Engin ákvörðun verið tekin um að tryggja fólki í verndarsóttkví launagreiðslur Eiður Þór Árnason skrifar 3. apríl 2020 14:13 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir málið enn vera til skoðunar. Vísir/Arnar Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort viðkvæmum einstaklingum og aðstandendum langveikra barna sem fari í verndarsóttkví verði tryggðar launagreiðslur líkt og þeim sem er skipað að fara í sóttkví. Þetta segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, í samtali við fréttastofu. „Sóttkvíargreiðslurnar hafa byggt á því sem okkar sérfræðingateymi: landlæknir, sóttvarnalæknir og aðrir sem þar eru í forystu gefa tilmæli um og skipa hverjir skulu vera í sóttkví og hverjir ekki.“ Málið áfram til skoðunar Hann segir að sóttkvíarlögin byggi á þessu og það sé almennt ákvörðun þeirra áðurnefndu sem gildi. Málið sé þó áfram til skoðunar hjá ríkisstjórninni. „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það að svo stöddu að breyta því en við erum alltaf að fylgjast með. Við erum alltaf að skoða þessi mál og þetta er eitt af þeim verkefnum sem við erum að skoða þessa dagana.“ Sjá einnig: Þau sem eru í verndarsóttkví hafa ekki tryggð réttindi Ásmundur segir meðal annars vera litið til hinna Norðurlandanna í þessum efnum. „Að mér best að vitandi hafa þau ekki verið að stíga inn í með þessum hætti en eins og ég segi þetta er alltaf í eilífri skoðun.“ Embætti Landlæknis hefur gefið út ráðleggingar til foreldra langveikra barna og ungmenna vegna kórónuveirunnar. Þar er foreldrum ráðlagt að halda börnum með alvarlega sjúkdóma heima næstu vikur. Segir þetta skjóta skökku við Í liðinni viku ræddi fréttastofan við Þórdís Erla Björnsdóttir, móðir langveiks drengs. Hún hafði þá haldið honum heima í verndarsóttkví í tvær vikur og því ekki getað mætt til vinnu. Í tilfelli foreldra barna með undirliggjandi sjúkdóma, er ekki um skipaða sóttkví að ræða heldur verndarsóttkví. Þórdís sagði það skjóta skökku við að foreldrum langveikra barna sem væru í verndarsóttkví samkvæmt tilmælum heilbrigðisyfirvalda fengu ekki tryggð laun. Verndarsóttkví er ekki lögbundin fyrirskipun og því falla foreldrarnir ekki undir ný lög um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví. Umhyggja - félag langveikra barna hefur jafnframt skorað á stjórnvöld að þau tryggi að umrædd löggjöf nái einnig til foreldra langveikra barna í verndarsóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort viðkvæmum einstaklingum og aðstandendum langveikra barna sem fari í verndarsóttkví verði tryggðar launagreiðslur líkt og þeim sem er skipað að fara í sóttkví. Þetta segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, í samtali við fréttastofu. „Sóttkvíargreiðslurnar hafa byggt á því sem okkar sérfræðingateymi: landlæknir, sóttvarnalæknir og aðrir sem þar eru í forystu gefa tilmæli um og skipa hverjir skulu vera í sóttkví og hverjir ekki.“ Málið áfram til skoðunar Hann segir að sóttkvíarlögin byggi á þessu og það sé almennt ákvörðun þeirra áðurnefndu sem gildi. Málið sé þó áfram til skoðunar hjá ríkisstjórninni. „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það að svo stöddu að breyta því en við erum alltaf að fylgjast með. Við erum alltaf að skoða þessi mál og þetta er eitt af þeim verkefnum sem við erum að skoða þessa dagana.“ Sjá einnig: Þau sem eru í verndarsóttkví hafa ekki tryggð réttindi Ásmundur segir meðal annars vera litið til hinna Norðurlandanna í þessum efnum. „Að mér best að vitandi hafa þau ekki verið að stíga inn í með þessum hætti en eins og ég segi þetta er alltaf í eilífri skoðun.“ Embætti Landlæknis hefur gefið út ráðleggingar til foreldra langveikra barna og ungmenna vegna kórónuveirunnar. Þar er foreldrum ráðlagt að halda börnum með alvarlega sjúkdóma heima næstu vikur. Segir þetta skjóta skökku við Í liðinni viku ræddi fréttastofan við Þórdís Erla Björnsdóttir, móðir langveiks drengs. Hún hafði þá haldið honum heima í verndarsóttkví í tvær vikur og því ekki getað mætt til vinnu. Í tilfelli foreldra barna með undirliggjandi sjúkdóma, er ekki um skipaða sóttkví að ræða heldur verndarsóttkví. Þórdís sagði það skjóta skökku við að foreldrum langveikra barna sem væru í verndarsóttkví samkvæmt tilmælum heilbrigðisyfirvalda fengu ekki tryggð laun. Verndarsóttkví er ekki lögbundin fyrirskipun og því falla foreldrarnir ekki undir ný lög um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví. Umhyggja - félag langveikra barna hefur jafnframt skorað á stjórnvöld að þau tryggi að umrædd löggjöf nái einnig til foreldra langveikra barna í verndarsóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira