Stórt en varfærið skref segir Katrín Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. maí 2020 15:43 Fimm ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu næstu skref, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þau skref sem kynnt voru á blaðamannafundi í dag sem miða að því létta á ferðatakmörkunum til og frá landinu séu stór en á sama tíma varfærin. Stjórnvöld hafi trú á því að til sé þekking og hæfni sem geti tryggt sóttvarnir í landinu á sama tíma og opnað er á ferðir til og frá Íslandi. Katrín segir þó a Stefnt er að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. Reynist það neikvætt þurfa þeir ekki að fara í tveggja vikna sóttkví. Á fundinum kom einnig fram að Grænland og Færeyjar hafi verið tekin af lista yfir hááhættusvæði og nýjar reglur um útvíkkaða sóttkví fyrir þá sem hingað koma til starfa í afmörkuð verkefni taka gildi á föstudag. „Mjög stórt skref en varfærið líka,“ sagði Katrín í viðtali við Heimi Má Pétursson fréttamann eftir fundinn aðspurð um þýðingu þessara áætlana. „Eins og ég fór yfir þá erum við fyrst að horfa til þess að létta á takmörkunum hér innanlands en síðan ráðumst við í þetta skref sem við teljum okkur hafa alla burði til að taka. Bæði vegna þess hvernig okkur hefur gengið að takast á við faraldurinn, vegna þeirra þekkingar sem er til hér í landinu og hefur skapast í þessari baráttu þá höfum við ákveðið að ráðast í þetta,“ sagði Katrín jafnframt. Þá var hún spurð um hvort hún teldi að það að opna á komur erlendra ferðamanna hingað til lands eftir 15. júní myndi þýða fyrir efnahaginn sem tekur hefur á sig mikið högg vegna kórónuveirufaraldursins. Sagði Katrín að enn væri töluverð óvissa um þróun efnahagsins en verið værið að opna á ýmsa möguleika. „Við erum ekki að reikna með mikilli ferðamennsku á þessu ári, ég held að enginn sé að reikna með því en með þessu erum við opna ákveðna möguleika sem geta skipta máli. Við erum að horfa til þess að allt sem við gerum núna, allar þær fjárfestingar sem við erum að ráðast í, stuðningur við ýmsa geira samfélagsins miðar við því að við getum náð viðspyrnu þegar heilbrigðisváin verður að baki,“ sagði Katrín. Sagði hún einnig að stjórnvöld teldu að hér væri þekking og hæfni til staðar sem ætti að geta tryggt sóttvarnir á sama tíma og ferðamenn fara að koma aftur til landsins. „Ástæðan fyrir því að við treystum okkur í þetta skref er að við teljum okkur hafa þá þekkingu og hæfni sem til þarf til þess að geta framkvæmt þetta til að þetta virki þannig að við séum annars vegar að tryggja sóttvarnir í landinu en um leið greiða fyrir ferðum til og frá landinu og það skiptir okkur máli sem eyja hér út í hafi.“ Klippa: Viðtal við Katrínu Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þau skref sem kynnt voru á blaðamannafundi í dag sem miða að því létta á ferðatakmörkunum til og frá landinu séu stór en á sama tíma varfærin. Stjórnvöld hafi trú á því að til sé þekking og hæfni sem geti tryggt sóttvarnir í landinu á sama tíma og opnað er á ferðir til og frá Íslandi. Katrín segir þó a Stefnt er að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. Reynist það neikvætt þurfa þeir ekki að fara í tveggja vikna sóttkví. Á fundinum kom einnig fram að Grænland og Færeyjar hafi verið tekin af lista yfir hááhættusvæði og nýjar reglur um útvíkkaða sóttkví fyrir þá sem hingað koma til starfa í afmörkuð verkefni taka gildi á föstudag. „Mjög stórt skref en varfærið líka,“ sagði Katrín í viðtali við Heimi Má Pétursson fréttamann eftir fundinn aðspurð um þýðingu þessara áætlana. „Eins og ég fór yfir þá erum við fyrst að horfa til þess að létta á takmörkunum hér innanlands en síðan ráðumst við í þetta skref sem við teljum okkur hafa alla burði til að taka. Bæði vegna þess hvernig okkur hefur gengið að takast á við faraldurinn, vegna þeirra þekkingar sem er til hér í landinu og hefur skapast í þessari baráttu þá höfum við ákveðið að ráðast í þetta,“ sagði Katrín jafnframt. Þá var hún spurð um hvort hún teldi að það að opna á komur erlendra ferðamanna hingað til lands eftir 15. júní myndi þýða fyrir efnahaginn sem tekur hefur á sig mikið högg vegna kórónuveirufaraldursins. Sagði Katrín að enn væri töluverð óvissa um þróun efnahagsins en verið værið að opna á ýmsa möguleika. „Við erum ekki að reikna með mikilli ferðamennsku á þessu ári, ég held að enginn sé að reikna með því en með þessu erum við opna ákveðna möguleika sem geta skipta máli. Við erum að horfa til þess að allt sem við gerum núna, allar þær fjárfestingar sem við erum að ráðast í, stuðningur við ýmsa geira samfélagsins miðar við því að við getum náð viðspyrnu þegar heilbrigðisváin verður að baki,“ sagði Katrín. Sagði hún einnig að stjórnvöld teldu að hér væri þekking og hæfni til staðar sem ætti að geta tryggt sóttvarnir á sama tíma og ferðamenn fara að koma aftur til landsins. „Ástæðan fyrir því að við treystum okkur í þetta skref er að við teljum okkur hafa þá þekkingu og hæfni sem til þarf til þess að geta framkvæmt þetta til að þetta virki þannig að við séum annars vegar að tryggja sóttvarnir í landinu en um leið greiða fyrir ferðum til og frá landinu og það skiptir okkur máli sem eyja hér út í hafi.“ Klippa: Viðtal við Katrínu Jakobsdóttur
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira