„Ótrúlega stutt“ á milli flugmanna og Icelandair Birgir Olgeirsson skrifar 13. maí 2020 11:56 Vísir/Arnar Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir stutt á milli í kröfum flugmanna og Icelandair. Hann segir óheppilegt að Icelandair hafi ákveðið að senda tilboð sitt á alla flugmenn Icelandair eftir að samninganefnd flugmanna hafði hafnað að bera það undir félagsmenn Samninganefndir Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair funduðu ekki í gær og hefur enginn fundur verið boðaður í dag. Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir samninganefndina hins vegar tilbúna ef kallið kemur frá Icelandair. „Það er ótrúlega stutt á milli okkar, það stendur styr um það hvernig menn reikna, við höfum nú áður verið stutt frá hvor öðrum og náð saman að lokum, ég veit að það gerist líka núna,“ segir Jón Þór. Hann segir að verið sé að meta og reikna út áhrif tilslakana og hvernig nýtingin verður úr þeim.„Það er það sem við höfum lagt fram, Icelandair hefur reiknað það þannig að það sé lítilleg viðbót sem þarf til og við erum bara að reikna þetta og leggja þetta upp og máta þetta. Það skiptir miklu máli hvernig leiðakerfið er og hvaða mögulegu nýju markaðir eru undir. Þetta eru margir þræðir í þessari jöfnu,“ segir Jón Þór. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í samtali við fréttastofu í gær að ekki stæði til að rýra ráðstöfunartekjur flugstétta með nýjum kjarasamningum. „Ég held að það sé hægt að halda því fram að ráðstöfunartekjur eigi ekki að rýrna. Ég held að hann hafi verið að vísa til þess að framleiðaraukningin kæmi til með því að menn myndu vinna meira fyrir sömu tekjur.“ Hann segir óheppilegt að Icelandair hafi sent tilboð sitt á flugmenn. „Kjarasamningum verður ekki komið á með þessum hætti á íslenskum vinnumarkaði.“ Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Vilja tengja kaupaukakerfi flugmanna við rekstarárangur Icelandair Ein af tillögum Icelandair í kjaraviðræðum við Félag íslenskra atvinnuflugmanna er að kaupaukakerfi flugmanna verði breytt þannig að þeir fái hlutdeild í rekstarhagnaði Icelandair, frekar en en vegna stundvísi og lágmörkun eldsneytisnotkunar 13. maí 2020 10:38 Sameiginlegt verkefni að ná langtímasamningum Forstjóri Icelandair segir það sameiginlegt verkefni félagsins og starfsmanna að ganga frá langtímasamningum til þess að geta sýnt væntanlegum fjárfestum fram á samkeppnishæfni flugfélagsins. Í viðræðum við flugstéttir sé lögð áhersla á að auka vinnuframlag en verja ráðstöfunartekjur starfsmanna. 12. maí 2020 23:41 Flugstjórar með 2,1 milljón á mánuði að meðaltali Flugstjórar hjá Icelandair eru með 2,1 milljón króna í heildarlaun að meðaltali miðað við árið 2019. Flugmenn hjá flugfélaginu eru með 1,1 milljón krónur í heildarlaun að meðaltali. 12. maí 2020 13:04 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir stutt á milli í kröfum flugmanna og Icelandair. Hann segir óheppilegt að Icelandair hafi ákveðið að senda tilboð sitt á alla flugmenn Icelandair eftir að samninganefnd flugmanna hafði hafnað að bera það undir félagsmenn Samninganefndir Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair funduðu ekki í gær og hefur enginn fundur verið boðaður í dag. Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir samninganefndina hins vegar tilbúna ef kallið kemur frá Icelandair. „Það er ótrúlega stutt á milli okkar, það stendur styr um það hvernig menn reikna, við höfum nú áður verið stutt frá hvor öðrum og náð saman að lokum, ég veit að það gerist líka núna,“ segir Jón Þór. Hann segir að verið sé að meta og reikna út áhrif tilslakana og hvernig nýtingin verður úr þeim.„Það er það sem við höfum lagt fram, Icelandair hefur reiknað það þannig að það sé lítilleg viðbót sem þarf til og við erum bara að reikna þetta og leggja þetta upp og máta þetta. Það skiptir miklu máli hvernig leiðakerfið er og hvaða mögulegu nýju markaðir eru undir. Þetta eru margir þræðir í þessari jöfnu,“ segir Jón Þór. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í samtali við fréttastofu í gær að ekki stæði til að rýra ráðstöfunartekjur flugstétta með nýjum kjarasamningum. „Ég held að það sé hægt að halda því fram að ráðstöfunartekjur eigi ekki að rýrna. Ég held að hann hafi verið að vísa til þess að framleiðaraukningin kæmi til með því að menn myndu vinna meira fyrir sömu tekjur.“ Hann segir óheppilegt að Icelandair hafi sent tilboð sitt á flugmenn. „Kjarasamningum verður ekki komið á með þessum hætti á íslenskum vinnumarkaði.“
Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Vilja tengja kaupaukakerfi flugmanna við rekstarárangur Icelandair Ein af tillögum Icelandair í kjaraviðræðum við Félag íslenskra atvinnuflugmanna er að kaupaukakerfi flugmanna verði breytt þannig að þeir fái hlutdeild í rekstarhagnaði Icelandair, frekar en en vegna stundvísi og lágmörkun eldsneytisnotkunar 13. maí 2020 10:38 Sameiginlegt verkefni að ná langtímasamningum Forstjóri Icelandair segir það sameiginlegt verkefni félagsins og starfsmanna að ganga frá langtímasamningum til þess að geta sýnt væntanlegum fjárfestum fram á samkeppnishæfni flugfélagsins. Í viðræðum við flugstéttir sé lögð áhersla á að auka vinnuframlag en verja ráðstöfunartekjur starfsmanna. 12. maí 2020 23:41 Flugstjórar með 2,1 milljón á mánuði að meðaltali Flugstjórar hjá Icelandair eru með 2,1 milljón króna í heildarlaun að meðaltali miðað við árið 2019. Flugmenn hjá flugfélaginu eru með 1,1 milljón krónur í heildarlaun að meðaltali. 12. maí 2020 13:04 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Vilja tengja kaupaukakerfi flugmanna við rekstarárangur Icelandair Ein af tillögum Icelandair í kjaraviðræðum við Félag íslenskra atvinnuflugmanna er að kaupaukakerfi flugmanna verði breytt þannig að þeir fái hlutdeild í rekstarhagnaði Icelandair, frekar en en vegna stundvísi og lágmörkun eldsneytisnotkunar 13. maí 2020 10:38
Sameiginlegt verkefni að ná langtímasamningum Forstjóri Icelandair segir það sameiginlegt verkefni félagsins og starfsmanna að ganga frá langtímasamningum til þess að geta sýnt væntanlegum fjárfestum fram á samkeppnishæfni flugfélagsins. Í viðræðum við flugstéttir sé lögð áhersla á að auka vinnuframlag en verja ráðstöfunartekjur starfsmanna. 12. maí 2020 23:41
Flugstjórar með 2,1 milljón á mánuði að meðaltali Flugstjórar hjá Icelandair eru með 2,1 milljón króna í heildarlaun að meðaltali miðað við árið 2019. Flugmenn hjá flugfélaginu eru með 1,1 milljón krónur í heildarlaun að meðaltali. 12. maí 2020 13:04