Aðgerðir ríkisstjórnar vegna samninga ljósar fyrir helgi Heimir Már Pétursson skrifar 27. maí 2015 19:45 Stjórnvöld greina frá aðgerðum sínum í tengslum við gerð kjarasamninga fyrir helgi. Lágmarkslaun munu hækka um ríflega 30 prósent á næstu þremur árum samkvæmt samningsdrögum Flóabandalagsins og verslunarmanna. Þau drög að kjarasamningum sem nú liggja fyrir hjá Flóabandalaginu, Verslunarmönnum og Stéttarfélagi Vesturlands við Samtök atvinnurekenda fela í sér blöndu krónutöluhækkana fyrir lægst launuðu hópana og stiglækkandi prósentuhækkanir til þeirra sem eru með 300 þúsund eða meira í mánaðarlaun á þessu ári. Þá er miðað við að lægstu laun verði 300 þúsund við lok samningstímans eftir rúm þrjú ár.Hér eru dæmi um hækkanir á þessu ári, þar sem sést hvernig mánaðarlaun frá 230 þúsund krónum upp í 750 þúsund krónur taka breytingum. Þar sést hvernig mismunandi prósentuhækkanir gefa svipaða krónutöluhækkun launa með lækkandi prósentum á mismunandi há laun, en prósentuhækkun verður lægst 3 prósent í kring um 750 þúsund króna mánaðarlaun. 1. maí á næsta ári gera þessi samningsdrög ráð fyrir að taxtalaun hækki að lágmarki um 15 þúsund krónur og launaþróunartrygging hækki laun utan taxtakerfis um 5,5 prósent. Hinn 1. maí 2017 hækka bæði taxtalaun og laun utan taxta um prósentutölu. Taxtalaunin um 4,5 prósent og laun utan taxta um 3 prósent. Að lokum myndu síðan árið 2018 koma þriggja prósenta hækkun á taxtalaun og 2 prósent á laun utan taxta. Byrjunarlaun afgreiðslufólks myndu að auki hækka um 3.400 krónur á þessu ári og 1.700 krónur árið 2017.Stefnt að undirritun á föstudag Rauð strik eru í samningunum varðandi þróun kaupmáttar og hækkanir annarra umfram þessar hækkanir. Þá er enn verið að vinna í einstökum bókunum með samningunum en Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR er bjartsýn á að samningar takist ef samkomulag næst um bókanirnar. „Þá ætti ekkert að vera að vanbúnaði að kynna þetta fyrir samninganefndinni okkar á föstudaginn. Ef samninganefndin samþykkir þetta ættum við að getað skrifað undir á föstudaginn,“ segir Ólafía. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er varkár í yfirlýsingum varðandi þessa samninga en segir að þeir muni væntanlega setja einhvern þrýsting á hagkerfið. En samningar gætu lagt línurnar fyrir aðra á vinnumarkaðnum. „Ég ætla að bíða með að lýsa yfir mikilli gleði þar til samningarnir eru komnir í hús og hafa verið samþykktir. En við hljótum að lýsa ánægju yfir því að verkföllum hefur verið frestað a.m.k. tímabundið og það virðist vera gangur í viðræðunum,“ segir Bjarni. Vonandi verði hægt að ljúka samningum á opinbera markaðnum fljótlega og ríkisstjórnin sé að leggja lokahönd á sínar aðgerðir í tengslum við kjarasamninga og muni kynna þær fyrir helgi. „Til þess að menn alls staðar við borðið hafi betri heildarsýn á það hvað í niðurstöður samninganna og opinberum aðgerðum myndi felast fyrri ólíka tekjuhópa,“ segir Bjarni Benediktsson. Verkfall 2016 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Stjórnvöld greina frá aðgerðum sínum í tengslum við gerð kjarasamninga fyrir helgi. Lágmarkslaun munu hækka um ríflega 30 prósent á næstu þremur árum samkvæmt samningsdrögum Flóabandalagsins og verslunarmanna. Þau drög að kjarasamningum sem nú liggja fyrir hjá Flóabandalaginu, Verslunarmönnum og Stéttarfélagi Vesturlands við Samtök atvinnurekenda fela í sér blöndu krónutöluhækkana fyrir lægst launuðu hópana og stiglækkandi prósentuhækkanir til þeirra sem eru með 300 þúsund eða meira í mánaðarlaun á þessu ári. Þá er miðað við að lægstu laun verði 300 þúsund við lok samningstímans eftir rúm þrjú ár.Hér eru dæmi um hækkanir á þessu ári, þar sem sést hvernig mánaðarlaun frá 230 þúsund krónum upp í 750 þúsund krónur taka breytingum. Þar sést hvernig mismunandi prósentuhækkanir gefa svipaða krónutöluhækkun launa með lækkandi prósentum á mismunandi há laun, en prósentuhækkun verður lægst 3 prósent í kring um 750 þúsund króna mánaðarlaun. 1. maí á næsta ári gera þessi samningsdrög ráð fyrir að taxtalaun hækki að lágmarki um 15 þúsund krónur og launaþróunartrygging hækki laun utan taxtakerfis um 5,5 prósent. Hinn 1. maí 2017 hækka bæði taxtalaun og laun utan taxta um prósentutölu. Taxtalaunin um 4,5 prósent og laun utan taxta um 3 prósent. Að lokum myndu síðan árið 2018 koma þriggja prósenta hækkun á taxtalaun og 2 prósent á laun utan taxta. Byrjunarlaun afgreiðslufólks myndu að auki hækka um 3.400 krónur á þessu ári og 1.700 krónur árið 2017.Stefnt að undirritun á föstudag Rauð strik eru í samningunum varðandi þróun kaupmáttar og hækkanir annarra umfram þessar hækkanir. Þá er enn verið að vinna í einstökum bókunum með samningunum en Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR er bjartsýn á að samningar takist ef samkomulag næst um bókanirnar. „Þá ætti ekkert að vera að vanbúnaði að kynna þetta fyrir samninganefndinni okkar á föstudaginn. Ef samninganefndin samþykkir þetta ættum við að getað skrifað undir á föstudaginn,“ segir Ólafía. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er varkár í yfirlýsingum varðandi þessa samninga en segir að þeir muni væntanlega setja einhvern þrýsting á hagkerfið. En samningar gætu lagt línurnar fyrir aðra á vinnumarkaðnum. „Ég ætla að bíða með að lýsa yfir mikilli gleði þar til samningarnir eru komnir í hús og hafa verið samþykktir. En við hljótum að lýsa ánægju yfir því að verkföllum hefur verið frestað a.m.k. tímabundið og það virðist vera gangur í viðræðunum,“ segir Bjarni. Vonandi verði hægt að ljúka samningum á opinbera markaðnum fljótlega og ríkisstjórnin sé að leggja lokahönd á sínar aðgerðir í tengslum við kjarasamninga og muni kynna þær fyrir helgi. „Til þess að menn alls staðar við borðið hafi betri heildarsýn á það hvað í niðurstöður samninganna og opinberum aðgerðum myndi felast fyrri ólíka tekjuhópa,“ segir Bjarni Benediktsson.
Verkfall 2016 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira