Lífið

Karitas og Hafsteinn innréttuðu íbúðir við Sjónarveg

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
_A3A4038
Mynd/Gunnar Sverrisson

Hönnunarhjónin Karitas Sveinsdóttir og Hafsteinn Júlíusson, eigendur HAF Store og HAF Studio, innréttuðu á dögunum íbúðir við Sjónarveg í Urriðaholti.  Verkefnið var virkilega vel heppnað og ætti að geta veitt mörgum innblástur fyrir heimilið. 

Mynd/Gunnar Sverrisson

Leitast var við að hafa létt, hlýlegt og klassískt yfirbragð á íbúðunum. HAF grár litur sem fæst hjá Sérefni er á öllum veggjum. Loft, gluggar og hurðir eru í hvítu. Lítil smáatriði eins og hurðarhúnar, höldur og ljós eru svo svört til að skerpa aðeins á heildarútliti og tengja húsgögnin betur saman við rýmin.

Gunnar Sverrisson

Flest húsgögn eru framleidd á Íslandi af HAF STUDIO en þau hafa boðið uppá sérsmíðuð húsgögn út frá þörfum viðskiptavina undanfarið. Þessum húsgögnum er svo blandað við aðrar þekktari mublur frá IKEA í íbúðinni. Innréttingar eru steingráar með svörtum höldum og hvítri quartz borðplötu. Á gólfum er einstaklega fallegt síldarbeinsparket frá Parka. Ljósahönnun var í höndum Rafkaup.

Gunnar Sverrisson

Á baðherbergi og í eldhúsi eru innréttingarnar gráar en fataskápar eru lakkaðir hvítir. Með ljósum voal gardínum og fallegum svörtum smáatriðum verður litapallettan klassísk og stílhrein. Nánari upplýsingar um íbúðirnar má finna á fasteignavef Vísis en allir áhugasamir um innanhúshönnun ættu að fylgja HAF Studio á Instagram.

Mynd/Gunnar Sverrisson
Mynd/Gunnar Sverrisson
Mynd/Gunnar Sverrisson
Mynd/Gunnar Sverrisson
Mynd/Gunnar Sverrisson
Mynd/Gunnar Sverrisson
Mynd/Gunnar Sverrisson


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.