Svona var blaðamannafundurinn um afléttingu ferðatakmarkana Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. maí 2020 14:14 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðar til blaðamannafundar í dag um afléttingu ferðatakmarkana. Fundurinn verður í Safnahúsinu við Hverfisgötu og hefst hann klukkan 15:00. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Bein útsending verður af fundinum hér á Vísi, Bylgjunni og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Þá verður textalýsing í boði hér að neðan fyrir þá sem geta ekki hlustað á það sem fram kemur á fundinum. Uppfært: Hér má sjá upptöku af fundinum í heild sinni. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir verða viðstödd fundinn og veita fjölmiðlum viðtöl. Ekki hefur verið gefið út hvað nákvæmlega muni felast í þeim tilslökunum á ferðatakmörkunum sem forsætisráðherra hyggst kynna á fundinum á eftir. Tillögur stýrihóps um afléttingu ferðatakmarkana, sem og breytingar á reglum um sóttkví, voru á dagskrá ríkisstjórnarfundar í morgun. Hópurinn skilaði tillögum sínum í gær. Fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í gær vegna kórónuveirunnar að hann myndi leggja til við heilbrigðisráðherra að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi vegna faraldurs kórónuveiru gildi áfram eftir 15. maí; líklega mánuð til viðbótar, þ.e. til 15. júní. Ekki væri þó loku fyrir það skotið að fyrirkomulaginu yrði breytt áður en mánuðurinn er úti. Núverandi fyrirkomulag er í gildi til 15. maí. Fyrirkomulagið kveður á um bann við komum ríkisborgara utan EES og EFTA til landsins. Þá er öllum þeim sem hingað koma skylt að sæta tveggja vikna sóttkví.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðar til blaðamannafundar í dag um afléttingu ferðatakmarkana. Fundurinn verður í Safnahúsinu við Hverfisgötu og hefst hann klukkan 15:00. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Bein útsending verður af fundinum hér á Vísi, Bylgjunni og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Þá verður textalýsing í boði hér að neðan fyrir þá sem geta ekki hlustað á það sem fram kemur á fundinum. Uppfært: Hér má sjá upptöku af fundinum í heild sinni. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir verða viðstödd fundinn og veita fjölmiðlum viðtöl. Ekki hefur verið gefið út hvað nákvæmlega muni felast í þeim tilslökunum á ferðatakmörkunum sem forsætisráðherra hyggst kynna á fundinum á eftir. Tillögur stýrihóps um afléttingu ferðatakmarkana, sem og breytingar á reglum um sóttkví, voru á dagskrá ríkisstjórnarfundar í morgun. Hópurinn skilaði tillögum sínum í gær. Fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í gær vegna kórónuveirunnar að hann myndi leggja til við heilbrigðisráðherra að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi vegna faraldurs kórónuveiru gildi áfram eftir 15. maí; líklega mánuð til viðbótar, þ.e. til 15. júní. Ekki væri þó loku fyrir það skotið að fyrirkomulaginu yrði breytt áður en mánuðurinn er úti. Núverandi fyrirkomulag er í gildi til 15. maí. Fyrirkomulagið kveður á um bann við komum ríkisborgara utan EES og EFTA til landsins. Þá er öllum þeim sem hingað koma skylt að sæta tveggja vikna sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vill að ferðatakmörkunum verði aflétt tafarlaust Sigríður Á. Andersen telur jafnframt að það henti ekki Íslandi að loka landamærum vegna faraldurs kórónuveiru, sem hún kveður umdeilda aðgerð, og segir lokunina stuðla að fátækt. 12. maí 2020 13:10 Ríkisstjórnin kynnir breytingar á ferðatakmörkunum síðar í dag Ríkisstjórnin hyggst boða til blaðamannafundar síðar í dag þar sem kynntar verða breytingar á ferðatakmörkunum sem tengjast kórónuveirufaraldrinum. 12. maí 2020 12:17 Sjá fram á lengri kórónuveirukreppu Forsvarsmenn fyrirtækja innan vébanda Samtaka atvinnulífsins áætla að frekari uppsagnir séu væntanlegar og að kórónuveirukreppan verði lengri en þeir töldu. 12. maí 2020 09:38 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Vill að ferðatakmörkunum verði aflétt tafarlaust Sigríður Á. Andersen telur jafnframt að það henti ekki Íslandi að loka landamærum vegna faraldurs kórónuveiru, sem hún kveður umdeilda aðgerð, og segir lokunina stuðla að fátækt. 12. maí 2020 13:10
Ríkisstjórnin kynnir breytingar á ferðatakmörkunum síðar í dag Ríkisstjórnin hyggst boða til blaðamannafundar síðar í dag þar sem kynntar verða breytingar á ferðatakmörkunum sem tengjast kórónuveirufaraldrinum. 12. maí 2020 12:17
Sjá fram á lengri kórónuveirukreppu Forsvarsmenn fyrirtækja innan vébanda Samtaka atvinnulífsins áætla að frekari uppsagnir séu væntanlegar og að kórónuveirukreppan verði lengri en þeir töldu. 12. maí 2020 09:38