegar aska Eyjafjallajökuls setti flugumferð í Evrópu á annan endann. Frá eldgosinu í Eyjafjallajökli árið 2010Stöð 2/Skjáskot úr þættinum. Vísindamenn höfðu fylgst með kvikuinnstreymi í eldstöðina um átján ára skeið þegar það á endanum braut sér leið upp á yfirborð, fyrst á Fimmvörðuhálsi þann 20. mars 2010, með þriggja vikna eldgosi sem kallað var túristagos, og síðan í toppgíg Eyjafjallajökuls þann 14. apríl, með öskugosi sem lauk þann 23. maí sama ár. „Og þá var fjandinn laus,“ segir Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi undir Eyjafjöllum, um öskufallið sem olli margvíslegum búsifjum í nærsveitum og einnig löngu eftir að gosinu var lokið. Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi, í öskumistri um miðjan dag í apríl 2010.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Önundarhorn var sú bújörð sem varð fyrir mestu tjóni vegna eðjuflóða ofan í öskufall sem komu niður farveg Svaðbælisár og fylltu öll tún og skurði. Þar var ekki heyjað það sumar en eldgosið varð til þess að hjónin Poula Kristín Buch og Sigurður Þór Þórhallsson hættu búskap og fluttu á Hvolsvöll ásamt dætrum sínum. Á upphafsdögum gossins hitti fréttamaður Stöðvar 2 móðurina Poulu Kristínu í hjálparmiðstöðinni að Heimalandi. Hún hafði þá flúið svart öskumistrið ásamt dætrunum Andreu og Sylvíu, sem þá voru 9 og 7 ára, en eiginmaðurinn Sigurður snúið til baka til að sinna bústofninum á bænum. Tíu árum síðar rifja þær upp þessar vikur þegar öskusprengingar eldgígsins blöstu við þeim út um eldhúsgluggann á Öndunarhorni en þær þurftu að sofa níu nætur að heiman. Í viðtali fyrir tíu árum í hjálparmiðstöðinni undir Eyjafjöllum í apríl 2010. Poula Kristín og dæturnar Andrea og Sylvía, sem þá voru 9 ára og 7 ára.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég er fyrst núna að geta bara talað um þetta án þess að fara að gráta,“ segir Andrea og lýsir opinskátt þeirri erfiðu lífreynslu barnsins sem fylgdi gosinu og að þurfa að yfirgefa dýrin og sveitina sína. Fyrri þátturinn er á dagskrá mánudagskvöldið 6. apríl en sá síðari á annan í páskum. Hér má sjá sýnishorn:
Eldgos og jarðhræringar Þættir á Stöð 2 Stöð 2 Rangárþing eystra Gos á Fimmvörðuhálsi Mýrdalshreppur Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent