Fótbolti

Agüero valinn í landsliðið en Tevez í kuldanum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sergio Aguero.
Sergio Aguero. Nordic Photos / Getty Images
Carlos Tevez er enn í kuldanum hjá Alejander Sabella, landsliðsþjálfara Argentínu. Sá síðarnefndi hefur nú tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir næstu leiki í undankeppni HM 2014.

Sergio Agüero var valinn í hópinn sem og Pablo Zabaleta en allir þrír eru á mála hjá Manchester City. Agüero var líka valinn í síðast landsliðshóp en spilaði þá ekki vegna hnémeiðsla.

Hernan Barcos, sóknarmaður Palmeiras, var valinn í landsliðið frekar en Tevez.

Argentína mætir Úrúgvæ þann 12. október og svo Síle fjórum dögum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×