Landsvirkjun býst við sterkri eftirspurn þegar kreppu lýkur Kristján Már Unnarsson skrifar 12. maí 2020 22:14 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Forstjóri Landsvirkjunar spáir því að sterk eftirspurn verði eftir íslenskri orku þegar kreppunni lýkur og skoðar fyrirtækið núna hvort hægt verði að taka ákvörðun síðar á árinu um að hefja undirbúningsframkvæmdir við næstu stórvirkjun í Þjórsá. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Stjórn Landsvirkjunar ákvað í síðasta mánuði að greiða eiganda sínum, ríkissjóði, tíu milljarða króna í arð. Það var vegna góðrar afkomu á síðasta ári, áður en veiran rústaði efnahag heimsbyggðarinnar og þar með orkumörkuðum. „Við erum náttúrlega bara mjög ánægð með að vera í stakk búin til að greiða arð. Fyrirtækið hefur lækkað skuldir mjög mikið á síðustu árum, samanborið við til dæmis síðustu kreppu um 2010. Þá var fyrirtækið ekki aflögufært en núna er fyrirtækið það fjárhagslega sterkt að það rúmast innan nýsamþykktrar arðgreiðslustefnu að greiða þennan arð,“ segir forstjórinn, Hörður Arnarson. Frá Búðarhálsvirkjun. Bygging hennar fór á fullt í síðustu kreppu fyrir áratug.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Landsvirkjun ákvað fyrir tveim vikum að veita stærstu raforkukaupendum sínum allt að 25 prósenta tímabundinn afslátt. „Við teljum að það þjóni hagsmunum Landsvirkjunar að standa með okkar viðskiptavinum á þessum erfiðu tímum og þar af leiðandi komum við til móts við þá með því að veita þennan afslátt, sem er heilmiklir peningar. Þetta er allt að einn og hálfur milljarður.“ Hörður segir það ráðast af mörgum þáttum hvort ríkissjóður geti áfram vænst álíka arðs á næstu árum. „Skuldsetningin er áfram að lækka. En það má búast við því að arðgreiðslugetan minnki eitthvað tímabundið. En við teljum að þetta séu eingöngu tímabundnar aðstæður á mörkuðum.“ En vill þó engu spá um hvenær viðsnúningurinn verði. „Oft hafa nú svona kreppur tilhneigingu til að koma hratt til baka. En það er mikil óvissa og held ég útilokað að segja hvernig þetta þróast á næstu mánuðum.“ Landsvirkjunarmenn ætla samt vera viðbúnir því að geta hafið undirbúningsframkvæmdir við næstu virkjun, líklega í neðri Þjórsá. Hvammsvirkjun í Þjórsá gæti orðið næsta stóra vatnsaflsvirkjun landsins. Undirbúningsframkvæmdir gætu hafist á næsta ári.Mynd/Landsvirkjun. „Þar er Hvammsvirkjun næst á dagskrá hjá okkur, að öllum líkindum. Við munum nota það sem eftir er á þessu ári til að meta aðstæður, - meta aðstæður á mörkuðum, - hvort þetta sé rétti tímapunkturinn til þess að fara af stað. Við teljum að þegar kreppunni lýkur þá muni verða sterk eftirspurn eftir orku á Íslandi. En það mun verða ljóst svona í árslok, - þá munu áætlanir liggja fyrir hvort við teljum þetta rétta tímapunktinn,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Stóriðja Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Orkumál Tengdar fréttir Greiða ríkinu tíu milljarða króna arð Eigendur Landsvirkjunar samþykktu á aðalfundi fyrirtækisins í dag tillögu stjórnar um arðgreiðslu til íslenska ríkisins upp á tíu milljarða króna fyrir árið 2019. Það er rúmlega tvisvar sinnum hærri upphæð en arðgreiðsla síðasta árs, sem nam 4,25 milljörðum. 22. apríl 2020 18:15 Landsvirkjun ræðst í milljarðaframkvæmdir og gefur stórnotendum allt að 25 prósent afslátt Landsvirkjun hyggst verja um 12 milljörðum króna í ýmsar framkvæmdir, þróunarverkefni auk þess að veita stórnotendum sínum afslætti. 28. apríl 2020 11:01 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar spáir því að sterk eftirspurn verði eftir íslenskri orku þegar kreppunni lýkur og skoðar fyrirtækið núna hvort hægt verði að taka ákvörðun síðar á árinu um að hefja undirbúningsframkvæmdir við næstu stórvirkjun í Þjórsá. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Stjórn Landsvirkjunar ákvað í síðasta mánuði að greiða eiganda sínum, ríkissjóði, tíu milljarða króna í arð. Það var vegna góðrar afkomu á síðasta ári, áður en veiran rústaði efnahag heimsbyggðarinnar og þar með orkumörkuðum. „Við erum náttúrlega bara mjög ánægð með að vera í stakk búin til að greiða arð. Fyrirtækið hefur lækkað skuldir mjög mikið á síðustu árum, samanborið við til dæmis síðustu kreppu um 2010. Þá var fyrirtækið ekki aflögufært en núna er fyrirtækið það fjárhagslega sterkt að það rúmast innan nýsamþykktrar arðgreiðslustefnu að greiða þennan arð,“ segir forstjórinn, Hörður Arnarson. Frá Búðarhálsvirkjun. Bygging hennar fór á fullt í síðustu kreppu fyrir áratug.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Landsvirkjun ákvað fyrir tveim vikum að veita stærstu raforkukaupendum sínum allt að 25 prósenta tímabundinn afslátt. „Við teljum að það þjóni hagsmunum Landsvirkjunar að standa með okkar viðskiptavinum á þessum erfiðu tímum og þar af leiðandi komum við til móts við þá með því að veita þennan afslátt, sem er heilmiklir peningar. Þetta er allt að einn og hálfur milljarður.“ Hörður segir það ráðast af mörgum þáttum hvort ríkissjóður geti áfram vænst álíka arðs á næstu árum. „Skuldsetningin er áfram að lækka. En það má búast við því að arðgreiðslugetan minnki eitthvað tímabundið. En við teljum að þetta séu eingöngu tímabundnar aðstæður á mörkuðum.“ En vill þó engu spá um hvenær viðsnúningurinn verði. „Oft hafa nú svona kreppur tilhneigingu til að koma hratt til baka. En það er mikil óvissa og held ég útilokað að segja hvernig þetta þróast á næstu mánuðum.“ Landsvirkjunarmenn ætla samt vera viðbúnir því að geta hafið undirbúningsframkvæmdir við næstu virkjun, líklega í neðri Þjórsá. Hvammsvirkjun í Þjórsá gæti orðið næsta stóra vatnsaflsvirkjun landsins. Undirbúningsframkvæmdir gætu hafist á næsta ári.Mynd/Landsvirkjun. „Þar er Hvammsvirkjun næst á dagskrá hjá okkur, að öllum líkindum. Við munum nota það sem eftir er á þessu ári til að meta aðstæður, - meta aðstæður á mörkuðum, - hvort þetta sé rétti tímapunkturinn til þess að fara af stað. Við teljum að þegar kreppunni lýkur þá muni verða sterk eftirspurn eftir orku á Íslandi. En það mun verða ljóst svona í árslok, - þá munu áætlanir liggja fyrir hvort við teljum þetta rétta tímapunktinn,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Stóriðja Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Orkumál Tengdar fréttir Greiða ríkinu tíu milljarða króna arð Eigendur Landsvirkjunar samþykktu á aðalfundi fyrirtækisins í dag tillögu stjórnar um arðgreiðslu til íslenska ríkisins upp á tíu milljarða króna fyrir árið 2019. Það er rúmlega tvisvar sinnum hærri upphæð en arðgreiðsla síðasta árs, sem nam 4,25 milljörðum. 22. apríl 2020 18:15 Landsvirkjun ræðst í milljarðaframkvæmdir og gefur stórnotendum allt að 25 prósent afslátt Landsvirkjun hyggst verja um 12 milljörðum króna í ýmsar framkvæmdir, þróunarverkefni auk þess að veita stórnotendum sínum afslætti. 28. apríl 2020 11:01 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Greiða ríkinu tíu milljarða króna arð Eigendur Landsvirkjunar samþykktu á aðalfundi fyrirtækisins í dag tillögu stjórnar um arðgreiðslu til íslenska ríkisins upp á tíu milljarða króna fyrir árið 2019. Það er rúmlega tvisvar sinnum hærri upphæð en arðgreiðsla síðasta árs, sem nam 4,25 milljörðum. 22. apríl 2020 18:15
Landsvirkjun ræðst í milljarðaframkvæmdir og gefur stórnotendum allt að 25 prósent afslátt Landsvirkjun hyggst verja um 12 milljörðum króna í ýmsar framkvæmdir, þróunarverkefni auk þess að veita stórnotendum sínum afslætti. 28. apríl 2020 11:01