Íslenskur strætó í Kína 12. júní 2007 15:17 Mynd/365 Auglýsingar og ljósmyndir frá Íslandi munu síðar í mánuðinum þekja tveggja hæða almenningsvagn í Peking í Kína. Þetta kemur fram í vefriti utanríkisráðuneytisins, Stiklur. Sendiráð Íslands í Kína komst nýverið að samkomulagi við fjölmiðlafyrirtækið Viavom Outdoor Ltd. um að fyrirtækið færði vagninn í íslenskan búning. Það er gert í tengslum við ferðakaupstefnuna Beijing International Tourism Expo (BITE), sem haldin verður dagana 21. til 23. júní. Vagninn mun þjónusta sýningarsvæðið sem er gríðarlega stórt, en BITE er ein stærsta ferðakaupstefnan í Kína. Hún er sótt af þúsundum manna, bæði fagfólki úr ferðaþjónustu og almenningi. Sendiráðið tekur einnig þátt í verkefni samtaka aðila í ferðaþjónustu og samtaka sjónvarpsstöðva þar sem sjónvarpsáhorfendur í Kína greiða atkvæði um fallegasta stað í Evrópu. Keppnin fer þannig fram að myndefni frá þátttakendum verður sýnt í yfir 100 ferðaþáttum í kínverskum sjónvarpsstöðvum næstu mánuði. Áhorfendur greiða atkvæði með því að hringja inn. Ráðgert er að keppninni ljúki í byrjun árs 2008. Sendiráðið hefur að auki gert samning við fyrirtækið Focus Media Development Co. Ltd. (FMD) og mun láta fyrirtækinu í té íslenskt myndefni sem sýnt verður í kínverskum bönkum næstu vikur og mánuði. Í Kína er talið að viðskiptavinir banka og fjármálstofnana þurfi að meðaltali að bíða í um 20 mínútur eftir afgreiðslu. Stjórnendur þessara stofnana eru meðvitaðar um nauðsyn þess að viðskiptavinir þeirra séu ánægðir á meðan á bið þeirra stendur. FMD hefur þegar gert samning við rúmlega 320 bankaútibú í Kína og hefur sett upp sjónvarpsskjái þar sem sýnt er bæði auglýsingaefni og stuttir pistlar um margvísleg málefni. Þeim er ætlað er að stytta viðskiptavinum biðina. Sendiráðið hefur trú á því að þessi aðferð geti verið árangursrík til vekja athygli á Íslandi sem áfangastað kínverskra ferðamanna. Innlent Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Auglýsingar og ljósmyndir frá Íslandi munu síðar í mánuðinum þekja tveggja hæða almenningsvagn í Peking í Kína. Þetta kemur fram í vefriti utanríkisráðuneytisins, Stiklur. Sendiráð Íslands í Kína komst nýverið að samkomulagi við fjölmiðlafyrirtækið Viavom Outdoor Ltd. um að fyrirtækið færði vagninn í íslenskan búning. Það er gert í tengslum við ferðakaupstefnuna Beijing International Tourism Expo (BITE), sem haldin verður dagana 21. til 23. júní. Vagninn mun þjónusta sýningarsvæðið sem er gríðarlega stórt, en BITE er ein stærsta ferðakaupstefnan í Kína. Hún er sótt af þúsundum manna, bæði fagfólki úr ferðaþjónustu og almenningi. Sendiráðið tekur einnig þátt í verkefni samtaka aðila í ferðaþjónustu og samtaka sjónvarpsstöðva þar sem sjónvarpsáhorfendur í Kína greiða atkvæði um fallegasta stað í Evrópu. Keppnin fer þannig fram að myndefni frá þátttakendum verður sýnt í yfir 100 ferðaþáttum í kínverskum sjónvarpsstöðvum næstu mánuði. Áhorfendur greiða atkvæði með því að hringja inn. Ráðgert er að keppninni ljúki í byrjun árs 2008. Sendiráðið hefur að auki gert samning við fyrirtækið Focus Media Development Co. Ltd. (FMD) og mun láta fyrirtækinu í té íslenskt myndefni sem sýnt verður í kínverskum bönkum næstu vikur og mánuði. Í Kína er talið að viðskiptavinir banka og fjármálstofnana þurfi að meðaltali að bíða í um 20 mínútur eftir afgreiðslu. Stjórnendur þessara stofnana eru meðvitaðar um nauðsyn þess að viðskiptavinir þeirra séu ánægðir á meðan á bið þeirra stendur. FMD hefur þegar gert samning við rúmlega 320 bankaútibú í Kína og hefur sett upp sjónvarpsskjái þar sem sýnt er bæði auglýsingaefni og stuttir pistlar um margvísleg málefni. Þeim er ætlað er að stytta viðskiptavinum biðina. Sendiráðið hefur trú á því að þessi aðferð geti verið árangursrík til vekja athygli á Íslandi sem áfangastað kínverskra ferðamanna.
Innlent Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira