Real Madrid átti ekki í vandræðum með botnliðið Real Zaragoza í spænska boltanum í kvöld. Madrídarliðið vann 3-1 útisigur.
Mesut Özil kom Real Madrid yfir áður en Cristiano Ronaldo og Angel di Maria bættu við mörkum. Heimamenn minnkuðu svo muninn úr vítaspyrnu.
Í meðfylgjandi myndbandi má sjá markið sem Ronaldo skoraði í leiknum en það var stórglæsilegt beint úr aukaspyrnu.
Með sigrinum kemst Real Madrid á toppinn í allavega tvo klukkutíma þar sem nú er að hefjast leikur Barcelona og Real Sociedad sem er í beinni á Stöð 2 Sport. Zaragoza hefur aðeins hlotið níu stig á tímabilinu.