Icelandair sá sér ekki fært að halda viðræðum áfram á grundvelli tilboðs flugfreyja Birgir Olgeirsson skrifar 13. maí 2020 12:56 Flugfreyjur við hús ríkissáttasemjara. Vísir/Birgir Samningafundur Flugfreyja og Icelandair, sem hófst klukkan ellefu í morgun, stóð yfir í klukkustund áður en honum var frestað. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að samninganefnd Icelandair hefði ekki séð sér fært að halda viðræðum áfram á grundvelli þess tilboðs sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur lagt fram. Samninganefnd flugfreyja hafði óskað eftir fundi með samninganefnd Icelandair hjá ríkissáttasemjara klukkan átta í gærkvöldi. Þar tilkynnti samninganefnd flugfreyja að flugfreyjur sem starfa hjá Icelandair hefðu hafnað einróma samningstilboði Icelandair sem inniheldur launaskerðingu upp á 18 til 35 prósent. Áfram var fundað fram á tvö í nótt þar sem farið var yfir tilboð sem samninganefnd flugfreyja hafði lagt fram fjórða maí síðastliðinn. Hlé var gert á fundinum fram til klukkan ellefu í morgun. Þegar sá fundur hafði staðið yfir í klukkutíma hjá sáttasemjara var fundi frestað af fyrrgreindum ástæðum. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, ásamt Aðalsteini Leifssyni ríkissáttasemjara. Vilhelm Gunnarsson Guðlaug segir annan fund ekki hafa verið boðaðan hjá ríkissáttasemjara. Samninganefnd flugfreyja er þó til í fund hvenær sem verði óskað eftir honum því samningsvilji sé ríkur hjá þeim. Hún segir langt á milli þess tilboðs Icelandair sem var hafnað og tilboði flugfreyjufélagsins sem var langtímasamningur en þó með tilslökunum yfir ákveðið tímabil. „Margt í okkar tilboði ætti að hjálpa Icelandair að ná stöðugleika og samkeppnishæfni,“ segir Guðlaug Líney og vísar þar með í orð Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, sem hefur sagt fjárfesta gera kröfu um hagstæða langtímasamninga til að ná fyrrnefndum stöðugleika og samkeppnishæfni. Icelandair ætlar að safna allt að 29 milljörðum króna í hlutafjárútboði sem lýkur eftir 9 daga, eða 22. maí. Bogi hefur sagt kjarasamninga starfsmanna Icelandair þröskuld í því útboði því fjárfestar geri kröfu um hagræðingu. Bogi sagði í viðtali við fréttastofu í gær að ekki stæði til að rýra ráðstöfunartekjur flugstétta Icelandair með því tilboði sem flugfélagið hefur gert starfsfólki sínu. Þeim orðum er Guðlaug alls ekki sammála. „Við værum að taka á okkur meiri vinnu fyrir sömu laun og án kjarahækkana á sama tíma og allir aðrir fá kjarahækkanir,“ segir Guðlaug. Icelandair Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira
Samningafundur Flugfreyja og Icelandair, sem hófst klukkan ellefu í morgun, stóð yfir í klukkustund áður en honum var frestað. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að samninganefnd Icelandair hefði ekki séð sér fært að halda viðræðum áfram á grundvelli þess tilboðs sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur lagt fram. Samninganefnd flugfreyja hafði óskað eftir fundi með samninganefnd Icelandair hjá ríkissáttasemjara klukkan átta í gærkvöldi. Þar tilkynnti samninganefnd flugfreyja að flugfreyjur sem starfa hjá Icelandair hefðu hafnað einróma samningstilboði Icelandair sem inniheldur launaskerðingu upp á 18 til 35 prósent. Áfram var fundað fram á tvö í nótt þar sem farið var yfir tilboð sem samninganefnd flugfreyja hafði lagt fram fjórða maí síðastliðinn. Hlé var gert á fundinum fram til klukkan ellefu í morgun. Þegar sá fundur hafði staðið yfir í klukkutíma hjá sáttasemjara var fundi frestað af fyrrgreindum ástæðum. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, ásamt Aðalsteini Leifssyni ríkissáttasemjara. Vilhelm Gunnarsson Guðlaug segir annan fund ekki hafa verið boðaðan hjá ríkissáttasemjara. Samninganefnd flugfreyja er þó til í fund hvenær sem verði óskað eftir honum því samningsvilji sé ríkur hjá þeim. Hún segir langt á milli þess tilboðs Icelandair sem var hafnað og tilboði flugfreyjufélagsins sem var langtímasamningur en þó með tilslökunum yfir ákveðið tímabil. „Margt í okkar tilboði ætti að hjálpa Icelandair að ná stöðugleika og samkeppnishæfni,“ segir Guðlaug Líney og vísar þar með í orð Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, sem hefur sagt fjárfesta gera kröfu um hagstæða langtímasamninga til að ná fyrrnefndum stöðugleika og samkeppnishæfni. Icelandair ætlar að safna allt að 29 milljörðum króna í hlutafjárútboði sem lýkur eftir 9 daga, eða 22. maí. Bogi hefur sagt kjarasamninga starfsmanna Icelandair þröskuld í því útboði því fjárfestar geri kröfu um hagræðingu. Bogi sagði í viðtali við fréttastofu í gær að ekki stæði til að rýra ráðstöfunartekjur flugstétta Icelandair með því tilboði sem flugfélagið hefur gert starfsfólki sínu. Þeim orðum er Guðlaug alls ekki sammála. „Við værum að taka á okkur meiri vinnu fyrir sömu laun og án kjarahækkana á sama tíma og allir aðrir fá kjarahækkanir,“ segir Guðlaug.
Icelandair Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira