Á miðnætti skellur verkfall lækna á Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 26. október 2014 19:29 vísir/gva Á þriðja hundrað læknar leggja niður störf á miðnætti í kvöld. Verkfallið skapar mikla óvissu á Landspítalanum en það nær einnig til lækna á heilbrigðisstofnunum um allt land. Engir samningafundir hafa verið í deilunni um helgina og heldur engar þreifingar. Deiluaðilar ætla ekki að hittast fyrr en klukkan fjögur á morgun og því nokkuð víst að verkfall hefst á miðnætti. Kjarasamningar lækna hafa verið lausir í níu mánuði og hefur lítið þokast í samkomulagsátt á milli deiluaðila, það er lækna og ríkisins. Í byrjun mánaðarins ákváðu læknar að boða til verkfalls og taka níu hundruð læknar þátt í verkfallsaðgerðum. Þetta er í fyrsta sinn sem læknar fara í verkfall frá því þeir fengu verkfallsréttinn fyrir 30 árum síðan. Þeir leggja þó ekki allir niður störf í einu heldur gera þeir það í nokkrum hópum. Í fyrsta hópnum sem leggur niður störf í kvöld og verður í verkfalli næstu tvo sólarhringana eru á þriðja hundrað læknar. Þetta eru læknar á heilbrigðisstofnunum um allt land, heilsugæslum og á Landspítalanum. Á spítalanum eru það læknar á Barnaspítalanum, kvennadeild og rannsóknarsviði sem fara í verkfall í kvöld. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, segir verkfallið skapa mikla óvissu fyrir spítalann. Öllum bráðatilfellum verði þó sinnt. Þá telur Ólafur að svo geti farið nokkuð álag myndist á bráðamóttöku ef að sjúklingar taka að leita þangað í auknu mæli vegna verkfallsins. Það skal þó tekið fram að læknar sem vinna á einkastofum mæta til vinnu á morgun. Þá fara læknar í verkfall á öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Yfirlæknir mætir á hverja heilsugæslu og stofnun fyrir sig og sinnir þar bráðatilfellum. Ekki verður hægt að fá lyf endurnýjuð nema um lífsnauðsynleg lyf sé að ræða. Hjúkrunarfræðingar mæta hins vegar til vinnu og þá verður mæðra- og ungbarnavernd sinnt eins og venjulega af þeim. Post by Landspítali. Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofunnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Á þriðja hundrað læknar leggja niður störf á miðnætti í kvöld. Verkfallið skapar mikla óvissu á Landspítalanum en það nær einnig til lækna á heilbrigðisstofnunum um allt land. Engir samningafundir hafa verið í deilunni um helgina og heldur engar þreifingar. Deiluaðilar ætla ekki að hittast fyrr en klukkan fjögur á morgun og því nokkuð víst að verkfall hefst á miðnætti. Kjarasamningar lækna hafa verið lausir í níu mánuði og hefur lítið þokast í samkomulagsátt á milli deiluaðila, það er lækna og ríkisins. Í byrjun mánaðarins ákváðu læknar að boða til verkfalls og taka níu hundruð læknar þátt í verkfallsaðgerðum. Þetta er í fyrsta sinn sem læknar fara í verkfall frá því þeir fengu verkfallsréttinn fyrir 30 árum síðan. Þeir leggja þó ekki allir niður störf í einu heldur gera þeir það í nokkrum hópum. Í fyrsta hópnum sem leggur niður störf í kvöld og verður í verkfalli næstu tvo sólarhringana eru á þriðja hundrað læknar. Þetta eru læknar á heilbrigðisstofnunum um allt land, heilsugæslum og á Landspítalanum. Á spítalanum eru það læknar á Barnaspítalanum, kvennadeild og rannsóknarsviði sem fara í verkfall í kvöld. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, segir verkfallið skapa mikla óvissu fyrir spítalann. Öllum bráðatilfellum verði þó sinnt. Þá telur Ólafur að svo geti farið nokkuð álag myndist á bráðamóttöku ef að sjúklingar taka að leita þangað í auknu mæli vegna verkfallsins. Það skal þó tekið fram að læknar sem vinna á einkastofum mæta til vinnu á morgun. Þá fara læknar í verkfall á öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Yfirlæknir mætir á hverja heilsugæslu og stofnun fyrir sig og sinnir þar bráðatilfellum. Ekki verður hægt að fá lyf endurnýjuð nema um lífsnauðsynleg lyf sé að ræða. Hjúkrunarfræðingar mæta hins vegar til vinnu og þá verður mæðra- og ungbarnavernd sinnt eins og venjulega af þeim. Post by Landspítali.
Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofunnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent