Fjármálaráðherra segir sams konar flugfélag verða að rísa á rústum Icelandair fari félagið í þrot Heimir Már Pétursson skrifar 13. maí 2020 19:20 Ferðaþjónustan á Íslandi sem og útflutningsaðilar eiga mikið undir leiðarkerfi Icelandair með Keflavíkurflugvöll sem miðstöð í flugi á milli norður Ameríku og Evrópu. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir að ef ekki takist að bjarga Icelandair þurfi að byggja upp nýtt flugfélag sem geti sinnt því hlutverki sem flugfélagið sinni í dag með Keflavík sem miðstöð alþjóðaflugs. Formaður Viðreisnar lýsti þungum áhyggjum af framtíð Icelandair í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar spurði út í stefnu stjórnvalda gagnvart stöðu Icelandair á Alþingi í dag. Vandinn sem nú væri við að glíma í efnahagsmálum væri ekki bara vandi ríkisstjórnarinnar heldur þjóðarinnar allrar enda hafi Viðreisn stutt allar aðgerðir stjórnvalda. Staða Icelandair væri flókin en öruggar samgöngur til og frá landinu væru lífæð þjóðarinnar. „Ef það verður brestur á framvindunni núna varðandi flugsamgöngur hvert er þá planið? Hvernig hyggst ríkisstjórnin þá stíga inn í til að tryggja þessi mikilvægu tengsl okkar Íslendinga við umheiminn?“ sagði Þorgerður Katrín. Leiðarkerfi Icelandair væri mjög mikilvægt bæði hvað varðaði útflutning og farþegaflutninga. Fjármálaráðherra segir stjórnvöld reiðubúin að veita Icelandair ríkisábyrgð með skilyrðum sem semja þyrfti um þegar stjórn fyrirtækisins hafi tekist að gera áætlun um endurskipulagningu á fjárhag félagsins.Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði áætlun stjórnvalda að styðja við alþjóðaflugvöll í Keflavík sem sinnti Atlantshafsflugi eins og Icelandair hefði gert í áratugi. Þar lægju verðmætin og enginn annar aðili hafi boðið sig fram til að sinna þessu hlutverki. Ólíklegt væri að erlendir aðilar reyndu að hlaupa í skarðið. Ef áætlanir Icelandair um endurskipulagningu rekstrarins gengju upp hafi ríkið því boðið ríkisábyrgð með skilyrðum. Takist það ekki sé komin upp ný staða. „Stóra verkefnið sem blasir hins vegar við okkur sameiginlega mistakist þessi tilraun er að byggja að nýju upp félag sem getur sinnt þessu mikilvæga hlutverki með Keflavíkurflugvöll sem tengiflugvöll um norður Atlantshafið. Það hljóta að koma margar sviðsmyndir til skoðunar í því samhengi og vonandi þá bornar uppi af þeim sem ætla að koma með fjármagn inn í það úr einkageiranum,“ sagði Bjarni Benediktsson Ferðamennska á Íslandi Icelandair Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair sá sér ekki fært að halda viðræðum áfram á grundvelli tilboðs flugfreyja Samningafundur Flugfreyja og Icelandair, sem hófst klukkan ellefu í morgun, stóð yfir í klukkustund áður en honum var frestað. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að samninganefnd Icelandair hefði ekki séð sér fært að halda viðræðum áfram á grundvelli þess tilboðs sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur lagt fram. 13. maí 2020 12:56 „Ótrúlega stutt“ á milli flugmanna og Icelandair Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir stutt á milli í kröfum flugmanna og Icelandair. Hann segir óheppilegt að Icelandair hafi ákveðið að senda tilboð sitt á alla flugmenn Icelandair eftir að samninganefnd flugmanna hafði hafnað að bera það undir félagsmenn 13. maí 2020 11:56 Vilja tengja kaupaukakerfi flugmanna við rekstarárangur Icelandair Ein af tillögum Icelandair í kjaraviðræðum við Félag íslenskra atvinnuflugmanna er að kaupaukakerfi flugmanna verði breytt þannig að þeir fái hlutdeild í rekstarhagnaði Icelandair, frekar en en vegna stundvísi og lágmörkun eldsneytisnotkunar 13. maí 2020 10:38 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að ef ekki takist að bjarga Icelandair þurfi að byggja upp nýtt flugfélag sem geti sinnt því hlutverki sem flugfélagið sinni í dag með Keflavík sem miðstöð alþjóðaflugs. Formaður Viðreisnar lýsti þungum áhyggjum af framtíð Icelandair í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar spurði út í stefnu stjórnvalda gagnvart stöðu Icelandair á Alþingi í dag. Vandinn sem nú væri við að glíma í efnahagsmálum væri ekki bara vandi ríkisstjórnarinnar heldur þjóðarinnar allrar enda hafi Viðreisn stutt allar aðgerðir stjórnvalda. Staða Icelandair væri flókin en öruggar samgöngur til og frá landinu væru lífæð þjóðarinnar. „Ef það verður brestur á framvindunni núna varðandi flugsamgöngur hvert er þá planið? Hvernig hyggst ríkisstjórnin þá stíga inn í til að tryggja þessi mikilvægu tengsl okkar Íslendinga við umheiminn?“ sagði Þorgerður Katrín. Leiðarkerfi Icelandair væri mjög mikilvægt bæði hvað varðaði útflutning og farþegaflutninga. Fjármálaráðherra segir stjórnvöld reiðubúin að veita Icelandair ríkisábyrgð með skilyrðum sem semja þyrfti um þegar stjórn fyrirtækisins hafi tekist að gera áætlun um endurskipulagningu á fjárhag félagsins.Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði áætlun stjórnvalda að styðja við alþjóðaflugvöll í Keflavík sem sinnti Atlantshafsflugi eins og Icelandair hefði gert í áratugi. Þar lægju verðmætin og enginn annar aðili hafi boðið sig fram til að sinna þessu hlutverki. Ólíklegt væri að erlendir aðilar reyndu að hlaupa í skarðið. Ef áætlanir Icelandair um endurskipulagningu rekstrarins gengju upp hafi ríkið því boðið ríkisábyrgð með skilyrðum. Takist það ekki sé komin upp ný staða. „Stóra verkefnið sem blasir hins vegar við okkur sameiginlega mistakist þessi tilraun er að byggja að nýju upp félag sem getur sinnt þessu mikilvæga hlutverki með Keflavíkurflugvöll sem tengiflugvöll um norður Atlantshafið. Það hljóta að koma margar sviðsmyndir til skoðunar í því samhengi og vonandi þá bornar uppi af þeim sem ætla að koma með fjármagn inn í það úr einkageiranum,“ sagði Bjarni Benediktsson
Ferðamennska á Íslandi Icelandair Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair sá sér ekki fært að halda viðræðum áfram á grundvelli tilboðs flugfreyja Samningafundur Flugfreyja og Icelandair, sem hófst klukkan ellefu í morgun, stóð yfir í klukkustund áður en honum var frestað. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að samninganefnd Icelandair hefði ekki séð sér fært að halda viðræðum áfram á grundvelli þess tilboðs sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur lagt fram. 13. maí 2020 12:56 „Ótrúlega stutt“ á milli flugmanna og Icelandair Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir stutt á milli í kröfum flugmanna og Icelandair. Hann segir óheppilegt að Icelandair hafi ákveðið að senda tilboð sitt á alla flugmenn Icelandair eftir að samninganefnd flugmanna hafði hafnað að bera það undir félagsmenn 13. maí 2020 11:56 Vilja tengja kaupaukakerfi flugmanna við rekstarárangur Icelandair Ein af tillögum Icelandair í kjaraviðræðum við Félag íslenskra atvinnuflugmanna er að kaupaukakerfi flugmanna verði breytt þannig að þeir fái hlutdeild í rekstarhagnaði Icelandair, frekar en en vegna stundvísi og lágmörkun eldsneytisnotkunar 13. maí 2020 10:38 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Icelandair sá sér ekki fært að halda viðræðum áfram á grundvelli tilboðs flugfreyja Samningafundur Flugfreyja og Icelandair, sem hófst klukkan ellefu í morgun, stóð yfir í klukkustund áður en honum var frestað. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að samninganefnd Icelandair hefði ekki séð sér fært að halda viðræðum áfram á grundvelli þess tilboðs sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur lagt fram. 13. maí 2020 12:56
„Ótrúlega stutt“ á milli flugmanna og Icelandair Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir stutt á milli í kröfum flugmanna og Icelandair. Hann segir óheppilegt að Icelandair hafi ákveðið að senda tilboð sitt á alla flugmenn Icelandair eftir að samninganefnd flugmanna hafði hafnað að bera það undir félagsmenn 13. maí 2020 11:56
Vilja tengja kaupaukakerfi flugmanna við rekstarárangur Icelandair Ein af tillögum Icelandair í kjaraviðræðum við Félag íslenskra atvinnuflugmanna er að kaupaukakerfi flugmanna verði breytt þannig að þeir fái hlutdeild í rekstarhagnaði Icelandair, frekar en en vegna stundvísi og lágmörkun eldsneytisnotkunar 13. maí 2020 10:38
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent