Lífið

Karitas og Hafsteinn innréttuðu íbúðir við Sjónarveg

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
_A3A4038
Mynd/Gunnar Sverrisson

Hönnunarhjónin Karitas Sveinsdóttir og Hafsteinn Júlíusson, eigendur HAF Store og HAF Studio, innréttuðu á dögunum íbúðir við Sjónarveg í Urriðaholti.  Verkefnið var virkilega vel heppnað og ætti að geta veitt mörgum innblástur fyrir heimilið. 

Mynd/Gunnar Sverrisson

Leitast var við að hafa létt, hlýlegt og klassískt yfirbragð á íbúðunum. HAF grár litur sem fæst hjá Sérefni er á öllum veggjum. Loft, gluggar og hurðir eru í hvítu. Lítil smáatriði eins og hurðarhúnar, höldur og ljós eru svo svört til að skerpa aðeins á heildarútliti og tengja húsgögnin betur saman við rýmin.

Gunnar Sverrisson

Flest húsgögn eru framleidd á Íslandi af HAF STUDIO en þau hafa boðið uppá sérsmíðuð húsgögn út frá þörfum viðskiptavina undanfarið. Þessum húsgögnum er svo blandað við aðrar þekktari mublur frá IKEA í íbúðinni. Innréttingar eru steingráar með svörtum höldum og hvítri quartz borðplötu. Á gólfum er einstaklega fallegt síldarbeinsparket frá Parka. Ljósahönnun var í höndum Rafkaup.

Gunnar Sverrisson

Á baðherbergi og í eldhúsi eru innréttingarnar gráar en fataskápar eru lakkaðir hvítir. Með ljósum voal gardínum og fallegum svörtum smáatriðum verður litapallettan klassísk og stílhrein. Nánari upplýsingar um íbúðirnar má finna á fasteignavef Vísis en allir áhugasamir um innanhúshönnun ættu að fylgja HAF Studio á Instagram.

Mynd/Gunnar Sverrisson
Mynd/Gunnar Sverrisson
Mynd/Gunnar Sverrisson
Mynd/Gunnar Sverrisson
Mynd/Gunnar Sverrisson
Mynd/Gunnar Sverrisson
Mynd/Gunnar Sverrisson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×