Konsúllinn verður kyrr Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. október 2017 06:00 Guðlaugur Þór lét kanna mál Borislavovu. vísir/vilhelm „Ég hef látið kanna þetta mál innan ráðuneytisins,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um umdeildan ræðismann Íslands í Búlgaríu sem fjallað var um í Fréttablaðinu 10. og 11. október síðastliðinn. Guðlaugur segir engar skráðar upplýsingar í ráðuneytinu um þau mál sem umfjöllunin laut að. Í umfjöllun blaðsins kom fram að Tsvetelina Borislavova, sem skipuð var heiðursræðismaður Íslands í Búlgaríu árið 2006 hefur ítrekað verið orðuð við peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi í fjölmiðlum þar ytra og að sendiherra Bandaríkjanna í Búlgaríu hafi varað bandarísk stjórnvöld við henni í skeytum sem lekið var á vefsíðu Wikileaks árið 2010. „Ég hef, að svo stöddu, ekki ástæðu til að ætla að hún geti ekki sinnt sínu hlutverki sem ræðismaður okkar í Búlgaríu, enda liggur ekkert fyrir um að hún hafi gerst brotleg við lög,“ segir Guðlaugur. Hann lætur þess getið að ræðismenn Íslands erlendis séu á þriðja hundrað talsins og mjög mikilvægur hluti af utanríkisþjónustu Íslands. Í nýútkominni skýrslu um utanríkisþjónustu til framtíðar, sem unnin var að hans frumkvæði, hafi verið lagt til að stofnuð yrði sérstök deild í utanríkisráðuneytinu til að styðja við ræðismenn okkar erlendis. „Þeirri tillögu var þegar hrint í framkvæmd og umsjón þessara mála er því í réttum farvegi að mínu mati, en við fylgjumst vel með framvindunni,“ segir Guðlaugur. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ræðismaður fyrir Ísland orðuð við skipulagða glæpastarfsemi Heiðursræðismaður Íslands í Búlgaríu, Tsvetelina Borislavova, sem var viðskiptafélagi Björgúlfs Thors Björgúlfssonar, hefur ítrekað verið orðuð við peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. 10. október 2017 05:00 Umdeildur ræðismaður fékk meðmæli frá sendiherra og Björgólfi Thor Guðmundur Árni Stefánsson, þá sendiherra og Björgólfur Thor Björgólfsson voru meðal þeirra sem mæltu með því að Tsvetelina Borislavova yrði skipuð heiðursræðismaður Íslands í Búlgaríu. Skipunin gekk í gegn árið 2006 og það var Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi utanríkisráðherra sem undirritaði skipunarbréfið, sem Fréttablaðið hefur undir höndum. 11. október 2017 10:00 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
„Ég hef látið kanna þetta mál innan ráðuneytisins,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um umdeildan ræðismann Íslands í Búlgaríu sem fjallað var um í Fréttablaðinu 10. og 11. október síðastliðinn. Guðlaugur segir engar skráðar upplýsingar í ráðuneytinu um þau mál sem umfjöllunin laut að. Í umfjöllun blaðsins kom fram að Tsvetelina Borislavova, sem skipuð var heiðursræðismaður Íslands í Búlgaríu árið 2006 hefur ítrekað verið orðuð við peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi í fjölmiðlum þar ytra og að sendiherra Bandaríkjanna í Búlgaríu hafi varað bandarísk stjórnvöld við henni í skeytum sem lekið var á vefsíðu Wikileaks árið 2010. „Ég hef, að svo stöddu, ekki ástæðu til að ætla að hún geti ekki sinnt sínu hlutverki sem ræðismaður okkar í Búlgaríu, enda liggur ekkert fyrir um að hún hafi gerst brotleg við lög,“ segir Guðlaugur. Hann lætur þess getið að ræðismenn Íslands erlendis séu á þriðja hundrað talsins og mjög mikilvægur hluti af utanríkisþjónustu Íslands. Í nýútkominni skýrslu um utanríkisþjónustu til framtíðar, sem unnin var að hans frumkvæði, hafi verið lagt til að stofnuð yrði sérstök deild í utanríkisráðuneytinu til að styðja við ræðismenn okkar erlendis. „Þeirri tillögu var þegar hrint í framkvæmd og umsjón þessara mála er því í réttum farvegi að mínu mati, en við fylgjumst vel með framvindunni,“ segir Guðlaugur.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ræðismaður fyrir Ísland orðuð við skipulagða glæpastarfsemi Heiðursræðismaður Íslands í Búlgaríu, Tsvetelina Borislavova, sem var viðskiptafélagi Björgúlfs Thors Björgúlfssonar, hefur ítrekað verið orðuð við peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. 10. október 2017 05:00 Umdeildur ræðismaður fékk meðmæli frá sendiherra og Björgólfi Thor Guðmundur Árni Stefánsson, þá sendiherra og Björgólfur Thor Björgólfsson voru meðal þeirra sem mæltu með því að Tsvetelina Borislavova yrði skipuð heiðursræðismaður Íslands í Búlgaríu. Skipunin gekk í gegn árið 2006 og það var Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi utanríkisráðherra sem undirritaði skipunarbréfið, sem Fréttablaðið hefur undir höndum. 11. október 2017 10:00 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Ræðismaður fyrir Ísland orðuð við skipulagða glæpastarfsemi Heiðursræðismaður Íslands í Búlgaríu, Tsvetelina Borislavova, sem var viðskiptafélagi Björgúlfs Thors Björgúlfssonar, hefur ítrekað verið orðuð við peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. 10. október 2017 05:00
Umdeildur ræðismaður fékk meðmæli frá sendiherra og Björgólfi Thor Guðmundur Árni Stefánsson, þá sendiherra og Björgólfur Thor Björgólfsson voru meðal þeirra sem mæltu með því að Tsvetelina Borislavova yrði skipuð heiðursræðismaður Íslands í Búlgaríu. Skipunin gekk í gegn árið 2006 og það var Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi utanríkisráðherra sem undirritaði skipunarbréfið, sem Fréttablaðið hefur undir höndum. 11. október 2017 10:00