Warren sögð ætla að draga framboð sitt til baka Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2020 15:58 Warren varð lítt ágegnt í forvalinu og lenti aðeins í þriðja sæti í heimaríki sínu Massachusetts á þriðjudag. AP/Patrick Semansky Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, ætlar að tilkynna stuðningsmönnum sínum að hún ætli að draga framboð sitt í forvali Demókrataflokksins til baka í dag. Bandarískir fjölmiðlar hafa þetta eftir heimildum sínum. Á tímabili í fyrra mældist Warren með næstmestan stuðning frambjóðenda í forvalinu á landsvísu. Henni varð þó aldrei sérstaklega ágengt eftir að forvalið hófst í febrúar og endaði hún aldrei hærra en í þriðja sæti í neinu ríki. Warren lenti meðal annars í þriðja sæti í heimaríki sínu Massachusetts, á eftir Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, og Bernie Sanders, óháða öldungadeildarþingmanninum frá Vermont. Bæði Sanders og Biden hafa rætt við Warren eftir forvölin sem fóru fram í fjórtán ríkjum á þriðjudag. Talið er að eftir miklu sé að slægjast fyrir þá báða að tryggja sér stuðningsyfirlýsingu Warren. Hún er þó sögð ætla að bíða með slíkt og leggjast undir feld til að ákveða hvort hún taki afstöðu til frambjóðendanna sem eftir eru. New York Times segir að þó að Warren hafi aldrei náð að setja mark sitt á forvalið eins og hún vonaðist til hafi hún nær upp á eigin spýtur kippt fótunum undan framboði milljarðamæringsins Michaels Bloomberg með beittri gagnrýni á hann í sjónvarpskappræðum. Á þriðja tug frambjóðenda hófu kosningabaráttu fyrir forval Demókrataflokksins og var hópnum lýst sem þeim fjölbreyttasta frá upphafi. Eftir brotthvarf Warren stendur valið nú hins vegar í reynd á milli tveggja hvítra karlmanna á áttræðisaldri. Auk þeirra Biden og Sanders hangir þó Tulsi Gabbard, fulltrúadeildarþingmaður frá Havaí, enn inni í keppninni. Pete Buttigieg, sem vann sigur í fyrsta forvalinu í Iowa, dró framboð sitt til baka og lýsti stuðningi við Biden eftir forvalið í Suður-Karólínu um síðustu helgi. Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður frá Minnesota, fylgdi í fótspor Buttigieg og lagði lóð sitt á vogarskálar fyrrverandi varaforsetans. Bloomberg lagði árar í bát eftir ofurþriðjudaginn svonefnda þar sem hann náði aðeins að landa sigri á Bandarísku Samóaeyjum. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Biden snýr við taflinu Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur snúið gengi sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar algerlega við. 4. mars 2020 10:46 Klobuchar dregur framboð sitt til baka og styður Biden Öldungadeildarþingmaðurinn Amy Klobuchar hefur ákveðið að draga framboð sitt í forvali Demókrata vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum til baka. 2. mars 2020 18:00 Pete Buttigieg dregur framboð sitt til baka Pete Buttigieg, sem sóst hefur eftir því að verða forsetaefni Demókrataflokksins, hefur misst dampinn að undanförnu. 1. mars 2020 22:21 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Eldur í Sorpu á Granda Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Skortir lækna í Breiðholti Vilja ekki feita innflytjendur Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Skýjað og útkomulítið vestantil og þurrt fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Sjá meira
Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, ætlar að tilkynna stuðningsmönnum sínum að hún ætli að draga framboð sitt í forvali Demókrataflokksins til baka í dag. Bandarískir fjölmiðlar hafa þetta eftir heimildum sínum. Á tímabili í fyrra mældist Warren með næstmestan stuðning frambjóðenda í forvalinu á landsvísu. Henni varð þó aldrei sérstaklega ágengt eftir að forvalið hófst í febrúar og endaði hún aldrei hærra en í þriðja sæti í neinu ríki. Warren lenti meðal annars í þriðja sæti í heimaríki sínu Massachusetts, á eftir Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, og Bernie Sanders, óháða öldungadeildarþingmanninum frá Vermont. Bæði Sanders og Biden hafa rætt við Warren eftir forvölin sem fóru fram í fjórtán ríkjum á þriðjudag. Talið er að eftir miklu sé að slægjast fyrir þá báða að tryggja sér stuðningsyfirlýsingu Warren. Hún er þó sögð ætla að bíða með slíkt og leggjast undir feld til að ákveða hvort hún taki afstöðu til frambjóðendanna sem eftir eru. New York Times segir að þó að Warren hafi aldrei náð að setja mark sitt á forvalið eins og hún vonaðist til hafi hún nær upp á eigin spýtur kippt fótunum undan framboði milljarðamæringsins Michaels Bloomberg með beittri gagnrýni á hann í sjónvarpskappræðum. Á þriðja tug frambjóðenda hófu kosningabaráttu fyrir forval Demókrataflokksins og var hópnum lýst sem þeim fjölbreyttasta frá upphafi. Eftir brotthvarf Warren stendur valið nú hins vegar í reynd á milli tveggja hvítra karlmanna á áttræðisaldri. Auk þeirra Biden og Sanders hangir þó Tulsi Gabbard, fulltrúadeildarþingmaður frá Havaí, enn inni í keppninni. Pete Buttigieg, sem vann sigur í fyrsta forvalinu í Iowa, dró framboð sitt til baka og lýsti stuðningi við Biden eftir forvalið í Suður-Karólínu um síðustu helgi. Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður frá Minnesota, fylgdi í fótspor Buttigieg og lagði lóð sitt á vogarskálar fyrrverandi varaforsetans. Bloomberg lagði árar í bát eftir ofurþriðjudaginn svonefnda þar sem hann náði aðeins að landa sigri á Bandarísku Samóaeyjum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Biden snýr við taflinu Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur snúið gengi sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar algerlega við. 4. mars 2020 10:46 Klobuchar dregur framboð sitt til baka og styður Biden Öldungadeildarþingmaðurinn Amy Klobuchar hefur ákveðið að draga framboð sitt í forvali Demókrata vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum til baka. 2. mars 2020 18:00 Pete Buttigieg dregur framboð sitt til baka Pete Buttigieg, sem sóst hefur eftir því að verða forsetaefni Demókrataflokksins, hefur misst dampinn að undanförnu. 1. mars 2020 22:21 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Eldur í Sorpu á Granda Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Skortir lækna í Breiðholti Vilja ekki feita innflytjendur Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Skýjað og útkomulítið vestantil og þurrt fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Sjá meira
Biden snýr við taflinu Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur snúið gengi sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar algerlega við. 4. mars 2020 10:46
Klobuchar dregur framboð sitt til baka og styður Biden Öldungadeildarþingmaðurinn Amy Klobuchar hefur ákveðið að draga framboð sitt í forvali Demókrata vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum til baka. 2. mars 2020 18:00
Pete Buttigieg dregur framboð sitt til baka Pete Buttigieg, sem sóst hefur eftir því að verða forsetaefni Demókrataflokksins, hefur misst dampinn að undanförnu. 1. mars 2020 22:21